Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 27
Eldavéladagar standa yfir hjá Heimilistækjum í Sætúni út þenn- an mánuð sem felur í sér að tilboð er á nokkrum tegundum eldavéla með ofnum. Þær eru ýmist með keramikborðum eða steyptum hellum og ofnarnir eru til með blæstri og án. Rafmagnseldavélar eru í meirihluta en gaseldavélar eru líka á tilboðinu. Flestar eru þær með vöru- merkjunum Beko, sem kemur frá Tyrklandi, og Indesit sem er ítalskt. Verðið er frá 26.995 upp í 159.995 kr. og fer það eftir full- komleika og fylgibúnaði. Afslátt- urinn nemur 15 til 25 prósentum. Að sögn Hlyns sölumanns hjá Heimilistækjum er mikið um að fólk endurnýi eldavélar á haustin. „Ofninn hefur kannski bilað á miðju sumri og ekkert verið gert í því en þegar veturinn nálgast með jólabakstur og tilheyrandi þá vilja menn hafa þetta allt í lagi,“ sagði hann. ■ Tösku- og hanskabúðin á Skólavörðustíg er með hausttilboð þessa dagana og býður 20% afslátt á veskjum, töskum og hönskum í dag og fram á kl. 16 á morgun. „Þetta er árvisst hjá okkur að vera með svona hausttilboð og það gildir á öllum okkar vörum nema þeim sem fyrir eru á út- sölu,“ sagði indæl afgreiðslukona þegar haft var samband við verslunina í síma. ■ 5FÖSTUDAGUR 15. október 2004 Heildverslun Byggt og búið hefur nýverið hafið innflutning á þvotta- og hreinsiefnum frá Henkel seml er stærsti þvotta- og hreinsi- efnaframleiðandi Evrópu. Meðal þess sem Byggt og búið flytur inn er þvottaefnið Persil sem margir þekkja, mýkingarefnið Len, Flink töflur fyrir uppþvottavélar, uppþvotta- löginn Pril og salernishreinsirinn WC Duck. Henkel þvottefnin eru á kynningarverði í verslunum Kaupáss: Krónunni og Nóatúni. ■ Herrayfirhafnir með virtum vörumerkjum eins og Boss, Sand, Gardeur, Hugo og Bellini eru seldar með 50-70% afslætti í Herralagernum að Suðurlands- braut 54. Sem dæmi um verð- lækkun má nefna útijakka sem áður voru á 25.980 en seljast nú á 12.990 og stuttfrakkar sem áður kostuðu 29.980 fást nú á 14.990. Þarna er því um kostakaup að ræða. Auk þess er 60% afslátt- ur á öllum peysum og buxum hjá Herralagernum svo nú er lag fyrir þá sem vilja vera vel klædd- ir í vetur að dressa sig upp. ■ Tösku- og hanskabúðin: Hausttilboð í gangi Stærsti þvottaefnisframleiðandi Evrópu: Persil á kynningarverði Heimilistæki: Eldavélar á afslætti Herralagerinn: Útijakkar og peysur Fjórir heppnir viðskiptavinir Nettó sem kaupa annað hvort þrjár vörutegundir á tilboði í til- efni danskra daga, eða danska þvottaefnið Neutral og Neutral mýkingarefni hljóta flugferð fyrir tvo til kóngsins Kaupmanna- hafnar. Flogið er með Iceland Ex- press. Dönsku dagarnir í Nettó standa næstu tvær vikurnar og þar eru danskar matvörur svo sem ostar, makríll, síld og brauð- salöt á tilboði. Einnig er þar svína- kjötsútsala enda eru frændur okkar Danir þekktir fyrir dálæti sitt á svínakjöti. ■ Dönsk stemning í Nettó: Heppnir komast til Köben Svínakjöt er meðal þess sem er á tilboðinu á dönskum dögum. Á svokölluðu Kringlu- kasti sem stendur nú um helgina verður 20-50% afsláttur veitt- ur af nýjum, völdum vörum í verslunum Kringlunnar. „Þetta verður svona smá æðiskast sem stendur í nokkra daga,“ segir Hermann Guð- mundsson, markaðs- stjóri Kringlunnar, léttur í bragði og getur þess að veit- ingastaðirnir bjóði líka uppá ýmiss kon- ar bragðgóð tilboð þessa helgi. ■ Kringlan: Smá æðiskast í nokkra daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.