Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 14
12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, krafði Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra svara á Alþingi í gær um gagnrýni Alþýðusam- bands Íslands á fjárlagafrum- varpið. Össur vitnaði til þeirra orða miðstjórnar Alþýðusam- bands Íslands að forsendur kjara- samninga væru í uppnámi enda væri skattastefna stjórnarinnar sem „olía á eld“ í væntanlegum kjarasamningum. „Það er mjög sjaldgæft að verkalýðshreyfingin rísi upp til svo hatrammra mót- mæla,“ sagði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra svaraði því til að hann væri ósammála ályktuninni og hann ætlaði að eiga fund með for- ystu verkalýðshreyfingarinnar til að fara yfir þessi mál. „Það er ágætur tekjuafgangur af ríkis- sjóði og fyrirsjáanleg kaupmátt- araukning vegna skattalækkana.“ Benti Halldór á að ekki væri hægt að draga slíkar ályktanir um skattamál fyrr en ákveðið hefði verið hve mikið og á hvern hátt barnabætur yrðu hækkaðar. - ás flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.600 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.600kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 13. - 19. október EGILSSTAÐA 6.500 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 7.000kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 61 44 1 0/ 20 04 Gildir aðra leiðina fyrir börn að 12 ára aldri, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun (við bætist flugvallarskattur og tryggingargjald, samtals 440 kr.) Fargjald fyrir börn 1 króna! HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra segir ekki hægt að dæma skattastefnu ríkisstjórnarinnar fyrr en ákvörðun um barnabætur liggi fyrir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra: Skýrir skatta fyrir ASÍ STJÓRNMÁL Orð Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra þess efnis að barist sé í fimm byggðarlögum í Írak en friður ríki í hinum 795 vöktu athygli. Féllu þau í umræð- um um stefnuræðu forsætisráð- herra í þinginu á mánudagskvöld. Sumir telja ráðherrann fara með kolrangt mál, bardagar og ófrið- arástand geisi mun víðar í land- inu, sem óhætt sé að kalla stríðs- hrjáð. Aðrir segja að vel geti verið að þetta sé rétt, meinið sé hins vegar að í þessum fimm byggðarlögum búi langflestir íbú- ar landsins og málflutningurinn því villandi. Enn aðrir sjá ekkert athugavert við þessa túlkun á stöðu mála enda sé hún sönn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins úr utanríkisráðuneytinu voru upplýsingar ráðherrans samhljóða því sem Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, greindi bandaríska þinginu frá í síðasta mánuði. Í máli hans kom enn fremur fram að svo gott væri ástandið í fimmtán af átján héruð- um landsins að þar væri hægt að ganga til kosninga nú þegar. Villandi framsetning Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, situr í utanríkismálanefnd þingsins. Hann viðurkennir að vera illa að sér í landafræði og stjórnsýsluuppbyggingu í Írak en staðreyndirnar tali sínu máli; log- andi bardagar og upplausnar- ástand ríki í stærstu borgum landsins. „Það þarf ekkert að rök- ræða þetta, allir sem fylgjast með heimsfréttunum vita að svona talnaleikur hrekkur skammt til að fegra ástandið.“ Steingrímur segir framsetn- ingu utanríkisráðherra villandi og gefa ranga mynd af ástandinu en treystir sér ekki til að leggja dóm á tölfræðina sjálfa. „Þetta er kannski eitthvað sem hægt er að standa á með því að leggja allt að jöfnu, höfuðborgina og litla sveitahreppa. Í öllum lykilborg- um landsins er ástandið skelfilegt og það segir auðvitað miklu meira en ástandið í einhverjum sveita- hreppum þar sem aðeins brot af íbúum býr. Vonandi er það nú þannig að í einhverjum afkimum í landinu er sæmilega friðvænlegt, skárra væri það nú.“ Steingrímur segir málið eiga að vera yfir það hafið að deila þurfi um það enda hafi næstum allir viðurkennt að ástandið í land- inu sé skelfilegt. „Menn vita hvernig ástandið er í Bagdad, græna svæðið sem á að teljast ör- uggt verður óöruggara með hverj- um degi og það gengur á ýmsu í flestum borgunum og víða um sveitir þar sem olíuleiðslur eru sprengdar upp. Ástandið í Írak og raunar Afganistan líka sýnir hversu arfavitlaus þessi hug- mynda- og aðferðafræði er, að halda að menn geti vaðið áfram og látið sprengjum rigna úr háloftun- um og svo verði allir vinir og vest- rænt lýðræði skelli á eins og ekk- ert sé og það í löndum sem aldrei hafa þekkt neitt slíkt. Það gengur náttúrlega aldrei.“ Gagnlegar upplýsingar Einar K. Guðfinnsson, flokksbróð- ir utanríkisráðherra og utanríkis- málanefndarmaður, hefur oft komið fram í fjölmiðlum og varið ákvörðunina um innrásina í Írak. Hann situr við sinn keip og segir ekki aðalatriði hvort barist sé í einni borginni fleiri eða færri. „Ég geri engar athugasemdir við tölfræðina en þekki sjálfur ekki forsendur hennar. Tölurnar bregða hins vegar ljósi á stöðuna í Írak og sýna að stríðsástandið er einangraðra en fréttir fjölmiðla gefa til kynna. Tölulegar upplýs- ingar af þessu tagi eru mjög til góða fyrir upplýsta umræðu um málið.“ Einar segir að höfuðatriði málsins liggi ljóst fyrir. „Aðal- atriðið er sá ríki vilji Bandaríkja- manna, Breta og stjórnarinnar í Írak að koma á friði og lýðræði og stefna að lýðræðislegum kosning- um. Það er kjarni málsins. Auðvit- að er hörmulegt til þess að vita að þarna ríki stríðsástand en engu að síður er ég viss um að hinn kost- urinn sem menn stóðu frammi fyrir, þ.e. að gera ekki neitt, hefði leitt margfalt meiri hörmungar yfir þjóðina. Skýrslur sem birst hafa að undanförnu sýna enda að sá kostur hefði verið gjörsamlega óviðunandi frá sjónarhóli mann- úðar.“ Mikill ófriður „Það hvarflar ekki að mér að utan- ríkisráðherra hafi viljandi farið með villandi upplýsingar, slíkt myndi ekkert hafa upp á sig,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, sem situr í utanríkismálanefnd fyrir Samfylkinguna. „Það er auð- vitað miður ef hann ákveður að setja fram tölur af einhverju tagi sem ekki eru óyggjandi, hann hef- ur eflaust talið að hann væri með réttar upplýsingar í höndunum.“ Í huga Rannveigar er ástandið í landinu það sem máli skiptir, ekki hártoganir um málflutning. „Mér finnst skipta mestu máli hve mik- ill ófriður er í Írak og þessi gríðar miklu átök sem geisa í landinu.“ Hún segist á öndverðri skoðun við Davíð og ósátt við orð sem hann sagði í eyru Bandaríkjafor- seta í heimsókn sinni vestur um haf. „Mér finnst gagnrýnisvert að hann skyldi á fundi sínum með Bush hafa talað um að það væri friðvænlegra fyrir alla í heimin- um eftir innrásina í Írak. Því er ég fullkomlega ósammála.“ bjorn@frettabladid.is Upplýsingar frá Írökum Utanríkisráðherra segir barist í fimm byggðarlögum í Írak en frið ríkja í hin- um 795 byggðarlögum landsins. Þingmönnum ber ekki saman um nákvæmni þessara talna né heldur hvaða mynd þær gefa af ástandinu í landinu. DAVÍÐ ODDSSON Af 800 byggðarlögum í Írak er friður í 795 byggðarlögum. Það er mikill óróleiki í 4-5 byggðarlögum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Í öllum lykilborgum landsins er ástandið skelfilegt. EINAR K. GUÐFINNSSON Ekki aðalatriði hvort barist sé í einni borginni fleiri eða færri. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Hvarflar ekki að mér að Davíð hafi viljandi farið með villandi upplýsingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.