Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 42
30 15. október 2004 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Föstudagur OKTÓBER FÓTBOLTI Það var hugsanlega verst geymda leyndarmál landsins að Guðjón myndi skrifa undir samn- ing við Grindavík í lok vikunnar. Hann var búinn að ná samkomu- lagi við stjórn Grindavíkur um samning og Grindvíkingar stefndu á að halda blaðamanna- fund í gær þar sem Guðjón yrði kynntur sem nýr þjálfari félags- ins. Þau plön breyttust öll á mið- vikudag er Guðjón fékk símtöl að utan frá enskum 1. deildarfélög- um sem vilja heyra í honum hljóð- ið. Fundurinn í gær var því saltað- ur og Guðjón er þegar farinn utan. „Ég er að fara að skoða tvö til þrjú mál úti,“ sagði Guðjón í spjalli við Fréttablaðið í gær en hann segir þau ekki vera ný af nálinni. „Tvö af þessum málum eru búin að vera í gerjun í nokkurn tíma. Þeir hóuðu síðan í mig og vilja setjast niður og spjalla strax eftir helgi.“ Guðjón var ófáanlegur til þess að segja hvaða lið væru þarna á ferðinni en staðfesti þó að hér væri um að ræða félög í ensku 1. deildinni. Guðjón stýrði sem kunnugt er æfingu fyrir félaga sinn, Micky Adams, hjá Leicester á dögunum og má telja líklegt að Leicester sé eitt þeirra liða sem Guðjón mun ræða við þar sem Adams sagði upp störfum nokkrum dögum síðar. Guðjón hefur einnig fengið fyrirspurnir frá fleiri félögum í Evrópu og hann mun hugsanlega ræða við þau í næstu viku. Það verður því ekkert um undirskrift- ir í Grindavík fyrr en í ljós kemur hvað verður úr þessum málum. Þrátt fyrir þetta bakslag eru Grindvíkingar ekki búnir að gefast upp á Guðjóni. Þeir leggja allt undir til þess að fá hann til starfa og munu bíða þess hvað verður úr hans málum. „Það var búið að undirbúa blaðamannafund í dag en honum verður seinkað eitthvað,“ sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Við bíðum bara rólegir þar til mál hans skýrast. Við vitum ekk- ert hversu lengi það verður en við erum til í að gefa honum svolítinn tíma. Guðjón hefur sjálfur sagt að þolinmæði sé dyggð og við erum sammála því,“ sagði Jónas léttur í lund en hann mun að öllum líkind- um ráða Milan Stefán Jankovic sem aðalþjálfara fái Guðjónsmál- ið ekki farsæla lendingu. henry@frettabladid.is GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Sést hér á vellinum í Grindavík í vikunni. Það verður einhver bið á því að hann skrifi undir samning við Grinda- vík enda farinn til viðræðna við önnur félög í Englandi. Heldur Grindavík í gíslingu Grindvíkingar vonuðust til þess að semja við Guðjón Þórðarson í gær. Af því varð ekki þar sem ensk félög hringdu í Guðjón á miðvikudag og vilja ræða við hann. Málið saltað fram yfir helgi.■ ■ LEIKIR  19.15 Fram og HK eigast við í Framhúsinu í handknattleik karla.  19.15 Víkingur og Selfoss eigast við í Víkinni í handknattleik karla.  20.00 Valur og ÍBV eigast við í Valsheimilinu í handknattleik karla.  20.00 Afturelding og FH eigast við í Varmá í handknattleik karla. ■ ■ LEIKIR  16.05 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  16.35 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  17.50 Motorworld á Sýn. Þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Breskir knattspyrnuspekingar spá í leiki helgarinnar.  18.20 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn. Bein útsending frá leik Creteil og Hauka.  20.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Nottingham Forest og Wolverhampton Wanderers í 1. deild.  21.40 World Series of Poker á Sýn. Slyngustu fjárhættuspilarar veraldar mæta til leiks á HM í póker. Afmælishátið - Aðalfundur - Arsenalklúbburinn heldur uppá 22. afmæli sitt og félagsmönnum boðið í kaffi á Players í Kópavogi á morgun laugardag 16. okt. frá kl. 13.00. Í beinni verður Arsenal v. Aston Villa. Aðalfundur klúbbsins verður haldinn sama stað kl. 17.00 Félagsmenn fjölmennið Stjórnin Eggert Magnússon, formaður KSÍ: Staða Íslands áhyggjuefni FÓTBOLTI „Ég segi nú ekki að ég sé sáttur við þessi úrslit en íslenska liðið var að mínu viti ekki að spila neitt sérstaklega illa,“ sagði Egg- ert Magnússon, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, um leik Íslands og Svíþjóðar í fyrrakvöld. Eggert fullyrðir að engar hug- myndir séu uppi um að segja upp samningi KSÍ við Ásgeir Sigur- vinsson og Loga Ólafsson. Líkt og landsliðsþjálfararnir eftir leikinn bendir Eggert á að ís- lenska liðið hafi þarna verið að mæta miklu betra liði. „Meðan ég er ekki sáttur við gang mála gegn Svíum er ég minna sáttur við gengi liðsins í þessari riðlakeppni. Staða okkar þar ætti að vera betri á þessu stigi en öllum mátti vera ljóst að mikið þurfti til til að ná stigum gegn Svíum, sem voru að spila mjög skemmtilega.“ Þrátt fyrir að störf Ásgeirs og Loga séu tryggð áfram segir Egg- ert að á næstunni verði fundað ítarlega vegna þeirrar stöðu sem landsliðið sé komið í og hugmynd- ir reifaðar um hvað megi betur fara í næstu leikjum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. EGGERT MAGNÚSSON Ásgeir og Logi hafa fullt traust formannsins þrátt fyrir stórtapið fyrir Svíum í fyrradag. Fréttablaðið/Stefán „Þeirra tími er liðinn. Líftími landsliðsþjálfara á Íslandi er bara tvö ár. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er passlegur tími fyrir landsliðsþjálfara.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, kom mönnum niður á jörðina í Olíssporti á fimmtudagskvöldið. 16 LIÐA ÚRSLIT HÓPBÍLA- BIKARS KARLA Grindavík-Breiðablik 111-59 Grindavík vann samanlagt, 219-135. Haukar - Fjölnir 75-66 Haukar: Sævar Ingi Haraldsson 34 stig. Mirko Virijevic 9 stig, 10 fráköst. Fjölnir: Darrel Flake 21 stig, 11 fráköst, 6 stoðs. Jeb Ivey 21 stig. Haukar unnu samanlagt, 166-155. Hamar/Selfoss - ÍR 75-110 ÍR vann samanlagt, 206-158. Keflavík - Ármann/Þróttur 117-39 Keflavík: Gunnar Stefánsson 19 stig. Ármann/Þróttur: Guðbjörn Sigurðsson 11 stig. Arnar Guðjónsson 9 stig. Keflavík vann samanlagt, 243-93. KR - KFÍ 119-85 KR: Cameron Echols 28 stig Damon Garris 12 stig KFÍ: Joshua Hem 31 stig Pétur Sigurðsson 15 stig. KR vann samanlagt, 221-163 Njarðvík - Þór Þ. 101-62 Njarðvík: Kristján Sigurðsson 22 stig. Þór Þ.: Roy Hodgson 22 stig, 12 fráköst. Njarðvík vann samanlagt, 197-123. Tindastóll - Skallagrímur 63-91 Tindastóll: Svavar Birgisson 20 stig, 9 fráköst. Nikola Cvjetkovic 14 stig, 14 fráköst. Skallagrímur: Jovan Zdravevski 24 stig, 5 stolnir. Clifton Cook 21 stig, 4 stolnir. Skallagrímur vann samanlagt, 210-137. Snæfell - Valur 119-56 Snæfell vann samanlagt, 218-126.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.