Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 39
410 4000 | landsbanki.is Banki allra námsmanna Tilboðið gildir á allar erlendar myndir í Smárabíói, Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri þegar þú greiðir með Námukortinu. Góða skemmtun! Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S LB I 26 13 7 10 /2 00 4 ÞRIÐJUDAGUR 12. október 2004 Þessi nýjasta plata Bubba skiptist að miklu leyti í tvo hluta. Í þeim fyrri fjallar hann um sjómennsk- una, öll þau mannslíf sem sjórinn hefur tekið og ósanngirni kvóta- kerfisins. Í síðari hlutanum er umfjöllun- arefnið kristin trú og Tómasar- guðspjallið sem hann hefur stúd- erað mikið undanfarið. Í aðeins einu lagi er Bubbi á öðrum slóðum en þessum tveimur. Það er Maður- inn er einn þar sem hann gagnrýn- ir neyslukapphlaup Íslendinga og hvetur þá til að hlúa að sínum innri manni. Hvað tónlistina varðar er Bubbi á heldur óvenjulegum slóð- um. Hingað til hefur maður ekki tengt rokkkónginn Bubba mikið við kántrísöngva og bluegrass- tónlist en þessar stefnur eru ríkj- andi á plötunni. Að heyra Bubba bregða fyrir sig kántrífalsettum er einfaldlega stórskemmtilegt og ferst honum það vel úr hendi. Þar má nefna lögin Gömul frétt og Maðurinn er einn. Banjó- og mandólínleikur kryddar plötuna smekklega, en stundum er reynd- ar treyst of mikið á hann. Á Tvíburanum er Bubbi líka á hefðbundnum kassagítarslóðum en heldur því samt í lágmarki, enda hefur hann fyrir löngu náð að sanna sig þar. Dæmi um slík lög eru Ljósið í augum, Lífið er erfitt og Móðirin. Ágæt lög með fínum textum en ekkert sem kveikir í manni neista. Í uppáhaldi á plötunni voru hið stórskemmtilega blúslag Ég fór í felur og kántrílögin Gömul frétt, Maðurinn er einn og Þetta mælti hann. Sjómannasöngvarnir Trollið og Dó dó og dumma sátu líka í minninu. Tvíburinn er fín plata og tölu- vert betri en sú síðasta sem Bubbi sendi frá sér. Gaman væri að heyra þennan merka tónlistar- mann færa sig ennþá meira út í kántrítónlistina því þar er hann greinilega á réttri hillu. Freyr Bjarnason Kántríkóngurinn Bubbi BUBBI TVÍBURINN NIÐURSTAÐA: Fín plata frá Bubba. Gaman væri að heyra hann færa sig ennþá meira út í kántríið því þar er hann greinilega á réttri hillu. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN FLOTTUR Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Rod Stewart tók sér smá hlé fyrir ljós- myndara þegar hann var við æfingar í Abbey Road-hljóðverinu í gær. Stewart var að æfa fyrir sérstakt galakvöld sem haldið verður á morgun fyrir bresku prinsana. Rúmenskur maður var fluttur í snatri á spítala eftir að hafa óvart skorið af lim sinn og gefið hundin- um sínum hann. Constantin Mocanu, 67 ára maður frá Galati- sýslu, sagði læknum að hann hefði ekki getað sofið vegna hávaða í kjúklingi. Hann ákvað að drepa fuglinn en ruglaðist á limnum og hálsi kjúklingsins og hjó hann af í staðinn. Þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafði gert segist hann hafa hent limnum í hundinn, sem át hann. „Það var komið fram yfir miðnætti þegar árans kjúklingurinn var með svo mikil læti úti. Ég varð mjög reiður og fór út til að drepa hann. Ég veit ekki hvernig ég fór að því að hög- gva liminn á mér af í staðinn. Ég varð þá svo pirraður að ég henti honum í hundinn áður en konan mín hringdi á sjúkrahúsið. Hvað átti ég svo sem að gera við stykki af lim?“ sagði maðurinn. Skurð- læknar segja enga leið til að endurbyggja lim hans en segja að í besta falli geti þeir gert honum mögulegt að pissa með nokkuð eðlilegum hætti. Skurðlæknirinn Nicolae Bacalbasa segist ekki trúa sögu mannsins. „Það er eins og Biblían segir, ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Maðurinn er á sjö- tugsaldri og hefur líklega haft aðrar ástæður til að refsa líffæri sínu. Ég er persónulega þolinmóð- ari varðandi þessi mál,“ sagði læknirinn. ■ Maður hjó lim sinn af og gaf hundinum ■ SKRÝTNA FRÉTTIN FIÐURFÉ Engum sögum fer af líðan kjúklingsins. Ef til vill er hann enn spriklandi um og ærandi fólk þar til það grípur til sinna ráða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.