Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 35
23FÖSTUDAGUR 15. október 2004 Sem betur fer hafa þjóðernisöfgasinnar ekki enn náð að festa djúp- ar rætur á Íslandi. Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrver- andi þingmaður Borgaraflokksins, sem skolaði inn á þing í skjóli Al- berts Guðmundssonar heitins, skip- aði sér í raðir snoðinkolla og al- mennra sullukolla í viðtali við DV á þriðjudag þegar hann boðaði stofn- un stjórnmálaflokks til höfuðs inn- flytjendum á Íslandi en hann á víst sitthvað sökótt við útlendan mann. Ef hér væru ekki stórhættulegar hugmyndir á ferðinni væri auðvitað bara fyndið að Ásgeir Hannes boði nú enn eina atlöguna að þingsæti en það virðist vera meira framboð af sumu fólki en eftirspurn. Ásgeir Hannes telur auðvelt að stofna slík- an fasískan flokk og segir þúsundir manna bíða heima í stofu eftir að hann smelli fingri sínum eins og hann orðar það. Eftir að hafa gert sig breiðan á síðum DV og nánast útnefnt sjálfan sig sem bjargvætt Íslands, kannski misskilinn bjarg- vætt en bjargvætt samt, stillir hann sér svo upp við hlið danska rasist- ans Mogens Glistrup og norska þjóðernisöfgamannsins með barns- andlitið Carl I. Hagen, en magnaðri lýðskrumarar eru vandfundnir á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Sem betur fer hafa þjóðern- isöfgasinnar ekki enn náð að festa djúpar rætur á Íslandi þótt nokkrir kjánar hafi stundum flotið upp á yf- irborðið með einhverju asnalegu rasistarausi a la Glistrup og Hagen. Enda auðga innflytjendur mannlífið ef rétt er á málum haldið og ef við leitum á náðir hagfræðinnar kemur í ljós að innflytjendur eru þjóðhags- lega hagkvæmir en ekki efnahags- leg byrði. En sumir sjá ógnir í öllum hornum, hræðast hið ókunna og um- vefja sig heimóttarlegum einangr- unarhugmyndum í stað þess að taka heiminum opnum örmum og öllum þeim ólíku blæbrigðum sem mann- kynið hefur uppá á að bjóða. Svo ættu menn nú líka að forðast í lengstu lög að leita leiðsagnar í innflytjendamálum til Danmerkur, eins og við höfum þegar gert alltof mikið af. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hefur nefnilega tekist að breyta hinni frjálslyndu Danmörku í hálfgert fasistaríki og lokað landinu fyrir útlendingum með risastórum slagbrandi og þver- girðingu hringinn í kringum eyjarn- ar og hafna á milli. Annars er þetta nú kannski lítið skárra hér á Íslandi því eins og Danir höfum við reist allt of háan haftamúr, verkefnið er miklu heldur að opna landið, enda vantar okkur fleira fólk ef eitthvað er – ekki færra. Þeir örfáu sem inn hafa sloppið hafa auðgað landið okkar, til að mynda með seiðandi tónlist og dunandi dansi. Þá má nefna að Íslendingar fengu lítið annað en saltfisk að borða áður en miðbærinn fylltist af framandi veit- ingastöðum sem bjóða upp á taí- lenskar núðlur, spænska tapasrétti, tyrkneskt kebab, kínverskar risa- rækjur, mexíkóskt fajitas og jap- anskt sushi svo eitthvað sé nefnt. En kannski að lífið sé saltfiskur. ■ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN INNFLYTJENDUR ,, AF NETINU Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Skemmtileg plötubúð! Í tilefni af tónleikum Lisu Ekdahl í Austurbæ 29. og 30. október, verða allar plötur Lisu á tilboði í verslunum Skífunnar. • When Did You Leave Heaven • Back To Earth • Bortom Det Blå • Heaven, Earth and Beyond: Best Of • Med Kroppen Mot Jorden • Olyckssyster • Sings Salvatore Poe • Lisa Ekdahl Björgum skúrunum [M]erkar byggingar [eru] að grotna niður vestar í borginni, án þess að nokkur hreyfi legg né lið til varnar þeim. Gömlu grásleppuskúrarnir við Ægisíðuna verða lúnari með hverju árinu og þess er vart langt að bíða að farið verði fram á niðurrif þeirra. Það eru síðustu forvöð að lappa upp á skúrana, fiskitrönurnar og bátabrautirnar. Mannvirkin eru þrátt fyrir allt ekki í verra ásigkomulagi en svo að hægt væri að koma þeim í skikkanlegt horf með nöglum, spýtum, vírbursta, málningu og nokkurra vikna vinnu. Með vinnu og alúð mætti endurvekja blæ þess tíma þegar róið var úr annarri hverri vör og fiskiskúrar stóðu meðfram allri strandlengju borgarinnar. Stefán Pálsson á vg.is/postur. Megrunarkúr Fyrir rétt rúmlega tveimur árum síðan ákvað ég að sýkja mig af streptókokkum. Umræddir kokkar eru bakteríur sem valda sárri hálsbólgu. Í mínu tilfelli tókst þetta svo vel upp að ég gat ekkert nærst í tvær vikur. Árangurinn af kúrnum var því sá að ég léttist um 7 kíló eða þar um bil! Tel ég þetta mun betri árangur en sambærilegir megrunarkúrar geta státað af. Hugsa að mittismálið hafi einnig skroppið saman um tommu eða tvær. Árangur kúrsins er því mjög góður en aukaverkanir eru nokkrar s.s. slen, slapp- leiki, hiti og beinverkir. Þessar aukaverk- anir eru þó hjóm eitt miðað við árangur- inn – 7 kíló! Eða u.þ.b. 10% af líkams- þyngd minni. Það mætti því ímynda sér að Gaui litli hefði getað misst hátt í 20 kíló í þessum kúr. Þórður Heiðar Þórarinsson á deigl- an.com Kalt og heitt Nú berast fregnir af því að Orkuveitan hyggist leggja ljósleiðaranet um gervalla borgina. Skemmst er frá því að segja að þetta er ekki heillavænlegt. Ef yfirvöld í Reykjavík hafa áhuga á því að flýta fyrir lagningu ljósleiðara um höfuðborgina ættu þau að sjálfsögðu að fara sömu leið og Seltirningar eru nú að gera: Ein- faldlega auglýsa eftir áhugasömum aðilum til samstarfs. Að mati Pólitík.is er nefnilega kominn tími til að Orkuveitan snúi sér aftur að því sem borgarbúar ætl- ast til af henni: Að bjóða kalt og heitt vatn og rafmagn á sem vægustu verði. Ritstjórn á politik.is Enginn smákarl Ummæli Roccos Buttigliones á dögun- um hafa vakið hneykslan um gjörvalla Evrópu. Ummælin voru á þann veg að samkynhneigð væri synd og að hlutverk konunnar væri mestmegnis að vera eiginkona. Svona svipuð og ummæli Árna Johnsen og Guðna Ágústssonar í einum pakka. Buttiglione þessi er ekki bara einhver gaur heldur er hann vænt- anlegur yfrmaður dómsmála hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hjörtur Einarsson á sellan.is ■ LEIÐRÉTTING Ranglega var sagt í Fréttablaðinu á dögunum að 12 ára gamall sonur Steingríms J. Sigfússonar alþing- ismanns héti Hjörtur. Þetta er rangt: Bjartur heitir sonur Stein- gríms. Eru þeir feðgar beðnir vel- virðingar á þessari missögn. Þjóðernisöfgar á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.