Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 39
27FÖSTUDAGUR 15. október 2004 Banki allra landsmanna Við færum þér fjármálaheiminn Landsbankinn hefur opnað aðgang að nýjum, glæsilegum verðbréfavef í samstarfi við E*TRADE. Í fyrsta skipti býðst Íslendingum að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Nýttu þér einfalda og hagkvæma leið til að eignast stærri hlut í framtíðinni - með Landsbankann sem traustan bakhjarl á heimsmarkaði. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Umfang íslenskra fyrirtækja á breskum fjármálamarkaði hefur ekki farið framhjá neinum. Bresk stórblöð beindu í gær athygli sinni að íslenskum kaupsýslumönn- um í London. Íslenskir kaupsýslumenn eru í kastljósi breskra fjölmiðla. Stór- blöðin Financial Times og Guardi- an fjalla um áhuga Íslendinga á kaupum á breskum fyrirtækjum. Baugur kannar nú áreiðanleika reikninga Big Food Group og hefur stjórn Big Food samþykkt fyrir sitt leyti yfirtökutilboð Baugs. Heild- arupphæð sem reiða þarf fram í þeim viðskiptum er 94 milljarðar. Þá er búist við yfirtökutilboði frá Bakkavör í Geest og KB banka í Singer and Friedlander. Kveikjan að umfjöllun nú er vel heppnað hlutafjárútboð KB banka og yfirlýsing frá verðbréfafyrir- tækinu Numis sem hryggbraut Landsbankann. Landsbankinn kannast ekki við bónorðið, en við- urkennir að breski bankinn HSBC leiti að vænlegum fjármálafyrir- tækjum til kaups fyrir bankann. Landsbankinn bætist í hóp ís- lenskra fyrirtækja sem breskir fjölmiðlar fjalla um. Baugur og KB banki eru hvort tveggja fyrirtæki sem breski fjármálaheimurinn þekkir vel. Bakkavör hefur einnig hægt og bítandi læðst inn í vitund fjármálalífsins og mun með yfir- töku á Geest verða enn þekktara fyrirtæki á breska markaðnum. Þá er stefnt að skráningu Actavis á markað í London eftir áramót. Blaðamaður Financial Times spyr hvernig standi á þessari miklu útþrá þjóðar sem telur 290 þúsund hræður. Færri en búa í Coventry. Blaðamaður Financial Times segir skýringa að leita í miklum hagvexti og ríkidæmi þjóðarinnar. Hlutabréfamarkaður og hátt verð félaga á markaði hafi auðveldað fjármögnun yfirtöku með hluta- fjárútboði. Ágúst Guðmundsson, stjórnar- formaður Bakkavarar og Björgólf- ur Thor Björgólfsson, stjórnarfor- maður Burðaráss leggja til fleiri skýringar. Söfnunarkerfi lífeyris- sjóðanna ýti undir fjárfestingar. „Við flytjum út allt sem við fram- leiðum og inn það sem við neytum. Það skapar alþjóðlegan hugsunar- átt,“ hefur Financial Times eftir Ágústi. Björgólfur Thor telur út- rásina skapast af nauðsyn. „Við erum eyja í Norður-Atlantshafi. Við eigum pening en skortir fjár- festingatækifæri.“ Grein Financial Times lýkur á þeim orðum að haldi fram sem horfi muni Baugur auka verulega hlut sinn í breskri smásöluverslun. Breski fjármálaheimurinn megi einnig búast við því að KB banki og Landsbankinn hafi ekki sagt sitt síðasta orð á breska markaðnum. haflidi@frettabladid.is Tólf þúsund störfum fækk- ar í Evrópu. Hár launa- kostnaður og strangar regl- ur á vinnumarkaði sagðar ástæðan. Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors ætlar að fækka starfsmönnum sínum í Evrópu um tólf þúsund fyrir árslok 2006. Stjórnendur fyrirtækisins telja að launakostnaður sé of hár í Evrópu auk þess sem spurn eftir bílum fari minnkandi. „Sé litið þrjú ár aftur í tím- ann hefði enginn spáð því hve veikur evrópski markaðurinn yrði, sérstaklega sá þýski,“ segir Carl-Peter Forster for- stjóri General Motors í Evrópu. Hann segir að mikil verðsam- keppni hafi þrýst niður verði á Þýskalandsmarkaði og ekki sé útlit fyrir bata. Stærstur hluti uppsagnanna verður í þýskum verksmiðjum General Motors. Þar er launakostnaður hár auk þess sem ýmsar reglugerðir svo sem eins og 35 stunda vinnuvika og langvinn sumar- frí hafa vond áhrif á rekstur- inn. Í gær tilkynnti General Motors að tap á rekstrinum á þriðja ársfjórðungi í Evrópu næmi 236 milljónum Banda- ríkjadala (tæplega 17 milljörð- um króna). Vandræði General Motors einskorðast þó ekki við Evrópu því reksturinn hefur undanfarið verið verri en sér- fræðingar telja ásættanlegt. Verð bréfa í General Motors lækkaði í kauphöllinni í New York í gær og er nú lægra en það hefur verið allt síðasta ár. - þk Á ÚTLEIÐ Starfsmenn General Motors halda heim úr vinnu í gær. Einhverjir þeirra gætu átt eftir að missa vinnuna á næstu árum því fyrirtækið ætlar að fækka um tólf þúsund í starfsliði sínu í Evrópu. Vandi hjá General Motors M YN D /A P Á HRAÐFERÐ Íslenskir fjárfestar vekja sífellt meiri athygli breskra fjölmiðla. Tími víkinga- brandara er að baki í breskum fjölmiðlum og nú er fjallað um þátt Íslendinga í bresku viðskiptalífi af fullri alvöru. Athyglin vex í London M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.