Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 24
24 11. október 2004 MÁNUDAGUR [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] HÓPBÍLABIKAR KARLA HANDBOLTI Haukar fengu Kiel frá Þýskalandi í heimsókn í Meistara- deild Evrópu í handknattleik í gær. Í röðum Kiel eru m.a. lands- liðsmenn frá Svíþjóð og Þýska- landi og hefur liðið orðið þýskur meistari sjö sinnum á síðustu tíu árum. Það var því vitað að leikur- inn yrði erfiður fyrir heimamenn en gæti engu að síður orðið góð reynsla fyrir lið Hafnfirðinga. Leikurinn fór í gang af miklum krafti og var greinilegt að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir byrjuðu betur, komu en leikurinn jafnaðist um tíma út og var þá jafnt á flestum tölum. Í stöðunni 10-10 skoruðu leik- menn Kiel fjögur mörk í röð og voru Haukamenn óheppnir í sókn- inni. Þeir nýttu ekki upplögð færi auk þess sem að skotvalið hefði oft mátt vera betra. Stórleikur Birkis Ívars Guðmundssonar í fyrri hálfleik bjargaði Haukum frá enn meira forskoti en hann varði 12 skot í hálfleiknum. Halldór Ingólfsson var drjúg- ur í fyrri hálfleik, nýtti öll víti sín og skoraði 4 mörk. Haukar réðu lítið við Johan Petterson sem nýtti öll fimm skot sín í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 16-12, gestun- um í vil. Lið Hauka mætti vel stemmt í byrjun seinni hálfleiks og náði að minnka muninn í eitt mark 17-18. Eftir það kom góður kafli hjá Kiel þar sem Haukar réðu lítið við vel smurða sókn gestanna sem gengu á lagið og skoruðu fjögur mörk í röð. Eftir það var ekki aftur snúið fyrir Haukanna enda munurinn á liðunum þó nokkur. Þá gerðu leik- menn Haukaliðsins sig seka um byrjendamistök, fengu t.a.m. dæmd á sig skref í tvígang og það er ekki hægt að leyfa sér gegn eins sterku liði og Kiel. Gestirnir léku ýmist 6-0 eða 4-2 vörn sem virtist oft slá Haukanna út af laginu. Christian Zeitz var bestur í liði Kiel og þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem hann nýtti færi sín vel. Johan Petterson, sem var bestur í liði gestanna í fyrri hálf- leik, átti dapran seinni hálfleik og misnotaði öll fjögur skot sín. Það kom þó ekki að sök í vel mönnuðu liði Kiel sem vann öruggan sigur, 35-28. Vignir Svavarsson trjóndi eins og klettur í vörn Haukanna en gat lítið beitt sér lengst af vegna tveggja brottvísanna og fékk þá þriðju undir lok leiksins. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 7, Andri Stefan 6, Halldór Ingólfsson 6, Vignir Svavarsson 3, Þórir Ólafsson 2, Jón Karl Björnsson 2, Gísli Jón Þórisson 1, Þorkell Magnússon 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14, Jónas Stefánsson 1/1. Mörk Kiel: Christian Zeitz 12, Adrian Wagner 5, Frode Hagen 5, Henrik Lundström 4, Johann Pettersson 4, Markus Alhm 3, Sebastian Preiss 1, Martin Boqvist 1. smari@frettabladid.is Sjö marka tap Hauka Haukar stóðu í þýska stórliðinu Kiel lengi vel í fyrri hálfleik en varð að lokum að sætta sig við sjö marka tap, 28–35, gegn þessu sterka liði. Sungu sig hása Það voru glaðværir írskir áhorfendur sem héldu heim á leið eftir leik Frakklands og Írlands sem endaði með markalausu jafn- tefli 0 - 0 á Stade de France í fyrrakvöld. Var þetta annar leikurinn í röð sem hæfi- leikaríku liði Frakka mistekst að skora en að þessu sinni má þakka það stanslausri pressu frá afar frísku írsku liði. Mátti Fabi- an Barthez hafa sig allan við gegn skyndi- sóknum Íra. Brian Kerr, þjálfari Íra, var von- svikinn með stigið. „Varnarmenn og mark- vörður Frakka urðu að hafa sig alla við til að sjá við sóknarleik okkar. En ég er mjög sáttur við stöðu liðsins í riðlinum og nú eiga „auðveldari“ leikir að vera eftir.“ Út með manninn „Það er svo sannarlega kominn tími á að sparka karlinum og þó fyrr hefði verið,“ segir Gordon McQueen, fyrr- verandi lands- liðsmaður Skota og þulur á SkyTV. Hann vandar Berta Vogts lands- liðsþjálfara Skota, ekki kveðjurnar og vill fá hann frá áður en kemur að næsta landsleik Skota á mið- vikudaginn kemur. Skotar töpuðu leik sín- um gegn Norðmönnum á heimavelli í Glasgow 0 - 1. Ítalir daufir í dálk Ítalska pressan gerði harða hríð að Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala, eftir óvæntan skell liðsins gegn Slóveníu 1 - 0. Þykja tilfær- ingar hans með liðið ekki ganga og trufl- uðu sóknar- menn Ítala vörn Slóvena óverulega allan leikinn en hafa ber í huga að Christian Vieri og Alessandro Del Piero voru báðir meiddir og spiluðu ekki með. Ítalir eru í öðru sæti í fimmta riðli á eftir Slóveníu sem eru nú efstir. Breytingar hjá Spáni Þjálfari Spánverja Luis Aragonés, hefur þegar tilkynnt breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir Litháen á miðvikudaginn kem- ur þrátt fyrir góðan 2 - 0 sigur liðsins í fyrradag á Belg- um. Munu þeir Xabi Alonso og Victor frá Depor byrja í stað Joaquín og David Albelda. Albert Luque sóknarmaður liðsins, telur spænska liðið ekki vanmeta Litháa. „Það hefur átt sér stað áður að við töpum leikjum vegna þess að við vanmet- um andstæðinginn. Einhverjir gætu haldið að slíkt ætti við um Litháa en ég fullvissa þá um að svo verður ekki,“ sagði Aragones sem virðist hafa komist þokkalega heill út úr fjölmiðlafárinu sem ríkti eftir að hann kallaði franska framherjann Thierry Henry öllum illum nöfnum. Hollendingar í rusli Þrátt fyrir að komast tvisvar yfir gegn Makedóníu gerðu sóknarsinnaðir Hollend- ingar sig tvisvar seka um lélega varnar- vinnu og það dugði Makedón- íumönn- um til að ná stigi. Fyrirfram var ekki búist við að Makedóníumenn yrðu Hollendingum mikil hindrun en annað kom á daginn og eru Hollendingar nú fimm stigum á eftir efstu liðum í sínum riðli. Marco van Basten hefur ekki byrjað þjálfaraferil sinn með hollenska landsliðið vel og þarf liðið að hysja upp um sig bux- urnar ef ekki á illa að fara í þessari undankeppni. Valur–Snæfell 70–99 Valur: Gylfi Már Geirsson 18, Matthías Ásgeirsson 12, Aðalsteinn Pálsson 11, Leifur Árnason 8, Atli Antonsson 6, Kjartan Sigurðsson 6, Ágúst Jensson 6, Gjorgji Dzolev 2, Kolbeinn Soffíuson 1. Snæfell: Desmond Peoples 32 (14 frák.), Magni Hafsteinsson 18 (16 frák.), Pierre Green 14, Bjarne Ó. Nielsen 10, Sigurður Þorvaldsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Gunnar M. Getsson 4, Hlynur Bæringsson 3, Guðlaugur Gunnarsson 2, Gunnlaugur Smárason 2, Sveinn A. Davíðsson 2. Þór Þorlákshöfn–Njarðvík 61–96 Breiðablik–Grindavík 76–108 Breiðablik: Jónas Ólason 24, Ágúst Angantýsson 12, Loftur Einarsson 11, Ólafur Hrafn Guðnason 9, Einar Hannesson 8, Þórarinn Örn Andrésson 8. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 21, Darrell Lewis 21, Justin Miller 21, Morten Szmiedowicz 16, Ármann Vilbergsson 6, Jóhann Ólafsson 6. ÍR–Hamar/Selfoss 96–83 ÍR: Grant Davis 24 (17 frák.), Eiríkur Önundarson 18, Ólafur Sigurðsson 12, Ólafur Þórisson 11, Danny McCall 11, Sveinbjörn Claesen 10. Hamar/Selfoss: Chris Woods 22, Damon Daley 18, Marvin Valdimarsson 16, Svavar Pálsson 12, Ragnar Gylfason 8. KFÍ–KR 85–119 Fjölnir-Haukar 89–91 Fjölnir: Jeb Ivey 26 (6 stoðs.), Darrell Flake 19 (15 frák.), Nemanja Sovic 19 (7 frák.), Brynjar Kristófersson 7, Pálmar Ragnarsson 7. Haukar: Mirko Virijevic 23 (7 frák.), John Waller 17 (10 frák., 8 stoðs.), Kristinn Jónasson 12, Sævar Ingi Haraldsson 10. Skallagrímur–Tindastóll 119–74 Skallagrímur: Zovan Zdravevski 33, Clifton Cook 30 (12 stoðs., 9 frák.), Egill Örn Egilsson 18, Hafþór Ingi Gunnarsson 1, Jón Þ. Jónasson 11. Tindastóll: Nikola Cvjetkovic 27, Svavar Birgisson 23, Axel Kárason 18. FÖGNUÐUR Í HVERJUM LEIK Liði Barcelona hefur gengið allt í haginn á þessu tímabili og segir þjálfarinn að það helgist af miklum samhug og samvinnu innan liðsins. Frank Rijkaard: Meiðsli engin afsökun FÓTBOLTI „Það allra mikilvægasta í mínu starfi fyrir svo stórt og virt félag er að skapa þá vinnuaðstöðu sem þarf til að einstaklingarnir nái fram sínu besta;“ segir Hollendingurinn Frank Rijkaard í viðtali við spænskt dagblað þegar hans álits var leitað á góðu gengi liðsins á þessari leiktíð. Rijkaard segir að í sínum huga séu samvinna og samhugur gríð- arlega mikilvæg innan hvers liðs og það sé það sem hann reyni að ná fram hjá hverjum og einum. „Við höfum verið heppnir með að þeir nýju leikmenn sem liðið fékk fyrir leiktíðina gerðu sér allir grein fyrir þessu og hafa því ekki átt í erfiðleikum með að aðlagast nýjum meðspilurum eins og oft er raunin.“ Frekari leikmannakaup standa ekki fyrir dyrum hjá Barcelona þrátt fyrir að meiðsl hafi sett strik í reikning Rijkaards það sem af er tímabilinu. Hann stendur hins vegar fast á því að meiðsl leikmanna verði ekki tilefni til afsakana eins og raunin varð á síðasta tímabili. ■ GÍSLI JÓN Í GEGN Haukamaðurinn Gísli Jón Þórisson sést hér brjótast í gegnum vörn Kiel í leiknum í gær. Sænski landsliðsmaðurinn Stefan Lövgren: Haukar eiga fullt erindi í þessa keppni HANDBOLTI „Þetta var erfiður leik- ur. Haukamenn eru með gott lið og þeir eiga fullt erindi í þessa keppni. Þeir eru betri en mörg þau lið sem við erum að mæta í þýsku deildinni. Miðað við þennan leik ættum við að eiga góða mögu- leika og ég er bjartsýnn á fram- haldið,“ sagði Stefan Lövgren, leikmaður Kiel. Of stórt tap „Ég er ekki sáttur enda er þetta tap allt of stórt.Við klikkuðum á dauðafærum og fáum á okkur of mörg mörk sem við hefð- um hæglega getað stöðvað. Ef við hefðum leikið eftir okkar eðlilegu getu þá hefði tapið ekki orðið svona stórt,“ sagði Vignir Svavarsson, leikmaður Hauka. Vorum fullstressaðir „Við vorum ekki að spila illa en við kláruðum ekki dauðafærin nógu vel. Við vorum full-stress- aðir og klúðruðum á mörgum víg- stöðum. Ég er nokkuð viss um það að værum við að spila í deildinni eins og við spiluðum í kvöld, þá væri okkur að ganga betur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hauka- maður. Stigsmunur „Maður verður að taka þátt í leiknum þó það sé ekki 100% möguleikar á sigri. Maður getur ekki horft á leikinn í einhverri taugaveiklun. Við áttum miklu meira skilið miðað við hvernig við lékum. Við gerðum samt of mörk tæknileg mistök, misstum boltann í hendurnar á þeim og það er of dýrt á móti svona sterku liði. Þetta lýsir muninum á liðunum því það er stigsmunur á getu og hæfileikum,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka. ■ ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Sést hér skora eitt af sjö mörkum sínum í leiknum gegn Kiel í gærkvöld án þess að sænski hornamaðurinn Johann Pettersson komi nokkrum vörnum við. Fréttablaðið/Palli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.