Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 1
AÐGERÐARLEYSI RÍKISSTJÓRNAR Formaður Samfylkingarinnar sakar sjálfstæðis- menn um að nýta sér verkfallið til að ýta undir einkavæðingu skólakerfisins. Sjá síðu 2 HERSKIPIN FARIN Landhelgisgæslan ályktar að rússnesku herskipin sem hafa ver- ið við æfingar við strendur landsins séu farin. Skipin höfðu verið við landið síðan 29. sept- ember. Sjá síðu 2 VILL HERT EFTIRLIT Skólastjóri Hunda- ræktarfélags Íslands segir nauðsynlegt að herða eftirlit með eigendum Doberman- og Rottweiler-hunda. Auðvelt sé að klúðra upp- eldi þeirra. Sjá síðu 4 ÍTREKAÐAR INNLAGNIR SKAÐ- LEGAR Starf í Hugarafli hefur skilað sér í bata hjá fjórum viðmælendum Fréttablaðs- ins. Eitt það mikilvægasta í lífinu fyrir geð- sjúkt fólk er að hafa hlutverk í lífinu og finna að það skipti máli. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 17. október 2004 – 284. tölublað – 4. árgangur KÓLNAR ÖRT Í DAG Frystir fyrir norðan og austan síðdegis og víða í nótt og á morgun. Él norðan til en bjart með köflum syðra. Sjá síðu 6 Borgin er þjónustufyrirtæki Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, kynnti fyrir skömmu tillögur um stórfelldar breytingar á stjórnsýslu borgarinnar. SÍÐUR 18 & 19 ▲ KRAFTSGANGA FYLLIR SKÓLAVÖRÐUSTÍGINN Stuðningsfélagið Kraftur, félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stóð fyrir göngu frá Hallgrímskirkju niður að Ingólfstorgi í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. Á tímabili fyllti fólkið í göng- unni allan Skólavörðustíginn og var fólk enn að slást í hópinn þegar þeir fyrstu voru komnir niður að Ingólfstorgi. Við lok göngunnar var um þúsund blöðrum sleppt. LÖGREGLA Átján ungmenni, flest um og undir tvítugu, voru tekin með fíkniefni fyrir utan Laugar- dalshöllina áður en tónleikar hljómsveitarinnar Prodigy hófust á föstudagskvöldið. Haukur Ásmundsson, aðal- varðstjóri lögreglunnar í Reykja- vík, segir að fjölda málanna megi rekja til þess að lögreglan hafi nú í fyrsta skipti verið með tvo fíkni- efnahunda sér til aðstoðar. Hund- arnir, sem annars vegar eru frá lögreglunni í Reykjavík og hins vegar tollinum, gengu meðal fólks og fundu töluvert magn fíkniefna. Haukur segir að mest hafi fundist af hassi en einnig töluvert magn amfetamíns og e- töflur. Hann segir að flestir hafi verið með efni sem greinilega hafi verið hugsuð til einkanota en þó hafi einn verið tekinn með töluvert magn sem hann hafi lík- lega ætlað að selja á tónleikun- um. Engin áfengissala var leyfð á tónleikunum en Haukur segir að töluverð ölvun hafi samt verið á svæðinu og margt ungt fólk verið undir áhrifum áfengis. Lögreglan líti það mjög alvarlegum augum. „Við tókum til dæmis eina þréttán ára gamla stúlku með okkur upp á stöð. Hún var ofur- ölvi og vissi hvorki í þennan heim né annan. Við höfðum samband við foreldra hennar og þeir sóttu hana.“ Haukur segir alveg ljóst að lögreglan muni í auknum mæli nota fíkniefnahunda í tengslum með eftirlit með tónleikum. trausti@frettabladid.is Kópavogsbær: Samdi við kennarana UNDANÞÁGUR Kópavogsbær samdi sérstaklega við Kennarasamband Íslands svo einhverf börn í Digra- nesskóla fengju kennslu. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir ekki hægt að láta áhyggjur af hugsan- legu fordæmisgildi hindra hags- muni barnanna. Sjá síðu 4 Átján fíkniefnamál á tónleikum Prodigy Fíkniefnahundar voru í fyrsta skipti notaðir við fíkniefnaleit fyrir utan tónleika. Hundarnir fundu hass, amfetamín og e-töflur. Lögreglan hafði afskipti af ofurölvaðri þrettán ára stúlku. LEIKIÐ Á ÁSVÖLLUM Tveir leikir verða í 1. deild kvenna í handbolta. Klukkan 16 tekur KA/Þór á móti Gróttu/KR. Fram sækir síðan Hauka heim klukkan 16.30. Tískan Sumarið 2005 Síðasta stóra tískuvikan var í París, þar sem ævintýrin voru ekki langt undan. Grim Hliðarsjálf Hallgríms Helgasonar er á barmi heimsfrægðar. SÍÐA 16 ▲ SÍÐA 17 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Leigusali í Breiðholti: Tók lögin í eigin hendur LÖGRELGUFRÉTTIR Kona með ung börn í leiguhúsnæði var borin út að til- efnislausu í Breiðholti að sögn lögeglu. Íbúðareigandinn fór inn á heimilið og pakkaði saman eigum fjölskyldunnar og skipti um lás. Konan hafði greitt leigu fyrir mánuðinn. Lögreglan staðfesti rétt fjölskyldunnar og fékk lásasmið til hún kæmist aftur í íbúðina. Leigusalinn gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir húsbrot. -gag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.