Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 11. október 2004 ■ FÓLK ÞITT VERÐ 149 KR? Í VINNING ER: Van Helsing á DVD - Van Helsing teiknimyndin DVD & VHS myndir - Tölvuleikir Ofl. Sendu SMS skeytið BTC VAN á númerið 1900 og þú gætir unnið. teiknimyndin Van Helsing London Assignment Fylgir á meðan birgðir endast Frábær ævintýramynd sem er blönduð góðum hasar og hörku spennu. Hugh Jackman (X-MEN) og Kate Beckinsale (Underworld) fara með helstu hlutverk í þessari stórmynd. KOMIN Á DVD FYLGIR 2.599 27 NAOMI CAMPELL Sýndi kjól hannaðan af Karl Lagerfeld fyrir vor- og sumarlínu Chanel 2005 í París nú á föstudaginn. AP M YN D COURTNEY LOVE Rokkekkjan þarf að mæta fyrir dómara sem sker úr um hvort hún þurfi að mæta fyrir dómstóla. Rokkekkjan fyrir rétt Courtney Love, ekkja Kurts Cobain, þarf að mæta fyrir dóm- ara í Los Angeles þann 27. þessa mánaðar vegna gruns um líkams- árás. Þegar Courtney mætir fyrir réttinn mun dómari fara yfir sönnunargögn varðandi atvik sem átti sér stað í apríl. Courtney er sökuð um að hafa ráðist á konu vopnuð flösku og vasaljósi. Þegar dómarinn hefur farið yfir öll gögn málsins mun hann ákveða hvort réttað verði í málinu eður ei. Courtney er alls kostar ósátt við kviðdóminn sem þegar hefur verið skipaður. „Það voru bara hvítar stelpur í kviðdóminum,“ sagði Courtney í samtali við NME. „Þetta er fáránlegt. Er ekki hægt að redda þeim vinnu?“ Courtney hefur verið iðin við að koma sér í vandræði síðustu ár og hefur margoft verið sökuð um ofbeldi. Hún á við drykkju- og eiturlyfjavandamál að stríða en hefur verið að reyna að koma sér á beinu brautina. Hún æfir nú stíft með hljómsveit sinni The Chelsea fyrir tónleikaferðalag um vesturströnd Bandaríkjanna sem hefst síðar í mánuðinum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.