Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Vinningar eru: Miðar á myndina DVD myndir Bolir og margt fleira. Sendu SMS skeytið JA CEF á númerið 1900 og þú gætir unnið. VILTU MIÐA? FRUMSÝND 8. OKT SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Framsókn? BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR Enginn veit enn hvort stjórnartíðHalldórs Ásgrímssonar verður endurbætt framsókn eða endir á þeirri farsælu sem við höfum notið undir forystu Davíðs. Ýmislegt bendir til þess að núna sé staðið við dyr nýs tíma í innlendum- og al- þjóðamálum. Svo kannski bíður ein- ungis það sem Færeyingar kalla framsókn afturábak. Átök munu eflaust harðna, samkeppnin aukast á öllum sviðum og kannski skýtur Karl Marx upp kollinum, þótt höfuð- laus hafi verið gerður í Sovét. Á PENINGAMARKAÐINUM verða þá ekki bara frjálsir bankar og fyrirtæki sem hrista pyngjuna daglega í fjölmiðlum með lofgerð um sinn hag. Varla sitja forstjórar endalaust einir að veisluborði gróð- ans. Hent gæti að almenningur fari af stað með heimskuleg verkföll og óréttlátar kröfur í staðinn fyrir að tala af bljúgri skynsemi, hver og einn fyrir sig, við forstjórann. Verkalýðsfélögin gætu farið á kreik með frekjulæti. Fram að þessu hef- ur allt verið með tiltölulega kyrrum kjörum á peninga- og vinnumarkað- inum. Aðeins kennarar sýna heimsku, sem gerir jafnvel vinstra liðið gáttað, einkum á gáfnavængn- um. ÞAÐ er þannig með barnakennara að þeir eru eina stéttin sem hefur aldrei látið sundra sér með einstakl- ingshyggju. Stéttin kom fyrst allra á jafnrétti kynjanna með sama kaup fyrir karla og konur. Eina breytingin er sú að nú eru kennarar tregari til að fórna sér og þiggja vanþakklæti. Þetta skilja hvorki stjórnvöld né stórgáfaðir. Og nú eru sjómenn að feta í fótspor kennara, eins og forð- um. Samtök þeirra vilja ekki leyfa vinnufúsum höndum að sýna útgerð- inni fórnarlund, fiskinum og efna- hag þjóðarinnar. ÍSLENSK hollusta á erfitt uppdrátt- ar og hver veit nema Halldór stýri framsókn til óróleikans. HINN reyndi áður utanríkisráð- herra ætti að hafa séð á flakki sínu, að svipaður andi og hér hefur legið í loftinu hjá öðrum þjóðum. Einnig ætti hann að þekkja undarlega fyrir- brigðið, að oft eru lítil ríki, eins og það íslenska, loftvog sem segir fyrir um storma í stærri samfélögum. EF frelsi ríkir, og ekkert fyrirfram gefið á markaðinum, er óvíst í óveðri að allt fjármagn fjúki í troðna vasa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.