Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 15. október 2004 31 Tracy McGrady, stigakóngur síð-ustu tveggja tímabila í NBA-deild- inni, hefur ekki miklar áhyggjur þó að stigaskor hans lækki til muna með nýja liðinu sínu, Houston Rockets. „Ég er með hærri markmið núna,“ sagði McGrady. „Ég ætla að gera Yao Ming betri og liðið í heild. Stigaskor mitt er ekki aðalatriðið.“ Kobe Bryant var stuttur í spunaþegar hann var spurður álits á Phil Jackson, sem málar dökka mynd af Bryant í nýrri bók, The Last Season. „Hann er bara að reyna að selja bókina sína, meira segi ég ekki um það,“ sagði Bryant. „Ég þarf að sinna mínum skyld- um hér og ég óska honum alls hins besta í því sem hann er að gera núna.“ Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers í tapleik gegn Seattle Super- sonics, 87-80. Emilio Butragueño, yfirmaðurknattspyrnumála hjá Real Madrid, hefur líkt Michael Owen við Zined- ine Zidane þegar hann kom til liðs- ins á sínum tíma. „Það voru gríðar- lega miklar væntingar gerðar til Zid- ane þegar hann kom til okkar,“ sagði Butragueño. „Strax á fyrsta mánuði voru menn farnir að gagnrýna og það sama er uppi á teningnum nú. Zidane lét verkin tala og við búumst við því sama af Owen, hann er frá- bær leikmaður.“ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Model 2414NB Prófílsög 0=350 mm 2000 Wött 16.3 kg. 23.500 TILBOÐSDAGAR 13.10 - 15.10.04 Model 4340FCT Stingsög 720 Wött 2.4 kg. Taska 19.900 Model 3620 Fræsari 860 Wött 2.4 kg. 15.900 Model 5604R Hjólsög 0=165mm 950 Wött 3.6 kg. 13.900 Model 9528NB Slípirokkur 0=125 mm 750 Wött 1.4 kg. 9.900 REYKJAVÍK • AKUREYRI Auk þess: RAFHLÖÐUBORVÉLAR, NAGLARAR, SVERÐSAGIR, HEFLAR BORVÉLAR, SKRÚFVÉLAR, BROTVÉLAR, HÖGGLYKLAR OG FL. GÓÐAR VÉLAR - BETRI VERÐ GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 11 stöðum um land allt! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ ...einfaldlega betri! +FYRIR ÁSKRIFENDUR Ti lb oð g ild ir út o kt ób er 2 00 4 eð a m eð an b irg ði r e nd as t Sértilbo ð aðeins fyrir ásk rifendur DV gegn fra mvísun miðans Indesit W IL125 1 200 sn. þvottavé l Fullt verð 54.995.- DV ve rð 39.995 ,- Glaðningur fyrir áskrifendur DV Tryggir áskrifendur gerast sjálfkrafa meðlimir í DV+ og fá ný tilboð mánaðarlega. Íslendingar grófir og ruddalegir Leikmenn íslenska landsliðsins fá kaldar kveðjur frá sænskum kollegum sínum í fjölmiðlum fyrir ruddaskap og grófan leik í fyrrakvöld. Leik- menn Íslands hafi farið langt út fyrir það sem eðlilegt geti talist. FÓTBOLTI Laugardalsvöllur er ekki öruggur staður ef marka má um- mæli sænsku landsliðsmannanna í sænskum fjölmiðlum eftir leik- inn gegn Íslendingum í fyrra- kvöld. Fara þeir nokkrir hörðum orðum um grófan leik íslenska liðsins og fer markvörðurinn Andreas Isaksson þar fremstur í flokki. Segir hann íslensku strák- ana hafa spilað af tómum rudda- skap með það eitt fyrir augum að valda meiðslum hjá Svíum. Isaksson sár Sænski þjálfarinn og leik- menn allir voru sammála um að íslenska liðið hafi spilað stífan og á köflum grófan leik. Heiðar Helguson lét enn einn markvörð- inn finna fyrir sér þegar hann lenti í samstuði við Isaksson á sjöttu mínútu í leiknum. Lá Isaksson eftir og varð síðar að skipta honum út af vegna meiðsla í læri. Er óvíst hvort hann spilar með liði sínu, franska liðinu Rennes, á laugardaginn kemur. Var hann einn af fáum sænskum leikmönnum sem voru sjáanlega reiðir í garð Íslendinga eftir leik liðanna í fyrrakvöld. „Það er eitt að spila af hörku og láta finna fyrir sér en Íslendingarnir fóru langt út fyrir þau mörk.“ Varnarmaðurinn Alexander Östlund tekur í sama streng og finnst eins og Íslendingarnir hafi farið í leikinn með það fyrir aug- um að koma sænsku leikmönnun- um á spítala. „Þeir fóru tvífóta í allar tæklingar og skipti þá engu hvað fyrir varð. Svona á ekki að spila fótbolta heldur verður alltaf að sýna andstæðingnum virðingu og það vantaði alveg upp á það hjá íslenska liðinu.“ Ásgeir af fjöllum „Ég átta mig ekki á hvað sænsku leikmennirnir eru að fara með þessum yfirlýsingum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari þegar ummælin voru bor- in undir hann. „Ef eitthvað var vantaði meiri hörku í íslenska lið- ið og þá kannski hefðu úrslitin orðið önnur. Hins vegar má segja að í byrjun síðari hálfleiks tóku menn harðar á Svíunum en verið hafði fram að því en yfir heildina fannst mér ekki hægt að tala um sérstaklega grófan leik af okkar hálfu.“ ■ Grétar Hjartarson og Kári Árnason komnir heim: Bíða báðir við símann FÓTBOLTI Knattspyrnumennirnir Grétar Ólafur Hjartarson úr Grindavík og Kári Árnason, leik- maður Víkings, komu heim á mið- vikudag eftir vikudvöl hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Þeir voru báðir mjög jákvæðir við heimkomuna og gera sér nokkuð góðar vonir um að fá sent samningstilboð frá sænska félaginu. „Mér gekk ágætlega og er svona hóflega bjartsýnn á að fá tilboð frá þeim. Þetta lítur ágæt- lega út,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki enn komið tilboð og það ræðst væntanlega á næstu dögum. Þeir voru samt mjög jákvæðir. Ég bara bíð við símann og vona það besta.“ Grindvíkingurinn Grétar Ólaf- ur Hjartarson var einnig til reynslu hjá Djurgården á sama tíma og hann er rétt eins og Kári nokkuð vongóður um að fá samn- ing hjá sænska félaginu. „Mér leist verulega vel á allt hjá félaginu. Ég gæti vel hugsað mér að spila þarna. Þetta er flott- ur klúbbur og Stokkhólmur er skemmtileg borg. Þeim leist vel á mig og ég á von á að heyra frá þeim fljótlega,“ sagði Grétar Ólafur en þeir félagar léku tvo leiki í ferðinni og skoraði Grétar í báðum leikjunum. Honum stendur einnig til boða að fara til enska félagsins Doncaster. „Það er aldrei að vita nema ég kíki til þeirra. Ég tapa engu á því og það gæti verið gam- an að skoða,“ sagði Grétar en hann er að auki með munnlegt til- boð frá Grindavík og svo hafa flest félög í Landsbankadeildinni sett sig í samband við hann. henry@frettabladid.is SAMSTUÐ Markvörður Svía, Andreas Isaksson, liggur óvígur eftir samstuð við Heiðar Helguson. Margir leikmenn Svía fengu að kenna á íslensku strákunum og kvarta hástöfum í sænskum fjölmiðlum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Í R IS Á LEIÐ TIL SVÍÞJÓÐAR? Víkingurinn Kári Árnason gæti verið á leið til Svíþjóðar en hann er nýkominn heim eftir vikudvöl hjá Djurgården. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.