Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 15. október 2004 5. nóvember 19. nóvember 20. nóvember 26. nóvember 27. nóvember 3. desember 4. desember 10. desember 11. desember Bjóðum einnig jólahlaðborð í sér sal fyrir hópa - virka daga jafnt sem um helgar Sýningardagar: söngkabarett Nánari upplýsingar í síma 533-1100 og á www.broadway.is Miðasalan opin alla virka daga til kl. 18:oo Frábærar viðtökur og nú fara borðin hratt Þarftu að vita meira? Núer bara að hringja og panta! „Með næstum allt á hreinu" Hjálmar Hjálmarsson, Andrea Gylfa, Valur Freyr, Jónsi, Margrét Eir, Linda Ásgeirs og margir fleiri Tvímælalaust eitt besta jólahlaðborðið -ein skemmtilegasta sýningin og eitt besta verð sem boðið er uppá í ár: Verð frá 4.400 krónum Býður nokkur betur? Jólahlaðborð „Með næstum allt á hreinu“ og dansleikur Á föstudagskvöldum: Hljómsveitin Hunang Á laugardagskvöldum: Í svörtum fötum Jólahlaðborð:HEILDSÖLU LAGERSALA Vegna flutnings Barna og fullorðins fatnaður með 50-90% afslætti Útivistar, skíða, snjóbretta og golffatnaður einnig mikið úrval af skóm Verð dæmi SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) Úlpur: Áður 29.900- Nú : 7.900- Skíðabuxur: Áður 14.900- Nú: 4.900- Barna úlpur Áður: 8.990- Nú: 3.990- Barnagalla: Áður: 8.990- Nú: 2.990- Opið eingöngu Laugardag 16. október 11:00 til 17:00. Sunnudag 17. október 11:00 til 17:00. Mánudag 18. október 13:00 til 20:00. NÝTT KORTATÍMABIL ■ MYNDLISTARSÝNING Teiknar með límbandi og lopa Íris Friðriksdóttir myndlistar- maður er í þann veginn að opna tvær sýningar í Reykjavík. Í kvöld opnar hún sýningu í húsi Sambands íslenskra myndlistar- manna í Hafnarstræti, en á morg- un opnar hún sýningu í galleríi Sævars Karls í Bankastræti. „Ég sýni teikningar á báðum stöðunum,“ segir Íris, en þessar teikningar eru ekkert venjulegar teikningar, því hún notar hvorki blýant né blað til þess að teikna, né nokkur önnur hefðbundin teikniáhöld. „Hjá Sævari nota ég loðband. Þá lími ég lopann beint á vegginn, legg svo lag ofan á lag, línu eftir línu þar til verkinu er lokið.“ Hún sýnir aðeins eitt verk í galleríi Sævars Karls, og notar til þess stærsta vegginn. Teikning- arnar í SÍM-salnum eru þó heldur fleiri, „en þar nota ég ekki loð- band heldur límband.“ Báðar sýningarnar eru í raun innsetningar, þar sem Íris vinnur með rytma og endurtekningu, sem myndar munstur á veggjum sýningarsalanna. „Ég hef áður unnið með símunstur, sem ég kalla svo, og haft það sem heiti á sýningum mínum.“ Hún segir hins vegar mikinn mun á lopanum og límbandinu, og verkin draga dám af því. „Lopinn er lífrænn en límband- ið er dautt efni, og þess vegna leyfi ég mér að vera frjálslegri í notkun á límbandinu, handar- hreyfingarnar þegar ég teikna á vegginn eru líkari því sem maður væri að dansa við tónlist. Kantarnir verða þá ekki jafn ákveðnir, en áfram er samt þessi rytmi og endurtekning sem verður að munstri.“ Íris hefur búið í Danmörku í sjö ár og unir sér þar vel skammt frá landamærum Þýskalands ásamt eiginmanni, þremur börn- um, hundi og fleiri dýrum. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. ■ ■ MÁLÞING Fjölmenning í skólum Málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, sem haldið verður í dag og á morgun, er stærsta málþing sem haldið er á vegum menntastofnana hér á landi og mikilll viðburður meðal allra þeirra sem starfa að mennta- og uppeldismálum. Málþingið er haldið í Kennaraháskólanum við Skaftahlíð. Aðalfyrirlesarar í dag eru Finn Th. Hansen, dósent í heimspeki menntunar við Danmarks Pæda- gogiske Universitet, og Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og verkefnastjóri hjá ICI. Erindi Guðrúnar fjallar um fjölmenningarlega kennslu, en Guðrún er þekkt fyrir skrif sín um kynþáttafordóma og störf sín að málefnum innflytjenda á Íslandi. Guðrún rekur meðal annars þær áherslubreytingar sem orðið hafa í fjölmenningarlegri kennslu í Evrópu. Lengi vel var fyrst og fremst um að ræða sérkennslu fyrir innflytjendur og reynt að hjálpa þeim að samlagast sam- félaginu. Á undanförnum árum hefur meiri áhersla verið lögð á hlut- verk kennarans við styrkja fjöl- menningarlega hæfni allra nem- enda og tryggja um leið jafnan að- gang að lærdómsferlinu. ■ ÍRIS FRIÐRIKSDÓTTIR Opnar tvær sýningar í Reykjavík í kvöld og á morgun, þar sem hún sýnir teikningar úr límbandi og lopa. SKÓLABÖRN „Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi“ er yfirskrift málþings um skólamál sem haldið verður í Kennaraháskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.