Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 12
12 12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÁLFSTÆÐIS KRAFIST Fjöldi manns fylgdi þremur íslömskum uppreisnarmönnum til grafar í Chaloosa- þorpi í indverska hluta Kasmír og kröfðust margir göngumanna sjálfstæðis frá Ind- landi. Þremenningarnir féllu í skotbardaga við indverska hermenn. Reiknilíkan segir fyrir um hegðun fiska: Stærðfræði hjálpar fiskifræðingum SJÁVARÚTVEGUR Með stærðfræði- útreikningum á að segja til um göngur fiskistofna hér við land með nákvæmari hætti en verið hefur. Kjartan G. Magnússon stærðfræðingur kynnti á fundi Hafrannsóknastofnunarinnar fyr- ir helgi reiknilíkan sem nota á til að segja fyrir um loðnugöngur. „Það verður aldrei hægt að segja nákvæmlega fyrir um göng- urnar, en við erum að reyna að nálgast þetta þannig að hjálpað geti fiskifræðingum að sjá hlutina nákvæmar fyrir, til dæmis hvern- ig þættir á borð við hitastig og hafstrauma geta haft áhrif á ferð- ir loðnunnar,“ segir Kjartan. Verkefnið þar sem stærðfræði og fiskifræði hjálpast að hefur að sögn Kjartans verið í gangi í nokkur ár og verið styrkt meðal annars af Evrópusambandinu og Rannís. „Núna erum við að sækja um fleiri styrki til að klára þetta,“ segir hann og telur lokahnykkinn framundan. „Verkefnið er komið svo langt að okkur finnst að við eigum að fara að geta notað þetta til að hjálpa til við að spá um ferð- ir loðnunnar,“ segir hann og segir stefnt að því að taka reiknilíkanið í notkun á fyrri hluta næsta árs. - óká Ekkert verkfall hjá ráðagóðum krökkum Verkfall grunnskólakennara hefur sett daglegt líf grunnskólabarna verulega úr skorðum. Krakkarn- ir deyja þó ekki ráðalausir heldur taka sér ýmislegt fyrir hendur á meðan skólinn er lokaður. Því er nóg að gera í myndbandaleigum, sundlaugum og bókasöfnum landsins svo dæmi séu nefnd. Tugþúsundir grunnskólanema bíða eftir að kennarar þeirra semji við sveitarfélögin þannig að þeir geti komist aftur í skólann. Verkfallið hefur skapað býsna stórt tómarúm í daglegu lífi þessa hóps og því við- búið að krakkarnir reyni að fylla það rúm með einhverjum hætti. Starfsmenn sundlauga, bókasafna og myndbandaleiga hafa haft í nógu að snúast við að sinna smá- fólkinu undanfarnar þrjár vikur. Heilbrigð sál í hraustum líkama Flestir foreldrar vonast eflaust til að börnin þeirra reyni að blanda saman andlegri og líkamlegri þjálf- un eins og frekast er kostur. Það er því gleðiefni að börn og unglingar virðast sækja bæði sundlaugar og bókasöfn á meðan á verkfallinu stendur. Tinna Óðinsdóttir, starfsmaður í Árbæjarlaug, segir að aðsókn barna á grunnskólaaldri að laugun- um hafi aukist talsvert eftir að verkfallið skall á. Framan af degi eru yngri börnin meira áberandi en þegar líða tekur á fara unglingarn- ir á fætur og leggja undir sig potta og vaðlaugar staðarins. Að sögn Tinnu eru krakkarnir nánast und- antekningalaust skemmtilegir og kurteisir. Þorbjörg Karlsdóttir, bókavörð- ur á Borgarbókasafninu í Tryggva- götu, tekur í svipaðan streng. Hún segir að fyrir verkfallið hafi grunnskólanemar helst látið sjá sig síðdegis en nú komi þeir nokkuð jafnt yfir daginn og eyði þá talsverðum tíma á safninu. Margir vafra um á netinu eða leika sér í leikjatölvum sem þarna er að finna og auðvitað lesa krakkarnir eitt- hvað á meðan veru þeirra á safninu stendur. Þótt engar tölur í þessum efnum liggi fyrir er það tilfinning Þorgerðar að útlán hafi aukist nokkuð síðustu vikur. Rétt eins og börnin sem sækja sundlaugarnar eru þau sem koma í Borgarbóka- safnið „ofboðslega stillt og prúð og skemmtileg“, eins og Þorbjörg kemst að orði. Spilagleði og spólugláp Vafalaust kemur það fáum á óvart að leikjatölvur og myndbandstæki eru í mikilli notkun á mörgum heimilum þessa dagana. Óskar Guðmundsson, í Snæland videó á Ægisíðu í Reykjavík, segir að útleiga hafi aukist en það sem helst er áberandi er hvernig viðskiptin dreifast nú yfir allan daginn. „Krakkarnir eru stundum komnir á leiguna um ellefuleytið að morgni að skila spólunum sem þeir tóku rétt fyrir miðnætti kvöldið áður og endurnýja þá oft skammtinn með því að ná sér í 2-3 spólur,“ segir Óskar. Unglingar eru sérstaklega röskir í glápinu að mati Óskars og reiknar hann með að margir þeirra sitji rauðeygir fyrir framan skjá- inn langt fram eftir nóttu. Gos- og sælgætiskaup ungmennanna eru hins vegar furðu lítil. Tölvuleikir renna nú út eins og heitar lummur að sögn Egils Ólafs- sonar, starfsmanns BT í Reykjavík. Hann segir að skólabörn komi tals- vert í búðirnar og leiki sér í tölvun- um dágóða stund og við því amast starfsfólkið ekki vitund enda eru krakkarnir upp til hópa bestu skinn. Keiluspil eru sömuleiðis vin- sæl en að sögn starfsfólks Keilu- hallarinnar í Öskjuhlíð fyllist stað- urinn af krökkum á grunnskóla- aldri fljótlega eftir opnun á morgn- ana. Mest er um yngri börn sem oftast eru á vegum foreldrafélaga fyrirtækja en unglingar eru líka duglegir að sækja staðinn. Æfa nótt sem nýtan dag Síðan eru alltaf einhverjir sem nota verkfallið til að gera eitthvað spennandi. Í gömlu Hraðfrysti- stöðinni við Mýrargötu hefst við dágóður hópur 10. bekkinga úr Hagaskóla sem æfir myrkranna á milli fyrir hæfileikakeppnina Skrekk. Yfirleitt hefjast æfingar að morgni og standa fram á kvöld en þó fer æði mikill tími í spjall og glens að sögn krakkanna. Flest vonast þau til að skólinn hefjist á ný sem fyrst því mikið verk er fram undan vegna samræmdu prófanna næsta vor. Þau segja að flestir jafnaldrar þeirra reyni að taka sér eitthvað fyrir hendur á daginn í stað þess að mæla göturn- ar en þó séu dæmi um unglinga sem leiðst hafi út í óreglu. sveinng@frettabladid.is Mubarak í Róm: Fundaði með Berlusconi ÍTALÍA, AP Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, kom í opinbera heimsókn til Ítalíu í gær, aðeins þremur dögum eftir að mannskæð sprenging við Rauðahafið varð 33 mönnum að bana, þar á meðal tveimur ítölskum ferðamönnum. Mubarak fundaði með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, í Róm. Ræddu þeir meðal ann- ars um hryðjuverkaárásina, ástandið í Írak og stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Mubarak mun aftur hitta Berlusconi í dag áður en hann fer í heimsókn til Parísar. ■ HÆFILEIKARÍKIR HAGSKÆLINGAR Þessir tíundubekkingar nota verkfallið vel til æfinga fyrir hæfileikakeppni sem haldin verður síðar í vetur. Sjómenn: Styðja forystuna KJARADEILUR Áhöfn Þerneyjar RE- 101 lýsir fullum stuðningi við forystu samtaka sjómanna í svokölluðu Sólbaksmáli, sem og í öðrum málum, að því er fram kemur í tilkynningu frá áhöfninni. Í henni segjast sjómennirnir eiga erfitt með að skilja málflutning útgerðarmanna um annað. „Einnig furðum við okkur á því að útgerðarmenn sem nýta auð- lind allra landsmanna svo til frítt séu farnir að selja sjómönnum pláss á skipum sínum í skiptum fyrir lögbundna samninga þeirra,“ segir í tilkynningunni. - óká KJARTAN G. MAGNÚSSON Kjartan kynnti fyrir helgi reiknilíkan til að segja fyrir um loðnugöngu hér við land. Suðurland: Skilorð fyrir líkamsárás DÓMSMÁL Nítján ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í tveggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið, fyrir fíkniefnabrot, eigna- spjöll og líkamsárás. Refsingu annars pilts sem einnig var ákærð- ur fyrir innbrot og eignaspjöll var frestað og fellur hún niður haldi hann skilorð í tvö ár. Tíu grömm af amfetamíni fund- ust í fórum fyrrnefnda piltsins við leit lögreglu. Þá nefbraut hann annan pilt á skemmtistað á Selfossi með hnefahöggi í andlitið. ■ ■ KJARADEILUR AÐFÖR AÐ VERKALÝÐ „Fyrirætl- un Iceland Express um að segja upp flugfreyjum félagsins til þess að endurráða þær hjá erlendu félagi er tilraun til félagslegra undirboða,“ segir Starfsgreinasamband Íslands og telur að um aðför að skipulagðri verkalýðshreyfingu hér á landi og umsömdum lágmarkskjörum launafólks sé að ræða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.