Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið JA STF á númerið 1900 og þú gætir unnið - Miðar á myndina - SHARK TALE tölvuleikir - DVD myndir - Varningur tengdur myndinni og margt fleira. www.toyota.is Gæði snúast fyrst og fremst um þarfir hvers og eins. Taktu allt inn í myndina: Öryggi, þægindi, útlit, verð, endursöluverð, fjölskyldu- stærð o.s.frv. Reyndu að komast að því hvaða bíll hentar þér og þínum best. Hvaða bíll hefur mesta notagildi fyrir þig. Hvaða bíll er raunverulega gæðabíll. Þetta gera hundruð Íslendinga á hverju ári og komast að því að Corolla er þeirra gæðabíll. Þetta hefur gert Corolla að mest selda bíl á Íslandi fyrr og síðar. Lægsta bilanatíðnin, hátt endursöluverð, hagnýt hönnun og mjög lágur rekstrarkostnaður er eitthvað sem vel upplýstir Íslendingar vilja. Komdu á Nýbýlaveginn og ræddu við ráðgjafa okkar. Prófaðu nýjan Corolla og taktu svo skynsamlega ákvörðun. Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570-5070 Nýr Corolla. Tákn um gæði. Verð frá 1.799.000 kr. Corolla er einstaklega ríkulega búinn m.v. sinn stærðarflokk. Litað glerið, samlitir stuðarar og hurðahúnar ásamt svipmiklu grillinu gefa bílnum sterkan stíl. Til þæginda er Corolla búinn fjölnota upplýsingaskjá sem gefur upplýsingar um meðalhraða, eldsneytisneyslu, meðaleldsneytisneyslu og hitastig úti. Í honum er handstýrð loftræsting, þriggja arma vökva- og veltistýri, optitron mælar í mælaborði, fjarstýring fyrir útvarp í stýri og ný, glæsileg innrétting sem að hluta til er krómuð. Fjölmörg notadrjúg geymsluhólf eru í nýjum Corolla auk geislaspilara með 6 hátölurum. Við hönnun á Corolla var lögð höfuðáhersla á öryggi ökumanns og farþega og er bíllinn búinn ABS hemlakerfi með EBD, SRS loftpúðum fyrir ökumann og framsætisfarþega auk hliðarloftpúða í framsætum og sérstakra styrktarbita í hurðum. Jafnframt er ISOFIX barnabílstólafesting staðalbúnaður í nýjum Corolla. Hæfir menn og hálfvitar Forstjórum fyrirtækja má skiptaniður í tvo meginflokka. Í öðrum flokknum eru „hæfir menn“, en í hinum eru „hálfvitar“. Það er ekki menntun sem ræður því í hvorum flokknum forstjórarnir lenda; MBA- gráða ein og sér dugir alls ekki til að bjarga forstjórum frá því að lenda í verri flokknum, rétt eins og hæfur forstjóri þarf alls ekki að hafa nema tæplega meðalgreind til að geta náð frábærum árangri í starfi. KANNSKI er þetta miklu fremur spurning um gott og kristilegt hjartalag en menntun eða gáfur. Hinir hæfu forstjórar vita að fyrir- tæki sem þeim er trúað fyrir er hluti af samfélaginu og þarf að axla ýmiss konar ábyrgð sem fylgir því að lifa og dafna í hóp. Vitleysing- arnir í hópi forstjóra gera sér ekki grein fyrir hinni félagslegu ábyrgð sem hvílir á fyrirtækjum rétt eins og einstaklingum, og hegða sér því eins og óseðjandi dýrbítar í lamba- hjörð. HINIR HÆFU fara með friði. Þeir vilja vinna fyrirtækjum sínum sess til langframa í samfélaginu. Þeir umgangast starfsfólk sitt af virð- ingu og vita að hagsmunir þess eru samofnir hagsmunum fyrirtækisins í flestum greinum. Þeir virða að sjálfsögðu kjarasamninga og stétt- arfélög, og leitast við að halda uppi góðri og jákvæðri stemmingu á vinnustöðum. Og þeir leggja áherslu á að viðskiptamenn fyrirtækisins njóti góðra kjara og frábærrar þjón- ustu. VITLEYSINGARNIR fara með ófriði. Þeim er skítsama um fram- tíðina. Þeir lýsa frati á kjarasamn- inga og reyna að narra starfsfólkið til að yfirgefa stéttarfélög sín. Þeir gera sér enga grein fyrir félags- legri ábyrgð, og einblína á það sem höfuðviðfangsefni sitt að skila sem mestum hagnaði þegar kemur að ársfundi fyrirtækisins. ÞVÍ MIÐUR eru þeir sem lenda í hálfvitaflokknum á rangri hillu í líf- inu. Þeir hefðu aldrei átt að axla þá miklu ábyrgð sem fylgir því að stjórna fyrirtæki og hafa í hendi sér lífsafkomu fjölda fólks. Eiginlega hefðu þessir forstjórar átt að vera uppi á annarri öld, þá hefðu þeir getað gerst annaðhvort víkingahöfð- ingjar ellegar sjóræningjar í Karab- íska hafinu. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.