Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 36
24 15. október 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningu á grafískri hönnun sem opnar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag. Efnisflokkar á sýningunni spanna vítt svið allt frá spegilmynd liðins tíma í formi auglýsinga, áróðurs, peninga- seðla, umbúða og myndskreyt- inga, frá fyrstu sjónvarpsgrafíkinni, sjónvarpsauglýsing- unum, bókunum og prentefninu til þess ferskasta sem á sér stað í grafískri hönnun í dag... Rússneskum dögum í Alþjóða- húsinu við Hverfisgötu. Rússnesk tónlist, rússnesk grafík, rússneskur matur.... Wasabi, franskri kvikmynd á Stöð2 í kvöld, klukkan 22.15... Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir sjöttu og síðustu hádegistónleikunum á þessu ári undir yfirskriftinni Klais-orgelið hljómar laugar- daginn 16. október klukkan 12.00. Kári Þormar orgelleikari flytur og kynnir aðgengilega orgel- tónlist frá Frakklandi, m.a. 1. þáttinn úr hinni vel þekktu 5. orgelsinfóníu eftir Widor. Í efnis- skránni leggur Kári áherslu á tilbrigðaformið, sem hann nýtir til að draga fram hin ýmsu lit- brigði í hljómi Klais-orgels Hallgrímskirkju. Kári Þormar lagði stund á orgelleik hjá Herði Áskelssyni og píanóleik hjá Jónasi Ingimund- arsyni. Eftir nám hér heima hélt hann út í framhaldsnám til Þýskalands í kirkjutónlist, við Robert Schumann Hochschule í Düsseldorf undir handleiðslu Hans Dieter Möller. Þaðan lauk hann A-Kirkjutónlistarprófi haustið 1998. Kári hefur haldið fjölda einleikstónleika, bæði hér á landi og erlendis, Hann hefur einnig verið virkur meðleikari með einsöngvurum og kórum. Kári starfar nú sem organisti og kórstjóri við Áskirkju. Kl. 20.00 Dómkirkjan. „Mín sál, þinn söngur hljómi.“ Kvöldstund í minningu dr. Róberts A. Ottóssonar. Meðal annars flytur dr. Sigurbjörn Einarsson biskup inn- gangserindi, Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, auk félaga úr Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. menning@frettabladid.is Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Blautur draumur Það er viss eftirvænting að fara í Nemendaleikhúsið að sjá og heyra nýju leikaraefnin sem hafa verið splæst saman til fjögurra ára í því augnamiði að nema list leikarans. Ferskleiki og kraftur hefur oftar en ekki einkennt sýningar Nemenda- leikhússins, sem von er. Hinu má svo auðvitað ekki gleyma að þau eru ennþá nemar og hafa ekki formlega verið útskrifuð sem leikarar svo maður fer þannig höndum um þetta hæfileikaríka unga fólk að það glati ekki þeirri draumsýn að þjóna leik- listargyðjunni sem best eftir að námi lýkur. Þau hafa valið að vinna sýningu upp úr Draumi á Jónsmessunótt undir stjórn aðalkennara síns í skól- anum, Rúnars Guðbrandssonar. Gott að Nemendaleikhúsið skuli taka verk Shakespeares til sýninga. Ég ætla ekki að fjalla um frammistöðu hvers og eins.Ungu leikaraefnin stóðu sig prýðilega. Sýningin fer ágætlega af stað. Áhorfendur eru leiddir inn á skemmtistað þar sem ýmis ólyfjan er í boði svona til að búa þá undir það sem koma skal. Skemmtileg var hall- ærisleg byrjunarsena þar sem hrært var saman texta Shakespeares úr fleiri en einu leikriti og viðbótum sem ýmist hafa verið spunnar upp eða skrifaðar inn í textann. Það gekk alveg upp og hefði verið hægt að skrifa heilt leikrit um sögu hljóm- sveitarinnar (handverksmannanna) í Draumnum sem hefði skemmt áhorfendum heilt kvöld. En síðan byrjaði Draumurinn. Helmingi of langur. Ekki er við blessuð leikaraefnin að sakast. Þau gera sitt besta miðað við gefnar for- sendur. Þær forsendur eiga hins vegar að mínu viti heima innan fjög- urra veggja skólans. Ég hélt um tíma að ég væri í miðjum leiktúlkunartíma eða á kynningu hjá nemendum á öðru eða þriðja ári. Unga fólkið sem stóð á sviðinu og lék gerði fátt annað en að öskra textann út eða hrinda hvert öðru í gólfið, kófsveitt, oftast á nærbuxum einum fata. Það var ekki að sjá eða heyra að nokkur vinna hefði átt sér stað með texta eða um hvað senurnar í leikritinu voru. Fyrir nú utan það að svona enda- lausir kynferðisspunar halda ekki at- hygli áhorfandans við sögu eða söguþráð. Það er ekkert spennandi í gangi, engin gulrót á hinum enda spýtunnar. Það sem blasir við er bert hold og yngri nemendunum leið augljóslega illa að þurfa að skaka sér hálfnaktir ofan í áhorfendum. Að sitja í þrjá klukkutíma á bekk þar sem ekki er einu sinni hægt að hvíla bakið er ekki boðlegt venjulegum leikhúsá- horfendum. Sýningin var ekki einu sinni frumleg því allt hefur maður séð þetta áður. Leikstjórinn á að vita að „meira að segja í fellibyl tilfinning- anna verður að temja sér þá stillingu sem fágar“. (Shakespeare) Ég er þeirrar skoðunar að leikaraefnin eigi að fá starfandi leikhúslistamenn til liðs við sig í Nemendaleikhúsi því það er raunveruleikinn þegar skólan- um sleppir. Til að bæta gráu ofan á svart þá fylgja ljósmyndir af leikara- efnunum með leikskránni þar sem þau eru vart þekkjanleg og engum hefur þótt ástæða til að setja nöfn þeirra við myndirnar til að vita hver er hvað. Ég vona að næsta verkefni Nemendaleikhússins verði ekki svona dæmalaus listræn sjálfsfróun leikstjóra. ■ LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Draumurinn/William Shakespeare Nemendaleikhúsið Leikaraefnin: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir / Atli Þór Albertsson / Guðjón Davíð Karls- son / Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir / Jóhannes Haukur Jóhannesson / Oddný Helgadóttir / Ólafur Steinn Ingunnarson / Orri Huginn Ágústsson / Sara Dögg Ás- geirsdóttir / Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Tónlistarstjóri: Kjartan Ólafsson / Dramatúrg: Guðmundur Brynjólfsson / Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson ! BÖNDIN Á MILLI OKKAR eftir Kristján Þórð Hrafnsson Frumsýning sunnudagskvöld! Spennandi átakaverk! Leikarar: Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig Arnarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Friðrik Friðriksson Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason NEMENDALEIKHÚSIÐ Leikstjórinn á að vita að „meira að segja í fellibyl til- finninganna verður að temja sér þá still- ingu sem fágar“. (Shakespeare) Bókaforlagið Bjartur hefur gefiðút Bók spurninganna eftir Pablo Neruda í þýðingu Þóris Jóns- sonar Hraundal. Bókin kemur út í tilefni af því að á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu skáldsins. Neruda, sem var frá Chile, ermeðal ástsælustu ljóðskálda tuttugustu aldarinnar, sérvitur nautnaseggur sem orti um ástina og dauðann með ógleymanlegum hætti. Bók spurninganna saman- stendur af 316 spurningum sem Neruda ritaði í minnisbækur á síð- ustu mánuðum ævi sinnar og komu út að honum látnum. Spurn- ingarnar eiga það sameiginlegt að krefjast ekki endilega svars. Neruda fékk Nóbelsverðlaunin íbókmenntum 1971. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.