Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.10.2004, Blaðsíða 36
BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Með hjálm á höfði Miðað við hvað ríkisstjórninokkar er herská og áhugasöm um að eiga aðild að sprengingum í fjarlægum heimshornum er skilj- anlegt að samgönguráðherrann okkar skuli vera orðinn leiður á því að birtast sífellt á ljósmyndum með skæri eins og gömul sauma- kona og búinn að setja upp hjálm og farinn að sprengja í staðinn. ÞAÐ ER ÓLÍKT karlmannlegra að sjást á myndum með hjálm á höfði í reykjarbólstrum frá dínamítsprengjum og grjótregni og adrenalínglampa í augum held- ur en með kakóskegg og sultutau í munnvikunum uppþembdur af rjómatertum og pönnukökum í boði kvenfélagsins sargandi sund- ur borða í fánalitunum með bit- lausum skærum í slagveðurs roki og rigningu. JÓMFRÚRSPRENGING Sturlu Böðvarssonar þegar hann sprengdi með eigin hendi síðasta haftið í Al- mannaskarðsgöngunum tókst afar vel. Það er táknrænt fyrir ákafa ráðherrans og eldmóð að hann setti sprenginguna af stað 13 mínútum á undan áætlun svo að karlarnir sem voru að vinna hinum megin í göng- unum urðu skíthræddir og köstuðu sér til jarðar. Þegar þeir komust svo til sjálfs sín eftir sprenginguna beið þeirra mikilfengleg sjón: Síð- asta haftið var rofið, ljós úr suðri flæddi gegnum göngin og gegnum eldglæringar og reyk birtist Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og hafði afmeyjað sjálfa fjallkonuna. ÞAÐ VERÐUR ERFITT fyrir aðra ráðherra í ríkisstjórninni að toppa þetta afrek samgönguráð- herrans og sanna karlmennsku sína, nema kannski utanríkisráð- herrann fái að sprengja síðustu sprengjuna sem nauðsynlegt verð- ur að sprengja til eflingar lýðræðis í síðustu 5 hreppunum í Írak eða Afganistan. Það er helst dóms- málaráðherrann sem gegnir emb- ætti sem eitthvert púður er í, verandi hæstráðandi til sjós og lands yfir fallstykkjum landhelgis- gæslu og vígtólum víkingasveitar. Aðrir ráðherrar hafa eðli málsins samkvæmt því miður takmarkaðan aðgang að sprengiefni. Þó er aldrei að vita nema þeim detti eitthvað skemmtilegt í hug. Sturla er ekki eini snillingurinn í stjórninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.