Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 38
Vel heppnað útboð Innan KB banka ríkir mikil ánægja með niður- stöðu hlutafjárútboðs bankans. Mikil umfram- eftirspurn var í útboðinu og um helmingur þeirra ríflega fimmtíu milljarða sem bankinn aflaði kemur frá fjárfestum sem ekki eru fyrir í hluthafahópi bankans. Hluthafar KB banka eru yfir 30 þúsund og vandfundinn sá fagfjárfestir innanlands sem ekki er þegar hluthafi í bankanum. Af þessu má draga þá ályktun að ríflega helm- ingurinn hafi farið til erlendra fjárfesta. Sé þetta niðurstaðan mun það styrkja bankann í útrásarverk- efnum. Eigið fé KB banka er eftir útboðið hátt í 150 millj- arðar, sem er hærra en markaðsvirði keppi- nautanna Íslands- banka og Landsbank- ans hvors um sig. Fleiri verkefni Ríflega fimmtíu milljarða aukning eigin fjár bankans gefur töluverðan kaupkraft. Nær öruggt er talið að breski bankinn Singer and Friedlander sé á innkaupalistanum. KB banki á fyrir tæpan fimmtung í bankanum og sá breski er vel fjámagnaður. KB banki ætti því að eiga góðan afgang í önnur verkefni. Ekki virðist liggja lífið á að kaupa breska bankann. Á mark- aðnum þykir þetta benda til þess að hugsan- lega sé KB banki langt kominn með eitthvert annað verkefni sem jafnvel sé fyrr í röðinni en Singer and Friedlander. Bankinn hefur þegar boðað frekari vöxt í Lúxemborg, London og á Norð- urlöndunum utan Danmerkur og Svíþjóðar, þar sem staðan er sterk. Markaðurinn veltir því fyrir sér hvaðan tíðinda verður að frétta á næst- unni. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.849 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 598 Velta: 2.312 milljónir +0,28% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Alls hafa um tuttugu prósent stofnfjár- bréfa í SPRON skipt um hendur síðan markaður með bréfin var opnaður. Gengi á síðustu viðskiptum er 6,5 og hafa þau verið lífleg síðustu daga. Nýjar tölur sýna að hagvöxtur í Evr- ópusambandinu er minni nú en vonast hafði verið eftir. Hlutabréf í flestum kaup- höllum Evrópu lækkuðu í gær. Verð á olíu fór yfir 54 Bandaríkjadali á tunnu í gær og hefur aldrei verið hærra. Nikkei-vísitalan lækkaði um 1,44 prósent í gær og stendur nú í 11.034 stigum. Hlutabréf í New York lækkuðu líka fram eftir degi og höfðu bæði Nasdaq- og Dow Jones-vísitölurnar lækkað um tæpt prósent þegar stutt var í lokun markaða. 26 15. október 2004 FÖSTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 51,50 -0,77% ... Bakkavör 28,80 -0,69% ... Burðarás 15,20 -2,56% ... Atorka 5,50 -4,35% ... HB Grandi 7,80 +5,41% ... Íslandsbanki 11,65 -0,43% ... KB banki 500,00 +1,01% ... Landsbankinn 14,80 -0,67% ... Marel 54,10 -1,28% ... Medcare 6,30 +0,32% ... Og fjarskipti 3,76 -2,34% ... Opin kerfi 25,50 - ... Samherji 13,10 - ... Straumur 9,80 -2,97% ... Össur 97,00 +1,57% Síminn ræður Skjá einum HB Grandi 5,41% Síminn 3,41% Össur 1,57% Atorka -4,35% Straumur -2,97% Burðarás -2,56% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 410 4000 | landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 40 64 10 /2 00 4 Landsbankinn varð fyrstur íslenskra banka til að bjóða verðbréfa- viðskipti á erlendum mörkuðum í gegnum netið. Landsbankinn tekur nú enn forystuna og býður nýjung í verðbréfaviðskiptum á netinu sem markar tímamót á Íslandi. Tryggðu þér hlut í framtíðinni Stjórn Sparisjóðs Kópavogs lítur sameiningu Sparisjóðs Reykjavíkur og Sparisjóðs vélstjóra jákvæðum augum. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um þátttöku SPK. Fulltrúar frá Sparisjóði Kópavogs (SPK) hafa rætt óformlega við full- trúa frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) um þátttöku SPK í sameiningu sparisjóða á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar hefur verið tilkynnt um samrunaviðræður SPV og SPRON. Birgir Ómar Haraldsson, stjórn- arformaður SPK, staðfestir að þetta hafi verið rætt en stjórn sparisjóðs- ins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að stjórn SPK sé jákvæð í garð aukins samstarfs sparisjóðanna eða samruna þeirra. „Við skynjum það þannig að menn ætli að vera mjög samstíga um þessi mál og við fögnum því,“ segir Birgir Ómar. Hann segir að sparisjóðakerfið þurfi að þróast og telur viðræður um sameiningu SPV og SPRON vera merkilega tilraun til að koma slíkri framþróun af stað. „Það er merki- legt og ánægjulegt sem þarna á sér stað,“ segir hann. Hann segist vona að sem flestir sparisjóðanna taki þátt í þeim breytingum sem kunni að vera fram undan varðandi rekstrarumhverfi þeirra. - þk SPK skoðar sameiningu SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Stjórnin lítur sameiningarferli í sparisjóðakerfinu hýru auga og óformlegar viðræður hafa þegar átt sér stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P AL LI Síminn hefur náð undir- tökum í Skjá einum og hyggst fella stöðina inn í nýtt félag um efnisveitu inn á Breiðbandið. Síminn ræður nú meirihluta Ís- lenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn. Síminn hefur keypt meiri- hluta í Fjölmiðlafélaginu, eign- arhaldsfélagi sem á um tólf prósent í Íslenska útvarps- félaginu. Þá hefur Íslandsbanki keypt þrettán prósent í Skjá einum og segir Orri Hauksson, framvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, að kaup bankans séu gerð í náinni samvinnu við Sím- ann. Þessir hlutir mynda meiri- hluta í félaginu, ásamt 26 pró- senta beinum hlut Símans. Orri segir að unnið sé að því að semja við aðra hluthafa, ann- ars vegar um kaup á hlutum þeirra og hins vegar um þátt- töku í efnisveitufélagi sem með- al annars mun eiga Skjá einn. Aðalfundur Íslenska sjón- varpsfélagsins verður haldinn í næstu viku. „Í kjölfar hans er ætlunin að fá nýja fjárfesta inn í efnisveitufélagið sem mun eiga Skjá einn, Breiðvarpið og fleiri efnisflokka til stafrænnar sjón- varpsdreifingar,“ segir Orri. Því er haldið fram í fjölmiðl- um að aðilar tengdir Norðurljós- um hafi falast eftir að kaupa hlut í Skjá einum á síðustu dög- um. Þessu neitar Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarfor- maður. Hann segir að félaginu hafi verið boðinn helmingshlut- ur til kaups á hálfan milljarð. „Við sýndum því fullkomið tóm- læti og í því endurspeglaðist áhugi okkar á þeirri fjárfest- ingu,“ segir Skarphéðinn. - þk ORRI HAUKSSON Segir að fleiri fjárfestar verði fengnir inn í félag sem mun reka efnisveitu fyrir dreifikerfi Símans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.