Fréttablaðið - 12.10.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 12.10.2004, Síða 1
SÉRBLAÐ UM LANDSLEIK ÍSLENDINGA OG SVÍA Í miðju Fréttablaðsins í dag ● landsleikur við svía Eiður Smári Guðjohnsen: ▲ Sérblað Skuldum þjóðinni að gera betur ● í samstarfi Góðlátlegt grín: ▲ SÍÐA 34 70 mínútur og Quarashi ● á gauknum Rafsveppurinn: ▲ SÍÐA 28 Brain Police heldur hlustunarpartí MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMUSAMT Á LANDINU Tals- verð rigning sunnan og vestan og skúrir fyrir norðan og austan. Hvessir síðdegis á Vestfjörðum. Milt í veðri. Sjá síðu 6 12. október 2004 – 279. tölublað – 4. árgangur ● heilsa Allir velkomnir Sundkórinn: BANKI STEFNIR VÉLABORG KB banki stefnir fyrrum eigendum Véla og þjónustu. Eigendurnir hafa stofnað nýtt fyrir- tæki og keppa við bankann um umboðin sem losnuðu við gjaldþrotið. Sjá síðu 2 AFVOPNUN Í ÍRAK Gert hefur verið samkomulag við uppreisnarmenn sjía- klerksins Muqtada al-Sadr. Tugir sprengju- varpa, sprengiefni og byssur hafa verið af- hent íröskum stjórnvöldum í Sadr-borg. Sjá síðu 4 EIGENDUR EFNIS ÓFUNDNIR Rúmlega tvítugur Lithái var dæmdur í fjórt- án mánaða fangelsi eftir að hann var tek- inn með tæp þrjú hundruð grömm af kókaíni í líkamanum. Hann er talinn vera burðardýr. Eigendur efnisins eru ófundnir. Sjá síðu 6 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 VIÐSKIPTI Ævintýraleg hækkun ís- lenskra hlutabréfa undanfarin misseri er nánast einsdæmi. Úr- valsvísitala Kauphallar Íslands hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Vísitalan hefur hækkað um 88 prósent það sem af er ári. Hækk- un hennar frá 8. október 2003 til sömu dagsetningar í ár er 114 pró- sent. Sérfræðingar greiningardeilda bankanna eru sammála um að verð hlutabréfa sé hátt og að áhættan af hlutabréfakaupum fari vaxandi. Þrátt fyrir þetta halda bréfin áfram að hækka og fjár- festar halda áfram að kaupa. Markaðurinn einkennist af fögnuði yfir góðum fréttum og spákaupmennsku. Fjárfestar treysta á að næsti maður sé tilbú- inn að kaupa fyrir hærra verð á morgun en greitt var fyrir í gær. Ekki er hægt að spá fyrir um hvernig markaðurinn leiðrétti sig gagnvart miklum hækkunum að undanförnu. Snörp lækkun er ekki í sjónmáli, en afar litlar líkur á að hlutabréf hækki með sama hætti og verið hefur undanfarin miss- eri. sjá síðu 18 Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar VERKFALL „Ef ríkisstjórninni kemur ekki við hvað er að gerast í skólum landsins þá legg ég til að mennta- málaráðuneytið verði lagt niður og það strax,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Ís- lands. Sorglegt sé að heyra ráð- herra lýsa því yfir að þeim komi verkfall kennara ekki við. Hátt á annað þúsund kennara mætti á baráttufund kennarafé- laga höfuðborgarsvæðisins í Há- skólabíói í gær. Á fundinum greindu forystumenn frá stöðu samningaviðræðnanna við sveit- arfélögin, en þær eru í hnút. Finnbogi Sigurðsson sagði full- trúa launanefndar sveitarfélag- anna gera sér vonir um að loka samningi á sömu launahækkunum og samið var um við ASÍ-félögin fyrr á þessu ári: „Með öðrum orðum á að reyna að troða okkur í sama pokann þó löngu sé ljóst að forsendur þeirra samninga eru brostnar.“ Finnbogi segir kennara hafa verið knúna eftir margra mánaða samningaviðræður að leggja nið- ur störf. „Þetta gerðum við ekki að gamni okkar, heldur vegna þess að lítið sem ekkert hefur verið komið til móts við sanngjarnar og hófstilltar kröfur okkar. [...] Skila- boð okkar til launanefndar sveit- arfélaganna eru einfaldlega þessi: Farið nú heim í baklandið ykkar og sækið meiri peninga.“ - gag Farið og sækið meiri peninga Forysta kennara neitar að samþykkja samninga á brostnum forsendum. Sorglegt sé að ríkisstjórnin segi sér ekki koma við hvað gerist í grunn- skólunum. Hátt í tvö þúsund kennarar mættu á fund kennarafélaga. Ísraelsþing sett: Öskruðu á Sharon ÍSRAEL, AP Harðlínuþingmenn köll- uðu ókvæðisorð að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og þing- menn samþykktu ályktun þar sem þeir höfnuðu málflutningi hans en hann hélt fast í þá stefnu sína að rýma byggðir landtökumanna á Gaza áður en ár er liðið. Sharon sætti mikilli gagnrýni á setningardegi ísraelska þingsins í gær en stjórn hans hélt þó velli þeg- ar tvær vantrauststillögur á hana voru bornar fram í þinginu. Sharon sagðist ætla að leggja tillögu sína um brotthvarf frá Gaza fyrir þing- ið til samþykktar 25. október og frumvarp um bætur til handa land- tökumönnum eftir það. ■ Stöðugt met í Kauphöllinni: Hlutabréfamarkaður á háflugi Herskipin fara í nótt HERSKIP Enn eru eftir skip úr rúss- neska flotanum fyrir norðaustan land. Herskipið Pétur mikli held- ur væntanlega á brott í nótt, ef marka má orð skipherrans við Landhelgisgæsluna í gærdag, þegar hann sagðist ætla af stað eftir 36 tíma. Landhelgisgæslan hefur fylgst með rússnesku herskipunum frá 29. september. „Á sunnudags- morguninn lét skipherrann á flug- móðurskipinu Kuznetsov aðmíráli skipherrann á varðskipinu Tý vita að skipin færu af svæðinu eftir 24 tíma. Átta tímum síðar hélt flug- móðurskipið á brott. Tvö önnur skip héldu af svæðinu í morg- un.ÝEftir varð herskipið Pétur mikli, eitt birgðaskip og tvö drátt- arskip,“ segir Gæslan. Sjá síðu 10 KONUR OG LEIKHÚS Milli klukkan tólf og eitt í dag flytur Karen Theodórsdótt- ir mannfræðingur fyrirlesturinn „Kynja- heimur leikhúsanna“ um stöðu íslenskra kvenleikstjóra. Fyrirlesturinn fer fram í Há- skóla Íslands í stofu 101 í Lögbergi. ARIEL SHARON Vill hefja brotthvarf frá Gaza næsta sumar og ljúka því á tólf vikum. HÁTÍÐARSALUR HÁSKÓLABÍÓS TROÐFULLUR „Það verður að standa vörð um stöðugleika,“ er það sem Eiríkur Jónsson segir svar ráðamanna við launakröfum kennara. Hann spyr: „Hvaða fjandans stöðugleika? Er það stöðugleikinn í bensínverðinu? Er það stöðugleik- inn í hækkun fasteignagjalda? Er það stöðugleikinn í skólagjöldum á háskólastiginu? Það eina sem hefur verið stöðugt hér síðustu mán- uðina er veðrið.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.