Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 36
Craig Moore, varnarmaður GlasgowRangers, verður frá keppni næstu tvo mánuði. Moore er kviðslitinn og fer í aðgerð í lok vikunnar. „Mér skilst að þetta sé 8 vikna endur hæfing,“ sagði Moore. Moore missir m.a. af leik Rangers við pólska liðið Amica Wronki í Evrópu- keppni félagsliða sem fram fer 21. október. Ken Caminiti, fyrrum hafnabolta-leikmaður í MLB í Bandaríkjun- um, lést úr hjartaáfalli í fyrradag. Hann var 41 árs að aldri. Caminiti lék um tíma í MLB-deildinni í Bandaríkj- unum og lék einna best með San Diego Padres en árið 1996 var hann valinn besti leikmað- ur tímabilsins. Cam- initi átti í miklum erf- iðleikum og varð flótt eiturlyfjum að bráð. Hann viðurkenndi að hafa notað stera þeg- ar ferill hans stóð sem hæst. Til stendur að kryfja lík leik- mannsins til að ganga úr skugga um hvað olli hjartaáfallinu. Leikmönnum á að vera slétt samaum hvort þeir komist í Stjörnulið NBA eða ekki. Þetta segir Richard Hamilton, leikmaður Detroit Pistons, sem vann sinn fyrsta NBA-titil í júní. „Að vinna titilinn breytir öllu,“ sagði Hamilton. „Það muna allir eftir því hverjir unnu titilinn í ár en það er enginn að spá í hver var í Stjörnu- leiknum.“ Hamilton segist þó hafa átt fullt erindi þangað, þó svo að ekki hafi verið leitað til hans. „Mér finnst ég hafi átt að vera þar síðustu tvö ár. En það skiptir mig meira máli að vinna tit- ilinn. Ef ég held áfram að bæta mig, á ég öruggt sæti í Stjörnuliðinu.“ Detroit mætir Boston Celtics í æf- ingaleik annað kvöld. Stórstirnið Lebron James, leik-maður Cleveland Cavaliers í NBA, eignað- ist nýlega strák með kærustu sinni en vildi lít- ið sem ekkert láta hafa eftir sér þegar hann var spurður nánar út í unga- barnið. „Ég vil ekki af- hjúpa einkalíf mitt,“ sagði hinn 19 ára gamli James. „Ég hef bara áhyggjur af körfuboltanum núna.“ James sló á létta strengi þegar blaðamenn þjörmuðu að honum og þegar hann var spurður hvort að sonurinn væri líkur honum, svaraði hann: „Hann er býsna líkur mjólkurmann- inum, ég þarf að athuga þetta betur,“ sagði James hlæjandi. Ástralski markvörðurinn MarkSchwarzer segist hrærður yfir því að vera orðaður við Manchester United. Schwarzer, sem er á mála hjá Middlesbrough, segir að engar við- ræður hafi þó átt sér stað en heyrst hafi að United-menn séu áhuga- samir um pilt- inn og vilji jafnvel skipta Phil Neville til Boro fyrir kappann. „Ég er búinn að vera í enska boltanum í einhvern tíma núna og það er nú þannig að eigi maður góða leiki, þá er maður ósjálfrátt orðaður við einhver lið.“ Opnað er fyrir leikmannaskipti á ný í janúar. Ágætis líkur eru á að David Beck-ham leiki með Real Madrid gegn Real Betis á laugardaginn kemur. Að sögn Alfonso Del Corral, læknis Real-liðsins, eru meiðsli fyrirliðans ekki eins slæm og talið var í fyrstu. Beckham hefur æfingar að nýju á morgun og verður að öllum líkindum orðinn leikfær um helgina. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM >> FERILL LÖVGRENS Þýskur meistari: 2000 og 2002 Þýskur bikarmeistari: 2000 Meistaradeildin í handbolta: 2. sæti 2000 Heimsmeistari: 1999 2. sæti: 1997 / 2001 3. sæti: 1995 Valinn besti leikmaður HM: 1999 Evrópumeistari: 1994, 1998, 2000, 2002 Sænskur meistari: fimmfaldur meistari með Redbergslid Göteborg Íþróttamaður ársins í Svíþjóð: 1995/96 Handboltamaður ársins í Svíþjóð: 95/96, 00/01, 02/03 24 12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Meðan við finnum að strákarnir eru á okkar bandi og það er góður andi í liðinu er ég ekkert að hugsa um þetta.“ Ásgeir Sigurvinsson var upplitsdjarfur í viðtali við RÚV sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Þriðjudagur OKTÓBER HANDBOLTI „Ég á við smávægileg meiðsl að stríða í fæti og það er ástæðan fyrir því að ég spilaði ekki meira með gegn Haukum,“ sagði handboltastjarnan Stefan Lövgren, fyrirliði og leikmaður Kiel, en liðið vann Íslandsmeist- ara Hauka auðveldlega að Ásvöll- um í fyrrakvöld með sjö marka mun 28-35. Lövgren sem er án alls vafa stærsta stjarna liðsins og einn af fremstu handknattleiksmönnum veraldar í dag kom lítið við sögu í leiknum og spilaði aðeins síðustu mínútur leiksins vegna meiðsla. Greinilegt var engu að síður að kappinn brann í skinninu allan tímann á bekknum og hélt hann sér heitum með teygjuæfingum með jöfnu millibili. „Strákarnir kláruðu þetta mikið til án mín enda er mikil breidd í hóp Kiel. Það er brýn þörf á slíkum mannskap þegar mark- miðið er sett hátt og við hjá liðinu gerum það vissulega. Þeir eru margir sem spá því að við förum alla leið í Meistarakeppninni og innan liðsins teljum við okkur hafa getu og vilja til að fara alla leið. Þetta er titill sem alla hand- boltamenn dreymir um og við í Kiel erum engin undantekning.“ Lövgren segir ekkert hafa kom- ið á óvart í leik Hauka enda hafi farið mikill tími í að kynna sér andstæðinginn áður en til leiksins kom. „Við tökum engu sem sjálf- sögðu og það átti líka við um leik- inn hér við Hauka. Sigur okkar var vissulega stór en við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Auðvitað er einhver getumunur á liðinum tveimur enda um atvinnumannalið að ræða gegn áhugamannaliði en Haukar leika hraðan og skemmti- lega handbolta og þeir héldu okk- ur sannarlega við efnið.“ Lövgren hefur oft komið til Ís- lands áður og finnst gaman hér að vera. Hann er mikill golfáhuga- maður en hefur þrátt fyrir til- raunir ekki lækkað forgjöfina hjá sér sem neinu nemur um skeið. „Ég hefði getað hugsað mér að taka einn hring á golfvellinum ef tími hefði gefist til en það bíður betri tíma. Þó spilaði ég golf hér um sumar fyrir mörgum árum og mun áreiðanlega koma hingað aftur einn góðan veðurdag.“ albert@frettabladid.is ■ ■ LEIKIR  19.15 Fram og KA/Þór eigast við í Framhúsinu í 1. deild kvenna í handknattleik.  19.15 Grótta KR og Stjarnan eigast við á Seltjarnarnesi í 1. deild kvenna í handknattleik.  19.15 ÍBV og FH eigast við í Vestmannaeyjum í 1. deild kvenna í handknattleik.  19.15 Víkingur og Valur eigast við í Víkinni í 1. deild kvenna í hand- knattleik.  20.30 Ármann og Keflavík mætast í Hópbílabikarnum í körfuknatt- leik karla. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.15 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  20.10 UEFA Champions League á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeild Evrópu.  20.40 X-Games á Sýn. Brugðið á leik á vélhjólum, reiðhjólum, brimbrettum og hlaupabrettum.  21.30 Mótorsport 2004 á Sýn. Ítar- leg umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.15 All Strength Fitness Challenge á Sýn. Íslenskar fit- ness-konur voru meðal keppenda á alþjóðlegu móti á Aruba í Karíbahafi. Við skiljum ekki ... ... tímasetningu né staðsetningu U-21 árs landsleiks Íslands og Svíþjóðar í dag. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 15.30. Á þessum tíma eru flestir að vinna og því ekki lík- legt að margir úr bænum sjái sér fært að hætta í vinnunni kl. 14.30 til að halda til Grindavíkur að horfa á leik. Staðsetningin er svo sem í lagi en tímasetningin er galin! Einn af fáum titlum í handboltanum sem Stefan Lövgren, fyrirliði Kiel, hefur ekki unnið er Meistaradeildartitillinn. Hann segir lið Kiel hafa það sem til þurfi til að landa þeim titli þetta árið. Höfum vilja og getu til að fara alla leið FÓTBOLTI „Þetta verður erfiðara en gegn Möltu en við ætlum okkur stig í þessum leik og helst fleiri en eitt,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari undir 21 árs liðs Íslands sem mætir Svíum í dag. Liðið tap- aði sem kunnugt er sínum síðasta leik, gegn Möltu ytra, með einu marki gegn engu en Eyjólfur vill ekki skrifa upp á að liðið hafi spil- að illa. „Alls ekki. Það var leikur sem gat dottið báðum megin og við átt- um sannarlega færi sem tókst þó ekki að nýta í það skiptið en von- andi gengur betur í dag gegn Sví- um. Það voru margir góðir punkt- ar við leik liðsins gegn Möltu en það skorti upp á þann eldmóð sem til dæmis var til staðar gegn Búlg- örum.“ Eyjólfur segir alla leikfæra en mun ekki ákveða leikskipulag liðsins fyrr en rétt fyrir leikinn. „Við munum sækja í leiknum og skipulagið mun taka mið af því. Við spiluðum mjög vel og skipu- lega gegn Búlgörum fyrir leikinn gegn Möltu og ég mun leitast við að ná sömu einbeitingu gegn Sví- um og liðið náði þar. Ég tel engan vafa leika á að við eigum mögu- leika og þó að í sænska liðinu séu þekktari einstaklingar á pappír- um skiptir það litlu þegar í leikinn er komið.“ Það U21-lið Svía sem nú mætir Íslandi marði 0-1 sigur á U21-árs liði Möltu þegar liðin mættust í síðasta mánuði og stóð lið Möltu betur í Svíum en aðallið landsins, sem tapaði 0-7. Leikur liðanna fer fram í Grindavík og hefst klukkan 15.30. Ætlum okkur stig í þessum leik Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21-liðs Íslands sem mætir Svíþjóð í Grindavík í dag, telur sitt lið eiga alla möguleika á að ná góðum úrslitum og ætlar að leika til sigurs. U-21 LIÐ ÍSLANDS Íslensku strákarnir eiga góða möguleika gegn Svíum að mati þjálfarans, Eyjólfs Sverrissonar. GIFTURÍKUR FERILL Svíinn Stefan Lövgren, fyrirliði Kiel, hefur unnið flest sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur trú á liði sínu og segir það geta farið langt í Meistaradeild Evrópu. Justine Hardenne: Tennisstjarna í frí næstu mánuði Tennisstjarnan Justine Henin- Hardenne mun ekki taka þátt í fleiri mótum á þessu ári þar sem henni hefur gengið illa að ná sín- um fyrri styrk eftir slæm veik- indi og þjáist stúlkan af síþreytu. Hadrenne var þar til fyrir skemmstu í efsta sæti styrk- leikalistans eftir sigra á Ólymp- íuleikunum og á Opna ástralska meistaramótinu. Hefur hún á stuttum tíma fallið úr efsta sæt- inu í það þriðja og fellur væntan- lega mun neðar áður en hún skráir sig til keppni að nýju á næsta ári. ÞREYTA OG SLEN Justine Hardenne er þreytt og hyggst hvíla sig næstu mánuði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.