Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 14
FLEIRI LÍK FUNDIN Björgunar- starfsmenn í Indlandi hafa fundið 23 lík til viðbótar við þau sem þegar höfðu fundist eftir mikil óveður undanfarna daga. Þar með er ljóst að í það minnsta 123 einstaklingar hafa látið lífið í fjögurra daga óveðri sem er óvenju slæmt miðað við árstíma. Óveðrið hefur herjað á íbúa norð- austurhluta Indlands, Bangladess og Nepal. LÝSA ÁHYGGJUM AF FÖNGUM Við komu sína í opinbera heim- sókn til Kína afhenti Jacques Chirac, forseti Frakklands, kín- verskum stjórnvöldum lista með nöfnum fanga sem evrópsk stjórnvöld hafa áhyggjur af. List- inn er tekinn saman í samráði allra aðildarríkja Evrópusam- bandsins og tekur til fanga sem haldið er vegna andófs gegn stjórnvöldum. Hefð er fyrir að evrópskir leiðtogar afhendi Kín- verjum slíka lista í heimsóknum. FRESTAÐ VEGNA MENGUNAR Ekkert varð af tveimur flugsýn- ingum sem halda átti í Peking í tengslum við opinbera heimsókn Jacques Chirac Frakklandsfor- seta til landsins. Mengun í höfuð- borginni var svo mikil að íbúum var ráðlegt að halda sig innan- dyra. Mengunin dró einnig mjög úr útsýni sem var orðið svo lítið að fólk sá aðeins 200 metra frá sér. 14 11. október 2004 MÁNUDAGUR HEILSA Bólusetningar hófust í Lyfju í Smáralind í fyrradag, en Lyfja er fyrst lyfjabúða á Íslandi með slíka þjónustu. „Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð. Það biðu tíu manns við dyrnar hjá okkur þegar við opn- uðum,“ segir Þórbergur Elías- son lyfjafræðingur, sem er yfir- maður lyfjasviðs Lyfju. Hingað til hefur fólk þurft að hafa sam- band við heilsugæslustöð eða lækni til þess að fá bólusetn- ingu, og þurft að bíða allt upp í viku. „Við getum boðið upp á þetta á staðnum. Þú borgar og ferð í stutta röð og færð þjónustuna innan fárra mínútna. Með þessu erum við væntanlega að spara fyrir hið opinbera, og þó þetta sé aðeins dýrara fyrir einstakling- inn þá er aðgengið mun betra.” - gb KYNNA SÉR MÁLSTAÐ KENNARA Sveinn Gunnlaugsson, Kári Sigurðsson, Höskuldur Pétur Halldórsson og Ívar Kristleifsson, nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík. VERKFALL Félagar í Menntaskólan- um í Reykjavík kynntu sér mál- stað kennara í verkfallsmiðstöð þeirra í gær. MR-ingarnir stóðu á Austurvelli við mótmæli um- hyggjusamra foreldra. Þeir sögðust ekki geta hugsað sér að starfa á launum kennara eftir þriggja ára háskólanám. Sveinn Gunnlaugsson sagði launin þó ekki endilega ósanngjörn: „Þessi laun eru léleg en þess má til gamans geta að þriggja ára nám í Kennaraháskólanum er ekki jafn erfitt og annað þriggja ára háskólanám.“ Undir það tekur Kári Sigurðsson: „Þetta er sama námið og var þegar Kennarahá- skólinn var ekki háskóli.“ - gag UMHVERFISMÁL Álögur hins opin- bera ýta undir kaup á stórum og eyðslufrekum bílum en álögur á litla og sparneytna bíla hafa ekkert breyst undanfarinn ára- tug. Þetta kom fram í erindi Tinnu Finnbogadóttur, nema við Við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn, á fundi Landverndar þar sem fjallað var um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Tæpur þriðjungur af losun koltvísýrings hér á landi kemur frá samgöngum. Hlutur bíla með stórar vélar hefur aukist umtalsvert á undan- förnum fjórum árum. Árið 1993 var hlutur þeirra rúmlega fimmt- án prósent en hafði hækkað í 25 prósent tíu árum síðar. Þá hafa eyðslufrekir pallbílar, sem fjölgar ört hér á landi, verið flokkaðar sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar. Tinna segir að sölumaður sem hún ræddi við hafi sagt að pallbílar yrðu nánast óseljanlegir ef þessu væri ekki þannig háttað. Hann fullyrti líka að bílarnir væru flestir notaðir sem fjölskyldubílar. Þetta er mikið áhyggjuefni frá umhverfis- sjónarmiði, að sögn Tinnu. - ghg Við hjá PBS International höfum þjónustað söluaðila í Danmörku í yfir 20 ár. Við stundum færsluhirðingu á stærstu alþjóðlegu greiðslukortunum í Danmörku og fyrir söluaðila um alla Evrópu og nú einnig á Íslandi, í samstarfi við Kortaþjónustuna ehf. Sveigjanlegar lausnir Við bjóðum söluaðilum öruggar og traustar lausnir í greiðslukortauppgjörum, hvort sem greitt er í gegnum POSa eða Internet. Við bjóðum alþjóðlegan kortasamning með örum greiðslum og á samkeppnishæfum kjörum. Einn samningur er allt sem þarf Söluaðili gerir aðeins einn samning til að geta tekið við greiðslum með Eurocard/MasterCard, Visa, Visa Electron og JCB kortum. Fáðu frekari upplýsingar um móttöku og uppgjör alþjóðlegra greiðslukorta hjá samstarfsaðila okkar Kortaþjónustunni í síma 5588000 eða á www.korta.is Einn samningur um kortin www.pbs-payments.com PB S In te rn at io na l A /S , C V R -n r. 41 13 61 11 / Lo w e ‘Kortaþjónustan er vi∂urkenndur fulltrúi fyrir PBS International A/S’ KLERKUR BORINN TIL GRAFAR Mannfjöldi fylgdi tveimur klerkum súnní- múslima til grafar í pakistönsku borginni Karachi í gær, degi eftir að þeir voru myrt- ir, að því er talið er af sjía-múslimum. BÓLUSETNING Í LYFJU Margrét Vikar Guðmundsdóttir fær bólusetningu hjá Guðrúnu Bjarnadóttur hjúkrunarfræð- ingi í Lyfju í Smáralind, sem byrjaði um helgina á því að bjóða upp á bólusetningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Nýbreytni í lyfjabúð: Bjóða bólusetningu í búðinni ■ ASÍA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Kynna sér málstað kennara: Námið auðveldara PALLBÍLL Flokkaður sem atvinnubifreið hér á landi og ber þess vegna lægra vörugjald. Væri nær óseljanlegur annars. Bensínnotkun: Bensínhákar fá meðlag Gert ráð fyrir Kabúl í fjárlögum: Ekkert enn verið ákveðið STJÓRNMÁL Fjárveiting til starf- rækslu alþjóðaflugvallarins í Kabúl miðar við að Íslendingar reki hann allt næsta ár, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi. „Íslenska friðargæslan hefur skuldbundið sig til að vera þar til 1. júní 2005 en endanleg ákvörðun um framhald liggur enn ekki fyrir,“ segir Þorbjörn Jóns- son sendiráðunautur . Gert er ráð fyrir 330 milljóna króna kostnaði við verkefnið á næsta ári, að því gefnu að það haldi áfram allt árið. - ás

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.