Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 4
4 12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Bílvelta á Þjórsárdalsvegi: Konan komin úr öndunarvél SLYS Ekki er vitað hvað olli bíl- slysi sem varð á Þjórsárdalsvegi að morgni sunnudags en lögregl- an á Selfossi og Rannsóknar- nefnd umferðarslysa rannsaka málið. Ljóst er að bílnum var ekið út á hægri vegaröxl og svo aftur inn á veginn þar sem hann valt. Talið er að hann hafi farið fleiri en eina veltu. Tveir menn létust í slysinu, Íslendingur sem ók bílnum og farþegi sem var 35 ára Brasilíu- maður að nafni Stefan Bernard Kahn. Hann var hér á landi sem ferðamaður og var einn á ferð. Auk þeirra tveggja voru í bílnum Breti og bandarísk hjón með tvö börn sín. Móðirin var flutt alvar- lega slösuð á sjúkrahús í Reykja- vík þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna innvortis blæð- inga. Líðan hennar er nú stöðug að sögn lækna. Hún er komin úr öndunarvél og er á batavegi. Aðrir úr hópnum eru við góða heilsu. Lögreglan á Selfossi tók í gær skýrslur af þremur sem voru í bílnum en verkið klárast senni- lega ekki fyrr en í næstu viku. ■ PENINGAR Í PAKKANN „Það vant- ar einfaldlega meiri peninga í pakkann,“ segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kenn- arasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasett- ur. Ríkissáttasemjari hafi sam- band við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: „Þótt ýmislegt hafi áunnist und- anfarna daga er það engan veg- inn nóg,“ segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélag- anna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. GÁFU MILLJÓN Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilu- sjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: „Orð ylja en fé framfærir.“ Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við „óbil- gjarna, ráðalausa viðsemjendur“. ÓSÁTTIR VIÐ UMMÆLI Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birt- ist í Fréttablaðinu í Verkfallsmið- stöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskól- anum auðveldara en annað há- skólanám og lág laun því réttlæt- anleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: „Þeim finnst væntanlega töff að láta svona.“ STYÐJA KENNARA Flugumferðar- stjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. „Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mik- ilvæga starf kennara. Helsta for- senda slíks er að grunnskóla- kennarar búi við mannsæmandi kjör,“ segir í yfirlýsingu flugum- ferðastjóra. - gag ■ 22. DAGUR VERKFALLS ■ ASÍA Stóð Spaugstofan undir vænting- um á laugardaginn? Spurning dagsins í dag: Á að banna reykingar á kaffihúsum og skemmtistöðum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 45,8% 54,2% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun TÓMLEGT UM AÐ LITAST Þessi olíustöð í Abuja, líkt og margar fleiri í Nígeríu, var lokuð í gær vegna verkfallsins. Verkfall: Höfuðborg í lamasessi NÍGERÍA, AP Olíuframleiðsla Níger- íu hélst óbreytt en athafnalíf í höf- uðborginni Lagos var í lamasessi í gær á upphafsdegi fjögurra daga verkfalls. Tilgangur verkalýðs- félaga með verkfallinu er að knýja á um að bensínhækkun á innanlandsmarkaði verði dregin til baka. „Verkfallið er hafið, Nígeríu- búar hafa sameinast um það,“ sagði Owei Lakemfa, talsmaður stærstu verkalýðshreyfingar Nígeríu, Launþegaþingsins. Chukwuemeka Chikelu upplýs- ingaráðherra sagði hins vegar að verkfallið hefði engin áhrif á olíu- framleiðslu og undir það tóku stjórnendur olíufyrirtækja. ■ Hræðsla Breta: Óttast mest kóngulær BRETLAND, AP Það eina sem veldur hinum almenna Breta meiri ótta en hryðjuverkamenn er kónguló- in, sem þá óar við að finna skríð- andi á heimili sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Universal-kvikmyndafyrirtækið í Bretlandi. Aðspurðir hvað þeir óttuðust mest sögðust flestir Bretar óttast kóngulær öðru fremur, hryðju- verkamenn voru í öðru sæti og snákar í þriðja sæti. Lofthræðsla hrjáir nógu marga til að komast í fjórða sæti og dauðinn er í fimmta sæti yfir það sem Bretar óttast mest. ■ FRAMLEIÐA MINNA ÓPÍUM Slæmt veðurfar í Mjanmar hefur væntanlega þau áhrif að ópíum- framleiðsla í landinu dregst sam- an um helming í ár, samkvæmt úttekt Sameinuðu þjóðanna. Ann- að sem einnig hefur áhrif á minni framleiðslu er aðgerðir lögreglu og vitundarvakning meðal almennings. ÍRAK, AP Uppreisnarmenn sjía- klerksins Muqtada al-Sadr byrj- uðu í gær að láta af hendi vopn samkvæmt samningi sem þeir gerðu við írösk stjórnvöld á sunnudaginn. Búist er við því að uppreisnar- mennirnir í Sadr-borg, í norður- hluta Bagdad, muni á næstu fimm dögum láta af hendi fjölda vopna og er vonast til þess að það bindi enda á sex mánaða óöld á svæðinu. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem kom í óvænta heimsókn til Íraks, segir að samkvæmt sam- komulaginu muni írösk stjórn- völd láta lausa úr fangelsi liðs- menn sjía-klerksins. Í staðinn láti uppreisnarmennirnir af hendi vopn og fá greiðslu fyrir þau. Þá felist einnig í samkomu- laginu að stjórnvöld veiti um 30 milljörðum króna til uppbygg- ingar í Sadr-borg. Tekið er á móti vopnum við þrjár lögreglustöðvar og hefur þegar nokkur fjöldi vopna verið afhentur yfirvöldum, m.a. tugir sprengjuvarpna, sprengiefni og hríðskotabyssur. Fréttamaður AP varð vitni að því þegar tvítugur maður kom með tvær sprengjuvörpur á eina lögreglu- stöðina. „Guð hjálpi okkur að hér verði ekki barist meira og að friður verði í Sadr-borg,“ sagði maður- inn þegar hann afhenti vopnin. Rumsfeld fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, um kosningarnar í janúar. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag- ið við liðsmenn al-Sadr megi búast við því að ófriður muni aukast víða um landið allt þar til kosningar verða haldnar. Mikil- vægt sé hins vegar að allar tíma- áætlanir standist og kosningarn- ar verði haldnar. Verið er að undirbúa viðræður við uppreisnarmenn í Falluja sem búist er við að verði á sömu nótum og viðræðurnar við al- Sadr. Hazem Shaalan, varnar- málaráðherra Íraks, mun funda með forsvarsmönnum uppreisn- armanna í borginni sem hefur verið blóðugur vígvöllur síðan vopnahléi var aflýst í apríl. ■ FRIÐUR Í SADR-BORG Hvítar dúfur fljúga yfir lögreglustöðina í Sadr-borg. Á innfelldu myndinni má sjá grímu- klæddan uppreisnarmann taka saman vopn sem hann afhenti síðar íröskum stjórnvöldum. Uppreisnarmenn í Sadr-borg afvopnast Gert hefur verið samkomulag við uppreisnarmenn al-Sadr. Tugir sprengjuvarpa, sprengiefni og byssur hafa verið afhentar íröskum stjórnvöldum í Sadr-borg. Vonast eftir svipuðu samkomulagi í Falluja. SVEITARSTJÓRNARMÁL Allt útlit er fyrir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðis- flokksins í Skagafirði sé að springa. Samkvæmt samstarfssamningi Vinstri grænna og Sjálfstæðis- flokksins var það sett sem skil- yrði að horfið yrði frá áformum um virkjun við Villinganes. Á sveitarstjórnarfundi á fimmtu- daginn var hins vegar samþykkt að virkjunin færi til kynningar. Í kjölfarið héldu Vinstri grænir félagsfund um meirihlutasam- starfið þar sem samþykkt var ályktun þar sem skorað var á sjálfstæðismenn að standa við samkomulagið. Gísli Gunnarsson, sjálfstæðis- maður og forseti sveitarstjórnar, segir að einn af þremur sjálfstæð- ismönnum í sveitarstjórninni hafi borið fram tillöguna um virkjun- ina og greitt atkvæði með henni á fundinum á fimmtudaginn. Þar með hafi meirihlutinn fallið í málinu. „Útlitið er ekkert allt of bjart, ég viðurkenni það alveg,“ segir Gísli. Hann segir nánast útilokað að sjálfstæðismaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni skipti um skoðun og erfitt verði fyrir Vinstri græna að bakka úr þessu. Hann segist ekki vera far- inn að hugleiða myndun annars meirihluta því þótt staðan sé von- lítil sé hún ekki alveg vonlaus. ■ Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir í Skagafirði: Meirihlutasamstarfið við það að springa JEPPINN SEM VALT Talið er að hann hafi farið fleiri en eina veltu. Umferðarstofa: Breyttir betri í akstri SLYS Jeppinn sem valt á Þjórsár- dalsvegi á sunnudag með þeim afleiðingum að tveir létust var sér- útbúinn. Hópurinn sem ók honum var á leið í dagsferð í Landmanna- laugar á vegum ferðaskrifstofunn- ar This is Iceland. Samkvæmt upplýsingum hjá Umferðarstofu hefur verið gerð rannsókn á breyttum bílum og jafnvægi þeirra í akstri. Niðurstöð- ur rannsóknar stofnunarinnar benda til að þeir séu betri í akstri en óbreyttir bílar. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Selfossi hafa slys ekki verið áberandi tíðari hjá þessari tegund bíla. ■ ■ ÍRAK TVEIR GÍSLAR MYRTIR Tveir gísl- ar, annar tyrkneskur verktaki og hinn kúrdískur túlkur hans, sem voru í haldi Ansar al-Sunnah hryðjuverkahreyfingarinnar, hafa verið myrtir. Myndband sem sýnir morðið á þeim var sett á vefinn í gær, en þeir voru afhöfð- aðir. Sami hryðjuverkahópur myrti áður tólf nepalska gísla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.