Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 12. október 2004 SÓTTVARNALÆKNIR Aðeins spurning um tíma hvenær flensan stingur sér niður. Inflúensan: Fólk þyrpist í bólusetningu HEILBRIGÐISMÁL Fólk þyrpist þessa dagana í bólusetningu gegn inflú- ensu. Ekki hefur flensunnar enn orðið vart hér á landi en Haraldur Briem sóttvarnalæknir telur að- eins spurningu um tíma hvenær hún stingi sér niður. „Ég hef heyrt hjá viðkomandi aðilum að það sé mikil hreyfing á fólki núna að láta bólusetja sig,“ sagði Haraldur. Hann sagði frétt þess efnis að flensubóluefni hefði verið tekið af markaði hafa sett nokkurt strik í reikninginn. Það bóluefni hefði hins vegar aldrei verið keypt hingað. ■ VIÐURKENNA EKKI KYNSKIPTI Stjórnvöld í Kúvæt neita að breyta skráningu 27 ára mannsí þjóðskrá. Amal, sem áður hét Ahmed, gekkst undir kynskipta- aðgerð fyrir nokkru en er enn skráð sem karlmaður í þjóðskrá. Þetta veldur margvíslegum vanda, svo sem á ferðalögum og ef hún kemst í kast við lögin. HJÁLPARSTARF LAMAST Um fimm þúsund starfsmenn Palestínu- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hófu í gær verkfall til að þrýsta á um hærri laun og betri fríðindi. Með því lamaðist starfsemi skóla, matardreifingarmiðstöðva og heilsugæslustöðva í rúmlega tutt- ugu flóttamannabúðum á Vestur- bakkanum. LAUS ÚR HALDI Yamer el Hamdi er loks laus úr haldi Bandaríkja- manna, þremur árum eftir að hann var handtekinn í Afganist- an. Honum var haldið án dóms og laga þar til samkomulag náðist um lausn hans. Hann afsalar sér bandarískum ríkisborgararétti og heitir því að kæra yfirvöld ekki fyrir varðhald sitt. ■ MIÐ-AUSTURLÖND Evran: Stafsetning veldur ólgu BELGÍA, AP Evran veldur nú deilum meðal aðildarríkja Evrópusam- bandsins, ekki þó vegna þess hvern- ig hún hefur reynst heldur hvernig eigi að stafsetja nafn hennar. Þegar samkomulag náðist um að taka upp evru á sínum tíma var jafnframt samið um að hún skyldi stafsett með sama hætti í öllum löndum sem tækju hana upp. Fimm ný aðildarríki eru hins vegar ósátt við að nota orðið euro og vilja nota eigin orð svo sem evro í Slóveníu og eiro í Lettlandi. Þetta sætta hin ríkin sig ekki við og reyna embætt- ismenn aðildarríkjanna að leysa deiluna á fundi í dag. ■ UMHVERFISMÁL Koltvísýringsmeng- un í andrúmsloftinu hefur aukist mikið síðustu ár. Aukningin kem- ur mjög á óvart þar sem ekki er samhengi milli hennar og útblást- urs koltvísýrings á sama tímabili. Þetta veldur vísindamönnum áhyggjum yfir því að hlýnun jarð- ar kunni að aukast hraðar en búist hefur verið við. Bandaríski vísindamaðurinn Charles Keeling sagði í viðtali við breska blaðið The Independent að aukning koltvísýrings í andrúms- loftinu væri áhyggjuefni þar sem hún kynni að vera til marks um kaflaskipti í hlýnun jarðar. Keel- ing hefur mælt koltvísýrings- magn í andrúmsloftinu um ára- tugaskeið. Hann segir það nú hafa gerst í fyrsta skipti tvö ár í röð að koltvísýringsmagn aukist um meira en tvo hluta af milljón í andrúmsloftinu, hingað til hafi það aðeins gerst á margra ára fresti og þá í tengslum við El Nino-hafstrauminn. Nú eigi það hins vegar ekki við. Eitt af því sem Keeling telur mögulegt er að þetta sé til marks um breytingar á náttúru jarðar sem geri henni ókleift að sporna jafn vel gegn aukningu koltvísýr- ings og áður. Það geti leitt til hlýrra loftslags með aukinni hættu á þurrkum, uppskerubresti, hækkun yfirborðs sjávar og tíðari óveðrum svo dæmi séu tekin. ■ ALLT Á FLOTI Sé aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu til marks um breytt náttúrufar getur það leitt til tíðari óveðra og þar með flóða líkt og þeirra sem gerðu Japönum lífið leitt á dögunum. Koltvísýringsmagn í andrúmsloftinu eykst: Hugsanleg tímamót í hlýnun jarðar ■ BANDARÍKIN FANNST EFTIR RÚMA VIKU Sautján ára stúlka fannst mikið slösuð í flaki bíls síns átta dögum eftir að hún lenti í bílslysi. Stúlk- an þjáðist þá af vökvatapi og beinbrotum. Móðir vinkonu stúlkunnar fann hana í skógi þar sem 200 sjálfboðaliðar höfðu ekkert fundið við leit nokkrum dögum áður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.