Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Um 300. Halldór Björnsson. Eiður Smári Guðjohnsen. 42 15. október 2004 FÖSTUDAGUR „Það er ekki hægt að kalla tómat- sósu tómatsósu nema hún sé búin til úr tómötum,“ segir Ásgeir Friðþjófsson, tómatsósumeistari Vals, sem alvöru sælkerar hafa heimtað á pulsuna sína síðan um miðja síðustu öld. „Það er gömul þjóðsaga að sósan sé ekkert annað en eplamauk og maður agnúast ekkert út í það ef fólki líður betur í þeirri trú.“ Maðurinn bak við leyniupp- skriftina ljúffengu var faðir Ás- geirs, Friðþjófur Þorsteinsson, en nú býr Ásgeir yfir leyndar- dómnum. „Hér áður fyrr var hún mikið notuð með soðinni ýsu. Fólk vildi stappa hana með fisknum, en nokkuð mörg ár eru síðan sölu á Vals tómatsósu var hætt í búðum. Hún er nú seld í ýmsar sjoppur sem óska eftir að fá hana og þannig hafa Bæjarins bestu notað Vals á sínar pylsur í 44 ár.“ Þess má geta að hægt er að gæða sér á Vals-tómatsósu víðar; í pylsuvögn- unum Laugardal og Seltjarnarnesi, Bláa turninum við Háaleitisbraut, Hversdagshöllinni við Laugaveg og Borgargrillinu beggja megin við Miklubraut. Ásgeir segir galdurinn liggja í sætleikanum. „Vals tómatsósan er ekki eins krydduð og þær erlendu sem drepa alla bragðlauka. Unga fólkið í dag vill hafa allt kryddað í botn, eins og franskar kartöflur með kílói af kartöflukryddi, en ég vil fá mínar frönsku með engu nema fáeinum saltkornum.“ Ásgeir segist ekki vera spældur þótt Clinton hafi pantað sér eina með sinnepi og þar með farið á mis við Vals á pulsuna sína. „Nei, það var engin spæling. Pulsur Banda- ríkjamanna eru svo bragðlitlar að þeir velja allir það sterkasta, eða sinnep, á sínar. Þetta er smekks- atriði eins og annað. Fólk verður að ráða því sjálft hvað það borðar.“ Að sögn Ásgeirs stendur ekki til að tefla fram Vals tómatsósu í hillum verslana á ný svo hægt sé að endurskapa pulsudrauminn heima. thordis@frettabladid.is Flestir muna eftir litlu sætu Monsunum sem öll börn áttu að minnsta kosti eitt stykki af og hríslast nostal- gíutilfinning um marga þegar þeir sjá þessa gömlu vini. Þær eru nú komnar aftur og hyggjast eflaust leggja undir sig dúkkumarkaðinn á ný. Leikbær hef- ur hafið innflutning á litlu krúttunum og selur þær í þremur mismunandi stærðum og mörgum gerðum, allt frá lyklakippum og upp í stórar sérhannaðar dúkkur. Dúkkurnar eiga sögu sína að rekja til Japans þar sem leikfangaframleiðandinn Sekiguchi fékk hugmynd að dúkkunum og komu þær fyrst á markað árið 1974. Monsurnar voru mjög vinsælar á áttunda og níunda áratugnum út um allan heim. Þær eru kall- aðar mörgum mismunandi nöfnum eftir staðsetn- ingu. Í París eru þær kallaðar KiKi, Chic-a-boo í Bretlandi og í Japan og fleirum Evrópulöndum kall- ast þær Monchhichi. Á netinu er jafnvel að finna heilu aðdáendaklúbbana og fólk sem leggur nánast líf sitt að veði fyrir sjaldgæfa gerð af Monsu. Nú er svo bara að bíða og sjá hvort tölvuleikjakynslóðin falli jafn flöt fyrir Monsunum og fyrri kynslóðir. Monsurnar komnar aftur MONSUR Eða Monchhichi eins og þær kallast á frummálinu eru komnar aftur til landsins og fást nú í Leikbæ. VALS TÓMATSÓSA BEST Á PULSUNA Bæjarins bestu eru meðal þeirra sem hafa boðið Vals-tómatsósu á pulsurnar frá upphafi, eða í 44 ár. Sósan sú hefur ekki lítið að segja fyrir gómsæta útkomuna. VALS-TÓMATSÓSA: BÚIN TIL ÚR ALVÖRU TÓMÖTUM Ein Clinton engin spæling Pallíettujakkar: Í tísku nútímans eru áhrif úr ýmsum átt- um. Pallíettujakkarnir geta ekki komið neins staðar nema frá diskótímanum. Maður sér alveg Donnu Sum- mer eða Gloriu Gaynor fyrir sér spásserandi um í pallí- ettuflíkum. Hins vegar er nauðsynlegt ef maður klæðist slíkri glansflík að vera í einhverju glansfríu við svo maður líti ekki út eins og gangandi diskókúla. Stórar peysur sáust víða á sýningapöll- unum í haust og aðallega þá hjá hönnuð- um tískuhússins Chloé. Óþarfi er að fjár- festa í dýrri peysu því hægt er að gramsa inni í skáp hjá for- eldrunum eða ömmu og afa og binda svo belti um mittið. Þó skal varast að peysan sé of drusluleg því þá gæti maður skyndilega verið kominn yfir í rónalúkkið. Að tala rétt: Það er ótrúlega flott að vera týpan sem talar rétt og fer vandlega með málið. Þó svo að maður laumi út nokkrum tökuorðum þá er sá sem heimtar að segja „mér hlakkar til“ eða „þetta heng- ur þarna“ þrátt fyrir augljósar málfræðilegar villur einstaklega hallærislegur. “Skjáumst“ er kveðja sem er að skjóta upp kollinum hér á landi vegna mikillar aukningar í rafrænum sam- skiptum. Fólk segir þá ekki „sjáumst“ heldur „skjá- umst“ og vísar til þess að það muni hittast fyrir fram- an sitthvorn tölvuskjáinn. Þetta er hrikalega óper- sónuleg og leiðinleg kveðja sem á vonandi ekki eftir að síast inn í hið fallega tungumál okkar. Kvartbuxur á strákum er eitthvað sem er vel hægt að kvarta yfir. Það er eitthvað hræðilega hallærislegt við það að sjá hár- uga fæturna gægjast óboðna undan skálmunum. Þessi sídd á buxum virkar ekki nema skótauið sé í formi efnislítilla sandala úti á Spáníá. Pólýtónalög og símhring- ingar sem hljóma líkt og einhver hafi skyndilega kveikt á ghettóblaster eru einstaklega hallærisleg. Hið vanalega „bíb bíb bííb bíbíb“ er einhvern veginn miklu símalegra og virkar ekki eins og maður sé með mikilmennskubrjálæði á háu stigi. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Hollywood-bomban Júlía Stiles fyrir að opinbera ást sína á Íslandinu fagra þrátt fyrir að hríslast um í kulda og trekki inn- an um hlýlega Íslendinga í eftir- sóknarverðri smábæjarstemning- unni sem hún kann svo vel að meta í fjarlægð skýjakljúfanna heima. HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag N r . 2 5 7 1 5 . o k t ó b e r 2 0 0 4 1 14.10.2004 14:02 Page 3 INNI ÚTI Lárétt: 1 lélegt, 5 í jörðu, 6 drykkur, 7 varðandi, 8 ílát, 9 hraði, 10 hætta, 12 forföður, 13 gremja, 15 verkfæri, 16 svall, 18 bað. Lóðrétt: 1 lagt fram á alþingi, 2 borg, 3 bardagi, 4 för, 6 nauta, 8 fyrirtæki, 11 tunna, 14 reið, 17 tónn. Lausn. Lárétt: 1frat,5rót,6te,7um,8kar, 9 ferð,10vá,12afa,13ami,15al,16 rall,18laug. Lóðrétt: 1frumvarp,2róm,3at,4 ferðalag,6tarfa, 8kea,11áma,14ill, 17la. Ritstjórinn enn ófundinn Senn líður að því að ritstjóri Mannlífs, Gerður Kristný Guð- jónsdóttir, verði léttari og eru Fróðamenn nú á höttunum eftir verðugum eftirmanni hennar. Staðfest hefur verið að þeim gam- alreynda fjölmiðlamanni Stein- grími Ólafssyni, sem nú gegnir stöðu kynningarfulltrúa Fróða, hafi verið boðin staðan en hann af- þakkað hana án frekari umhugs- unar vegna skorts á löngun til starfsins, því hann hafi engan neista fundið né áhuga kvikna við hugmyndina. Að sögn Steinars J. Lúðvíks- sonar, aðalritstjóra Fróða, var Steingrímur sá fyrsti sem leitað var til sem hugsanlegs eftirmanns Gerðar Kristnýjar, ekki síst þar sem hann er innanhússmaður hjá útgáfunni. Gerður Kristný hyggst taka sér ögn lengra barnseignar- leyfi en hina venjubundnu sex mánuði og segist Steinar reikna með að hún verði frá í átta mánuði á næsta ári. Ráðning nýs ritstjóra sé því tímabundin og enn engir verðugir kandidatar í sjónmáli. ■ STEINGRÍMUR ÓLAFSSON FJÖL- MIÐLAMAÐUR Var boðið fyrstum manna að verða eftirmaður Gerðar Kristnýjar, rit- stjóra Mannlífs, en afþakkaði sökum lítillar löngunar og skorts á neista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.