Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 25
Það er engin tilviljun að Ballantine’s er eitt mest selda viskí í heiminum. Frá fyrsta degi, árið 1865, hef- ur hvert skref framleiðslunnar verið þróað af kostgæfni og virðingu fyrir hinum höfga drykk. Hunangsilmur og flókið bragð af mjólkursúkkulaði, rauðum eplum og vanillu hefur einnig gert Ballantine’s að mest selda viskíi á Íslandi. Á hverri einustu mínútu, á hverjum degi, allan ársins hring, er seld flaska af Ballantine’s. Um víða veröld eru seldar yfir 85 milljónir flaska af Ballantine’s á ári. Nú er hægt að spara sér svolítinn pening þar sem Ballantine’s Finest lítraflöskur eru á sérstöku tilboði til 1. desember. Tilboðsverð í Vínbúðum 4.490 kr. í 1 litra flöskum Mest selda viskí heims: Ballantine’s Finest á enn betra verði Vín vikunnar Dagana 13. til 31. október stendur yfir bjórstemning í Vínbúðum og eru ýmsir eðalbjórar boðnir á kynningar- verði. Faxe Amber er hátíðarbrugg sett á markað í til- efni af 100 ára afmæli Faxe Bryggeri AS. Í Danmörku heitir bjórinn Faxe Classic. Lengi vel gátu menn aðeins fengið þennan bjór af krana á dönskum veitingastöð- um en hann var settur á flöskur og dósir í tilefni afmæl- isins. Má segja að hann hafi slegið í gegn um leið. Þetta er rauðgulbrúnn bjór með lykt af sætu og huml- um sem er ekki of mikil. Bragðmeiri bjór en venjulegur lagerbjór, þægilega beiskur og fylltur án þess að vera neitt uppáþrengjandi né sætur. Bjór sem rennur ljúft og kemur á óvart fyrir þá sem eru einungis vanir hefðbundnum lager. Bestur svolítið kældur. Fyrir þá sem eru orðnir leiðir á venjulegum lagerbjór er Faxe Amber tilval- inn tilbreyting! Kynningarverð á bjórdögum í Vínbúðum 148 kr í 50 cl dós. Faxe Amber: Dökkur Faxe á kynningarverði FÖSTUDAGUR 15. október 2004 Ef flú hefur ánetjast vöndu›um eldhúsvörum skaltu draga andann djúpt flví nú er Kokka líka komin á Neti›. Í vefversluninni kokka.is finnur flú helstu upplysingar um vörur sem gle›ja bæ›i hug og hönd. Hugsa sér, hvenær sem er sólarhringsins getur flú nú reika› um sló›ir forma og framkvæmda. Klikka›u á www.kokka.is F í t o n / S Í A F I 0 1 0 9 0 3 »ánetjun laugavegi 47 opi› mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 www.kokka.is kokka@kokka.is 1 2 1 »ókeypis heimsending í október Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa Aðalréttur Ólympíufara: Lamba- hryggvöðvi Hér kemur uppskrift að aðalrétt- inum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýska- landi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat. Glóðaður hryggvöðvi með stökkri lambafitu og brauðteningum - lundir vafðar í parmaskinku með spínati og franskri gæsalifur, borið fram með kóngasveppum og lamba- jus. Smjöreldaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur nokkur basillauf kalt smjör sjávarsalt Kartöflurnar eru stungnar út með hring- formi, afskurðurinn er soðinn sér í salt- vatni. Útstungnar kartöflur eru smjör- steiktar á pönnu og svo bætt við smá vatni, salti og pipar. Þá eru þær látnar malla í 10-15 mín. þar til þær eru meyrar í gegn. Afskurðurinn er marinn með gaffli ásamt nokkrum söxuðum basillaufum og smjöri. Kartöflunum raðað upp með maukinu efst, djúpsteiktir kartöfluþræðir ofan á ásamt djúpsteiktu basillaufi. Stökkir brauðteningar með lambafitu brauðteningar lambafita af hrygg skorin í teninga garðablóðberg 1 rif hvítlaukur (fínt saxaður) sjávarsalt Fitan er stökksteikt á pönnu með garða- blóðbergi og hvítlauk, brauteningarnir svo steiktir stökkir upp úr fitunni, gefið ofan á eldaðan lambahryggvöðvann. Ofnbakaður lambahryggvöðvi 2 stórir lambahryggvöðvar salt og pipar hvítlaukur ólífuolía Lambahryggvöðvarnir eru brúnaðir á pönnu með hvítlauk, kryddaðir með salti og pipar. Því næst er skotið á kjötið í 150íC heitum ofni í 3-4 mín og það látið hvíla í 10 mín. Borið fram bleikt. Lambalundir rúllaðar upp í parmaskinku 4 lambalundir 100 g frönsk gæsalifur 100 g spínat Lambalundir eru lagðar á parmaskinkuna með spínati (sem er búið að setja í sjóð- andi vatn og svo aftur kælt). Gæsalifrin er sett með og skinkan rúlluð upp, rúllan sett í plastfilmu og í sjóðandi vatn í 10 mín við 80íC, svo er hún kæld og borin volg með lambahryggvöðvanum. Lamba-jus blandaður grænmetisafskurður (gulrætur, laukur, hvítlaukur.) 200 ml Madeira-vín 500 ml lambasoð (1 l vatn og lambabein soðin í 1 klst. svo er vökvinn soðinn nið- ur um helming.) 200 g kalt smjör Grænmetið er snöggsteikt á pönnu, vín- inu og soðinu bætt í, vökvinn er soðinn niður um helming. Í lokin er köldu smjöri hrært í og sósan bragðbætt með salti og pipar. Gott er að bera fram gulrætur, perlulauk og smjörsteikta kóngasveppi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K AR L PE TE R SS O N Bjórstemning í Vínbúðum Bjórstemning í Vínbúðunum 13. til 31. október er að þýskri fyrirmynd, eins konar „Októberfest“. Einn af þeim bjórum sem fást á kynningarverði þessa daga er Ceres Royal Export sem er vinsælasti bjórinn í Danmörku í sínum flokki, flokki gullbjóra með áfengisinnihald frá 5-6,3%. Ceres Royal er framleiddur af Ceres Bryggerier- ne í Árósum sem er systurfyrirtæki Faxe Bryggeri á Sjá- landi. Þau tilheyra bæði Bryggerigruppen AS sem er stærsti útflytjandi bjórs í Skandinavíu. Allt frá því að Faxe Premium hélt innreið sína á markaðinn hefur markmið Bryggerigruppen verið að kynna íslenskum neytendum bjór á verði sem er sambærilegt til Vínbúða eins og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þessi verðstefna hefur skilað Faxe Premium í flokk þriggja mest seldu bjóra á Íslandi og verðið á Ceres er það lægsta á bjórum af sambærilegum styrkleika. Kynningarverð á bjórdögum í Vínbúðum 186 kr í 50 cl dós. Ceres Royal: Vinsælasti danski gullbjórinn Bjórstemning í Vínbúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.