Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Abdullahi Yusuf. Á morgun. Fjórtánfaldast. 34 12. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Tökur á myndbandi við lagið Crazy Bastard með strákunum í 70 mínútum og rapphljómsveitinni Quarashi hófust í gær. Myndband- ið var tekið upp í myndveri Saga Film við Vatnagarða, á strípibúll- unni Maxim’s og á yfirgefnu bíla- stæði. „Samúel Bjarki Pétursson leik- stýrir myndbandinu og hann kom með þá hugmynd að herma eftir eða gera grín að öðrum mynd- böndum,“ segir Hugi Halldórsson, einn af liðsmönnum 70 mínútna. Myndböndin sem um ræðir eru við dúett Britney Spears og Madonnu, Long Face með Mínus sem og rapplög úr bandarískum fátækrahverfum. Myndbandið við Long Face vakti mikla athygli en þar eru meðlimir Mínus klæddir leður- fatnaði og spila fyrir fólk á gægju- sýningu. „Sveppi verður í hlut- verki Krumma, í leðuról og öllu, og dansar um eins og honum einum er lagið,“ segir Hugi. „Liðsmenn Quarashi horfa á sýninguna.“ Það kemur síðan í hlut Audda og Sveppa að túlka Madonnu og Britney Spears. Spurður hvort þeir félagar eigi eftir að leika eft- ir blautan koss poppdrottningar- innar og prinsessunnar sem þær hneyksluðu alþjóð með á MTV- verðlaunahátíðinni sagði Hugi: „Það er aldrei að vita hvað dettur inn hjá þeim félögum.“ Pétur Jóhann fær einnig það hlutverk að túlka rappara og verður umvafinn föngulegu kvenfólki í hlutverki sínu. Óvíst er hvenær myndbandið við lagið Crazy Bastard verður frumsýnt en engu var til sparað við gerð þess. Félagarnir í 70 mín- útum létu meðal annars smíða heljarinnar sviðsmynd til að líkja eftir myndbandi Madonnu og Brit- ney. Lagið verður frumflutt um leið og myndbandið er tilbúið. kristjan@frettabladid.is „Ég hef nú ekki enn heyrt í Kristni og veit ekki hvernig honum fannst, en sjálfur hló ég mikið,“ sagði þingmaðurinn Hjálmar Árnason þegar hann var inntur eftir því hvernig honum fannst að sjá Sigga Sigurjóns leika sjálfan sig í Spaugstofunni á laugardagskvöldið, en þar lá per- sóna hans í hjónasæng með per- sónu Kristins H Gunnarssonar. „Ég hafði mjög gaman af þessu. Spaugstofumenn eru vak- andi yfir því sem er efst á baugi og ég dáist að því hvernig þeir taka erfið, viðkvæm og tilfinn- ingaþrungin mál en setja þau fram þannig að hægt sé að hlæja að þeim. Það er auðvitað snilld og þeir snillingar á þeim for- sendum því hláturinn er græð- andi, auk þess sem hann lengir lífið.“ Hjálmar segir ekkert nema upphefð fyrir stjórnmálamenn að vera teknir fyrir í Spaugstof- unni og almennt hljóti þeim að þykja gaman þegar gert er að þeim góðlátlegt grín. „Það er stundum sagt að illt umtal sé betra en ekkert. Það sýni þó að eitthvert lífsmark sé með mönn- um.“ ■ Hlátur græðandi og lengir lífið HJÁLMAR ÁRNASON EÐA SIGURÐUR SIGURJÓNSSON? Hjálmar var að minnsta kosti ánægður með það hvernig Spaugstofan tók hann fyrir á laugardagskvöldið. CRAZY BASTARD Strákarnir í 70 mínútum tóku upp myndband við lagið Crazy Bastard sem þeir vinna með hljómsveitinni Quarashi. 70 MÍNÚTUR: GERA GRÍN AÐ ÖÐRUM MYNDBÖNDUM Sveppi í skóm Krumma FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 … fær Landsbankinn fyrir að taka að sér ábyrgð á námslánum stúdenta. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Banaslysið í Þjórsárdal Ólöglegt fyrirtæki skipulagði ferðina KISI Á HEITU BÍLÞAKI Þessi köttur virð- ist ekkert láta haustið á sig fá og heldur áfram að virða umhverfið fyrir sér ofan af þaki. Sem er? Virkar í fyrstu sem ósköp venjuleg vekjaraklukka en annað kemur í ljós við nánari skoðun. Klukkurnar eru til að minna múslima á bænastundina á degi hverjum. Á klukkunum má finna tíma í helstu borgum heims, allt frá 20 borgum upp í 400. Þannig á trúað fólk auð- veldara með að halda reiður á hvenær bænastundin er þótt það sé á ferðalagi frá einu tímabelti yfir á annað. Stærðir? Klukkurnar er hægt að fá í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum vekjaraklukkum upp í stærðar veggklukkur sem henta í moskur eða á staði þar sem margir koma saman. Aukahlutir? Aftan á sumum klukk- unum má finna áttavita. Þannig eiga múslimar auðveldara með að átta sig á hvar Mekka er og hvert þeir eigi að snúa þegar þeir leggjast á bæn. Hringitónn klukkunnar er bæn. Kostar? Klukkurnar er hægt að finna á netinu, til dæmis á vefslóðinni onlineislamicstore.com. Þær kosta frá tæpum tvö þúsund krónum og upp úr, allt eftir stærð og aukahlutum. | DÓTAKASSINN | Dótið? Azan-vekjaraklukka Lárétt: 1 veit lítið, 6 sagði upp, 7 í röð, 8 kindur, 9 kúga, 10 ílát, 12 tíu, 14 klár, 15 slá, 16 fæddi, 17 stefna, 18 andstreymi. Lóðrétt: 1 þekkt, 2 ættingjar, 3 listamað- ur, 4 sumt, 5 *** sælgæti, 9 mjólkurvöru, 11 tala, 13 þraut, 14 kvaddi, 17 utan. LAUSN. Lárétt: 1fákænn,6rak,7oó,8ær, 9 oka,10ask,12tug,14fær, 15rá,16ól, 17átt,18raun. Lóðrétt: 1fræg,2áar, 3kk,4nokkurt, 5 nóa,9ost,11mæla,13gáta,14fór, 17 án. Áföstudaginn munu ísfirskarhljómsveitir koma saman í Iðnó undir yfirskriftinni Ísfirska nýbylgj- an; Ísafjörður rock city. Fjölmargir ísfirskir tónlistarmenn og hljómsveit- ir munu troða þar upp og má þar nefna Mugison og Sign að öðrum ónefndum. Meira að segja Helgi Björns tengist tónleikunum sem verndari þeirra. Dr. Gunni, hinn spræki Popppunktsmaður, segir meira að segja á heimasíðu sinni að hljómsveit hans, Dr. Gunni, muni þykjast vera ísfirsk í tilefni dagsins en er nánar er skoðað er það engin lygi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.