Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 1
● þýska stórliðið of sterkt Meistaradeildin í handbolta: ▲ SÍÐA 24 Sjö marka tap Hauka gegn Kiel ● gerir heimildarmyndina bítlabærinn Keflavík okkar Liverpool: ▲ SÍÐA 28 Þorgeir Guðmundsson ● er 34 ára í dag Björn Jörundur: ▲ SÍÐA 20 Ætlar í saltfisk til mömmu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGUR VINDUR FRAMAN AF EN HVESSIR SEINNI PARTINN All hvasst eða hvasst undir nóttina. Rigning fyrst vestan til en austar þegar líður á daginn. Sjá síðu 6 11. október 2004 – 278. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Flytur á næstunni Vignir í Írafári: TVEIR LÉTUST Tveir menn létust þegar jeppabifreið með sjö manns innanborðs valt á Þjórsárdalsvegi. Fimm slösuðust, þar af tveir alvarlega. Sjá síðu 4 LANDVINNSLAN Í VANDA Fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir kjarasamninga við sjómenn skýra bága stöðu landvinnslu. Hann spáir endalokum landvinnslu ef samtök sjómanna ljái ekki máls á breytingum. Sjá síðu 2 MENGUM Á VIÐ DANI Hættuástand kann að skapast vegna mengunar á höfuð- borgarsvæðinu vegna stækkunar álvera og byggingu rafskautaverksmiðju. Sjá síðu 6 BÖRN Í NEYÐ Aðalfulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Haítí segir að allir í borginni Gonaives eigi um sárt að binda. Einn af hverjum tveimur íbúum Haítí er barn undir átján ára aldri. Mörg misstu for- eldra sína og heimili eftir að fellibylurinn Jeanne lagði stór svæði í rúst. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir xx Tónlist xx Leikhús xx Myndlist xx Íþróttir xx Sjónvarp xx AFGANISTAN, AP Ekki er ástæða til að ógilda forsetakosningarnar í Afganistan þrátt fyrir yfirlýs- ingar annarra frambjóðenda en Hamid Karzai forseta um að þær væru meingallaðar og eitthvað um kosningasvindl. Þetta er niðurstaða kosningaeftirlits- manna á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu sem sögðu ekkert hafa komið fram sem réttlæti ógildingu. Yfirkjörstjórn í Afganistan samþykkti í gær að setja á fót sér- staka rannsóknarnefnd sem hefði það hlutverk að fara ofan í ásak- anir frambjóðenda um kosninga- svik. Með því var komið til móts við kröfur nokkurra frambjóð- enda og gáfu tveir þeirra út að þeir myndu virða úrslit kosning- anna. Áður höfðu fimmtán af sextán frambjóðendum krafist ógildingar þeirra. Þúsundir manna sem vinna við kosningarnar vinna nú að því að safna saman kjörkössum og telja atkvæði. Ekki er búist við endan- legum úrslitum fyrr en undir lok mánaðarins. Milljónir Afgana eru sagðir hafa tekið þátt í kosningunum en tölur um kjörsókn liggja ekki fyrir. Embættismenn sem unnu við kosningarnar sögðu kjörsókn þó mjög mikla. ■ Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. KENNARAVERKFALL Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari sleit fundi um kvöldmat- arleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræð- unum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja sam- komulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitar- félaga segja það á ábyrgð sveitar- félaga og kennara að semja án að- komu ríkisins. „Ég er allt annað en bjartsýnn,“ segir Eiríkur Jóns- son, formaður Kenn- arasambands Íslands. „Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei sam- þykktur.“ Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verk- falls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. „Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamál- um í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélag- anna,“ sagði hann. „Ég sé enga að- komu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra,“ segir hins vegar Birgir Björn Sigur- jónsson, formaður s a m n i n g a n e f n d a r sve i tarfé laganna . „Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki,“ segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamála- ráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuð- ust fulltrúar R-lista og Sjálfstæð- isflokks um að fella tillögu F-list- ans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar. brynjolfur@frettabladid.is Viðræður við kennara sigldu í strand í gær Ríkissáttasemjari sendi samninganefndir kennara og sveitarfélaganna heim í gær eftir að viðræður þeirra höfðu engan árangur borið. Mikið ber enn í milli og ljóst að verkfallið varir einhvern tíma enn. Enginn sáttafundur fyrr en á miðvikudag. LITIÐ UM ÖXL Konur klæddar kuflum frá toppi til táar ganga framhjá karlmönnum sem sitja á vegg og bíða eftir komu frambjóðandans Mohammed Mohaqeq til Kabúl daginn eftir kosningar. Þjóðarleiðtogar fögnuðu flestir kosningunum en sumir lýstu áhyggjum af því hvaða áhrif kvart- anir fimmtán frambjóðenda um vafasama framkvæmd kosninganna hefðu á trúverðugleika lýðræðisferilsins í Afganistan. Eftirlitsmenn leggja blessun sína yfir forsetakjörið: Kosningarnar góðar og gildar Írskir þingmenn: Þoldu ekki reykbannið ÍRLAND, AP Smiðir leggja nú loka- hönd á gerð reykingaskýlis við Leinster House, aðsetur írska þingsins. Reykingaskýlið er sett upp vegna þess að þingmönnum hefur reynst um megn að fara að lögum sem þeir settu fyrir skömmu og banna reykingar á vinnustöðum. Einn þingmaður trylltist þegar öryggisverðir bönnuðu honum að reykja í neyðarútgangi bars í þinghúsinu sem þingmenn voru vanir að reykja á áður en bannið tók gildi, síðan tók hann sig til og reykti eins og strompur í mót- mælaskyni. Fyrir það þurfti hann að gjalda með missi stöðu sinnar sem talsmaður Fine Gael í dóms- málum. ■ SKIPUN DÓMARA Utandagskrárum- ræða fer fram á Alþingi í dag um skipun hæstaréttardómara. Hefst umræðan kl. 15.30 og áætlað er að hún standi í hálfa klukkustund. EIRÍKUR JÓNSSON „Ég er allt annað en bjartsýnn.“ M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.