Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Atvinna 35 stk. Bílar & farartæki 71 stk. Heilsa 17 stk. Heimilið 11 stk. Húsnæði 20 stk. Kennsla & námskeið 1 stk. Keypt & selt 22 stk. Tilkynningar 4 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Þjónusta 32 stk. Hollur matur í hádeginu BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 12. október, 286. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.10 13.14 18.17 Akureyri 7.58 12.59 17.58 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið,“ glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstu- dagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannar- lega uppörvandi á kaldranalegum haust- morgni. „Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega af sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni,“ segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. „Ég held að það sé að minnsta kosti komið á ann- að ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur sam- an á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hins vegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífs- ins list.“ Gömlu íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins. „Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur syngjum við meira.“ Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? „Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett eru saman söngur og sund er fólk í góðum málum,“ segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressi- lega undir. brynhildurb@frettabladid.is Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum: Allir velkomnir og engin inntökupróf Börn sem eru ekki dugleg við að hreyfa sig eru í meiri hættu á að þjást af síþreytu á fullorðinsárum en börn sem hreyfa sig reglulega. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem breskir læknar fram- kvæmdu. Í rannsókn- inni var 16.500 ein- staklingum fylgt eftir í þrjátíu ár. Þeir rúm- lega níutíu sem þjáð- ust af síþreytu höfðu lítið sem ekkert hreyft sig sem börn. Síþreyta er viður- kenndur sjúkdómur í Bretlandi og hrjáir um 240 þúsund Breta. Leikkonan Kristin Davis úr sjónvarps- þáttunum Sex and the City, eða Beðmál í borginni, berst gegn brjóstakrabbameini ásamt alþjóðlega tískufyrirtækinu B- Young. Kristin, sem betur er þekkt sem Charlotte York í þáttunum, er einnig aðalfyrirsæta B-Young í haustlínunni. B-Young hefur hannað stuttermaboli sem Krist- in valdi með áletruninni Follow Your Heart en allur ágóði af sölu bolanna mun renna til rann- sókna á brjóstakrabbameini í viðkomandi landi. Bolirnir eru fá- anlegir í verslun B-Young á Ís- landi, að Laugavegi 83 í Reykjavík. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna og er hluti af árlegu árveknisátaki um brjóstakrabbamein sem haldið er í októ- ber. Tilvísanir á þjónustu sjúkraþjálfara hafa aukist að undanförnu langt umfram áætl- anir heilbrigðisyfir- valda. Útgjöld sjúkra- trygginga vegna þjálf- unar stefna í að verða tæplega 1,4 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Áætlað er að á yfirstandandi ári verði útgjöldin 1.300 milljónir eða umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Því er „Við syndum svo léttir í lundu,“ syngur Sundkórinn sem tók eitt lag í pottinum fyrir ljósmyndarann. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Við fengum plómur hjá Siggu. Það eru svona mjúkar hnetur með steinum í miðjunni. Glæsilegur Toyota 4Runner, ný 38” dekk, 5:29 hlutföll, 3ja tomma púst, einn með öllu, s. 860 2015.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.