Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 41
29SUNNUDAGUR 10. október 2004 ■ SAMKEPPNI ■ TÍSKA ■ TÓNLIST Þann 21. nóvember nk. mun Fata- hönnunarkeppni grunnskólanema fara fram í sjötta sinn í Kringl- unni undir nafninu Kosmiska. Fatahönnunarkeppnin er haldin í samstarfi við Fræðsluráð, ÍTR og Menntamálaráðuneytið. Eins og síðastliðin ár hafa allir nemendur í 8. 9. og 10.bekk grunn- skóla landsins tækifæri á að senda inn teikningar á skrifstofu Kringlunnar, merkt „Kosmiska, Fatahönnunarkeppni grunnskóla- nema, Kringlan 105 Rvk.“ Farið verður yfir allar teikningarnar af fagfólki og er mikilvægt að þær séu vel merktar nafni, síma- númeri, aldri og skóla. Einnig verður stuttur texti eða ljóð að fylgja teikningunum þar sem hver og einn útskýrir í stuttu máli hvernig eða hvar hann fékk inn- blástur að hönnuninni. Innritun lýkur 18 nóvember og verður hringt í alla þátttakendur sem fá teikningar sínar sam- þykktar. Hægt er að senda fyrir- spurnir til kolla@icelandicmod- els.is. Þemað í ár er „Hvað ungur nemur - gamall temur“ og er þátt- takendum frjálst að sækja sinn eigin innblástur úr þessum máls- hætti og færa yfir í hönnun sína. Allir unglingar, ekki síður strákar en stelpur geta sent inn teikningar og ekki má gleyma því að margir frægustu fatahönnuðir heims eru karlmenn. Einnig geta unglingarnir stungið upp á góðgerðarmálefni til að styrkja en undanfarin ár hefur keppnin verið tileinkuð góðgerðarmálefnum. Mömmur, pabbar, afar og ömmur eru hvött til að leggja unglingnum sínum lið og draga fram eitthvað gamalt og gott eða nýtt og ferskt í Fata- hönnunarkeppni grunnskólane- ma. ■ Tískuhönnuðurinn Stella McCart- ney, dóttir Bítilsins Paul, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Alasdhair Willis. Tilkynnti hún gleðifregnirnar á tískusýn- ingu í París fyrir skömmu. Sagðist hún ekki vilja vita um kyn barns- ins fyrr en það fæddist. „Ég vil hafa þetta náttúrulegt. Ég vil að kynið komi mér á óvart,“ sagði hún. Barnið verður þriðja barna- barn Paul McCartney en dóttir hans Mary á tvo litla stráka. Stella McCartney giftist útgefandanum Alasdhair á síðasta ári á uppá- haldsstað móður hennar heitinnar, Lindu, á skosku eyjunni Bute. ■ Söngkonan Christina Aguilera segist hafa brotnað niður eftir að fyrsta smákífulag hennar kom út. Ástæðan er sú að hún var orðin afar þreytt á því að vera borin saman við Britney Spears. Aguilera skaut upp á stjörnu- himininn árið 1999 með laginu Genie In a Bottle. Var hún um- svifalaust stimpluð sem næsta Britney. Aguilera þoldi ekki sam- anburðinn og átti erfitt með að takast á við sviðsljósið. „Ég brotn- aði hálfpartinn niður eftir að hafa verið vernduð inni í skel í langan tíma,“ sagði hún. Segist hún hafa náð sér virkilega á strik eftir að hún gaf út plötuna Stripped árið 2002. Þá lét hún ímynd poppprinsessunnar gossa og fór að ganga um í meira ögrandi fötum. „Það skipti höfuðmáli fyrir mig. Ég var að breyta þeirri ímynd sem hljómplötufyrirtækið hafði klínt á mig. Á því tímabili leið mér oft eins og ég væri að kafna.“ Aguilera segist ekki sjá eftir ákvörðunum sínum í gegnum tíð- ina, hvort sem um er að ræða klæðaburðinn, tónlistina eða myndböndin. Allir þessir hlutir hafi átt þátt í því að gera hana að þeirri persónu sem hún er í dag. ■ Stella McCartney ófrísk STELLA MCCARTNEY Tískuhönnuðurinn Stella McCartney á von á sínu fyrsta barni. Aguilera brotnaði niður CHRISTINA AGUILERA Christina Aguilera, skömmu áður en hún gaf út plötuna Stripped. Hvað ungur nemur gamall temur TÍSKAN SÝND Fatahönnunarkeppnin verður 21.nóvember næstkomandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.