Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 30
30 11. október 2004 MÁNUDAGUR GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND KL. 4 kr. 450 M/ÍSLENSKU TALI FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE SÝND kl. 8 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.15 HHH Ó.Ö.H DV SÝND kl. 5.45 - 8 og 10.15 B.I. 14 FRÁBÆR SKEMMTUN PRINCESS DIARIES 2 kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 HAROLD AND KUMAR kl. 8 B.I. 14 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 4 M/ÍSL.TALI SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL.TALI COLLATERAL kl. 8 - 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.50 - 8 og 10.10 SÝND kl. 3.50 og 6 SÝND kl. 6 - 8 - 10.20 B.I. 16 WICKER PARK kl. 10.10 B.I. 12 SÝND kl. 5.40 - 8 og 10.20 MYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. HHH Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist" Bubbi Morthens (tilvitnun) Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens , f, í ... li t i rt (til it ) il lj r til t i rt Sýnd kl. 5.50 - 8 og 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“, „Love Actually“ og „Notting Hill“ HHHM.M.J.kvikmyndir.com „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu.“ Sýnd kl. 5.50 - 8 - 10.10 Sýnd í Lúxus VIP kl. 3.30 - 5.50 - 8 - 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“, „Love Actually“ og „Notting Hill“ HHHM.M.J.kvikmyndir.com „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu.“ Verðlauna stuttmyndin af Nordisk Panorama, „Síðasti Bærinn“ sýnd á undan myndinni. Before Sunset Sýnd kl. 6 og 8 Man on Fire Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára FRÉTTIR AF FÓLKI ■ FÓLK „Ef Astrid Lindgren væri á lífi myndi hún skrifa svona leikrit“ Rás 2. VERKFALLSSÝNING: fimmtud. 14/10 kl. 14:00. Örfá sæti laus. Sun. 17/10 kl. 14 Sýnt í Loftkastalanum Miðasala í síma 552 3000 NÝTT HEIMILISFANG NÝTT Ýmis tilboð í gangi Föndur og rit Þverholti 7 270 Mosfellsbæ s 5666166 Nýtt heimilisfang Föndur og rit flytja í dag á nýjan stað Sean Tillman er 26 ára flippari frá Minnesota. Hann er betur þekkt- ur sem Har Mar Superstar og er að sigra heiminn með grúví tón- list og skemmtilegu útliti. Lögin eru grípandi blanda af funki, R&B og raftónlist og drengnum hefur verið líkt við ekki verri menn en Jamiroquai og Prince. Það er erfitt að gera upp við sig hvort tónlistin er ótrúlega hallærisleg eða gífurlega svöl en sennilega fer hún hringinn í hallærisleika sínum og verður kúl. Hann er líka með ótrúlega sykursæta rödd sem minnir helst á Stevie Wonder eða Cody Chestnutt. Diskurinn hans nýi, The Handler, er kominn út í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu og virðist einungis fá toppdóma. Sumir dómar segja kauða vera algjöra vítamín- sprautu inn í funkheiminn. Þrátt fyrir þessar góður viðtökur og þá staðreynd að hann hefur komið fram með listamönnum á borð við The Yeah Yeah Yeah’s, söng- konunni Peaches, Ash og The Raveonettes er hann lítið sem ekkert þekktur hér á landi. Har Mar er afar kaldhæðinn og mikill húmoristi og gerir aðallega út á hallærislegt útlit sitt. Hann minnir helst á Ron Jeremy á slæmum degi með há kollvik, rytjulegt dökkt hár, bumbuna út í loftið og hikar ekki við að sýna góða rassaskoru upp úr buxunum. Hann er því kærkomin tilbreyting í poppheiminum þar sem allt virðist snúast um fullkominn lík- ama og nýjustu tísku. Lögin eru afar sexí og textarnir snúast aðal- lega um kynlíf og konur. Fróðir segja að það sé engu líkt að fara á tónleika með Har Mar sem virðist hafa það fyrir reglu að enda striplandi á nærbuxunum og tekur oftar en ekki breik session í lokin. Hann er þekktur fyrir að stela senunni frá öðrum frægari böndum og til dæmis hoppaði hann eitt sinn upp á svið hjá hljómsveitinni Ash, tók kyn- æsandi strippdans og hljóp að lok- um berrassaður út af sviðinu. Ekki voru borgaryfirvöld í London ánægð þegar þau heyrðu af plakati hans út um allan bæ þar sem hann ásamt tveimur gellum sáust einungis á g-streng og með bleikar stjörnur á geirvörtunum sem þótti afar gróft. „Mér skilst að borgaryfirvöldum hafi ekki líkað að ég faldi geirvörtur kvennanna með bleikum stjörnu- límmiðum. Því er ekkert við þessu að gera en að endurgera plakatið án stjarnanna,“ sagði þá Har Mar og hló. Platan hans er ekki enn komin út hér á landi en vonandi er ekki langt í að tónlistarbúðirnar og jafnvel tónleikahaldarar taki við sér og flytji heitasta og kynþokkafyllsta furðufugl heims sem fyrst hingað á kaldan klakann. hilda@frettabladid.is Jordan tókst að hneyksla unnustasinn, Peter Andre, þegar þau voru að skemmta sér á næturklúbbi í London. Fyrirsætan hafði lofað að breyta sér í hina hátt- virtu Katie Price, sem hún heitir í raun og veru. Það var þó alt- eregóið Jordan sem braust fram þegar hún lyfti upp pilsfaldinum fyrir blaðaljósmynd- ara þannig að orðið Peter blasti við öllum, ísaumað á bleiku nærbux- urnar hennar. Fyrsta kærasta Dav-ids Beckham, Claire Pankhurst sagði breska blaðinu Daily Mirror að hann hefði kysst mjög vel, en henni líkaði ekki við tattúin hans. Þau voru saman fyrir þrett- án árum, þegar hann var 16 og hún 15. Þau voru bæði nemendur við Chingford skólann í Essex í Bretlandi. Leikstjórinn Robert Altman hefursagt að hann vilji fá George Cloo- ney til að leika aðalhlutverkið í nýj- ustu mynd sinni sem byggist á út- varpsþættinum A Prairie Home Companion með Garrison Keillor. Hann sagði að Clooney hafi gefið vilyrði fyrir því að leika í mynd- inni ef tímasetning á tökum henti hon- um. Altman sagði einnig að Meryl Streep, Lily Tomlin, Lyle Lovett og Tom Waits muni koma fram í mynd- inni. Leikarinn angurværi Johnny Depper sagður munu leika aðalhlut- verkið og leikstýra mynd um mann sem flýr til Indlands eftir að hafa flúið úr fangelsi. Mynd- in, Shantraram, er byggð á metsölubók Gregory David Ro- berts og á að gerast á 9. áratugnum. Að- alpersónan, Lin fer að starfa fyrir mafí- una í Bombay, berst í Afganistan, berst við eiturlyfjafíkn og að sjálfsögðu verður hann ástfanginn. Leikkonan Gwyneth Paltrow hefurheitið því að skipta sér ekki af Coldplay, hljómsveit eiginmanns síns Chris Martin. Vill hún ekki verða stimpluð sem næsta Yoko Ono, en hún hefur verið sökuð um að hafa stuðlað að endalokum Bítlanna á sínum tíma. Paltrow þykir góð söngkona og margir spyrja hana hvort hún vilji ekki syngja dúett með eig inmanninum. Hún hefur ekki áhuga á því og vill ekki verða þekkt sem konan sem eyðilagði Coldplay. ■ TÓLNIST Svo hallærislegur að hann er svalur THE HANDLER er þriðji diskur hans og er uppfullur af djúsí og dansvænu efni. SEAN TILLMAN eins og hann heitir raun- verulega hefur meðal annars komið fram í myndinni Starsky & Hutch. HAR MAR SUPERSTAR er þekktur fyrir hallærislegt útlit sitt en fönkí og grípandi tónlist. Skilnaður Brian McFadden, fyrr- um söngvara Westlife og konu hans Kerry, fyrrum söngkonu At- omic Kitten mun fara fram í Ír- landi. Sagt er að hann vilji að skilnaðurinn verði tekinn fyrir í réttarsölum þar því þá geti Kerry ekki krafist hluta af þeim tekjum sem Brian muni afla sér í fram- tíðinni. Þau eiga tvö börn saman, Mollie sem er þriggja ára og Lilly Sue, 18 mánaða. Þær munu dvelja hjá móður sinni. Skilnaðarmálið verður tekið fyrir á næsta ári. ■ Írskur poppskilnaður Law í leikhúsið Breski leikarinn og hjartaknús- arinn Jude Law ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndaleik í Hollywood og snúa sér þess í stað að leikhúslífinu í London. Law hefur áhuga á að fara með aðal- hlutverkið í leikritinu sí- gilda Hamlet e f t i r Shakespeare sem á að sýna í takmarkaðan tíma á næsta ári. Þess má geta að fyrir tveimur árum fékk Law góða dóma fyrir hlut- verk sitt í leikritinu Doctor Faustus eftir Christopher Mar- lowe. ■ ■ KVIKMYNDIR JUDE LAW Jude Law vill spreyta sig í leikhúsinu og hvíla sig á kvikmyndaleik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.