Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 2
2 17. október 2004 SUNNUDAGUR UNDANÞÁGUR „Þörf fyrir kennara sem fær undanþágu gæti ekki verið minni en var fyrir verkfall- ið,“ að mati Þórörnu Jónasdóttur, fulltrúa Kennarasambands Ís- lands í undanþágunefnd. Því sé nauðsynlegt að kennari sé kallað- ur til fullrar vinnu en ekki hluta- starfa. Án þess sé ekki hægt að veita kennara undanþágu. Þórarna vill ekki svara um- mælum Sigurðar Óla Kolbeins- sonar, fulltrúa sveitarfélaga í und- anþágunefndinni. Hann segir í yfirlýsingu á vef Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að vegna af- stöðu hennar í nefndinni fari fjöl- di fatlaðra barna mun verr út úr verkfallinu en nauðsyn beri. Það sé ekki undanþágunefndarinnar að ákveða hversu víðtæk leyfi þurfi til að afstýra neyðarástandi heldur umsækjandans. Þórarna segir að undanþágur þurfi að taka til allra þátta kennsl- unnar sem nemandi njóti í skólannum: „Ekki er hægt að taka einn þátt hennar út og segja hann mikilvægari en annan. Við teljum að ef neyðarástand sé vegna nem- anda þá verði að kalla alla þá sem koma að kennslunni á venjulegum tímum til starfa.“ - gag Samningur Brims: Aðför að samfélaginu YFIRLÝSING Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar tekur undir mótmæli verkalýðshreyfingar- innar vegna kjarafyrirkomulags Brims hf. og áhafnar skipsins Sólbaks. Í yfirlýsingu fundarins segir að fyrirkomulag Brims ógni þeirri venju að samningar séu leystir á grundvelli vinnulög- gjafarinnar: „Í því felst aðför að verkalýðshreyfingunni og grunnreglum íslensks nútíma- samfélags.“ Samfylkingin lýsir yfir fullum stuðningi við ASÍ og sjómannasamtökin. - gag PRESTUR MEÐ SÓP Kirkjurnar eyðilögðust mismikið í spreng- ingunum, sumar eru verulega skemmdar. Ramadan hafin: Kirkjur eyðilagðar ÍRAK, AP Kristnir íbúar Íraks eru skelfingu lostnir eftir að sprengj- ur sprungu við fimm kirkjur í Bagdad í gær. Fjöldi árása hefur verið gerður síðan Ramadan, heil- agur mánuður múslíma, hófst á föstudaginn. Ekki er vitað um mannfall í sprengingunum við kirkjurnar og hefur enginn lýst ábyrgð á sprengingunum sem eyðilögðu kirkjurnar. Einn maður lést þegar sprengja sprakk við sjúkrahús í Bagdad í gær. Á föstudaginn lét- ust þrír bandarískir hermenn og einn túlkur í árás á herbíl við borgina Qaim. ■ Ég var afskaplega ánægður með tón- leikana. Þeir voru prýðilega sóttir og mér þótti mjög vænt um það. Ekki hefur alltaf verið rólegt í kringum séra Gunnar Björnsson sem starfaði áður sem sóknarprestur í Önundarfirði. Séra Gunnar spilaði á tónleikum í Salnum með Jörg E. Sondemann og Hauki Guð- laugssyni. Þeir söfnuðu fé til MND-félagsins sem er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. SPURNING DAGSINS Gunnar, voru þetta rólegir tónleikar? FEÐGAR TÝNDUST á Esjunni seinnipart laugardags og hringdu í neyðarlínuna og báðu um hjálp. Feðgar á Esjunni: Týndust í þoku BJÖRGUN Neyðarlínunni barst sím- tal úr farsíma um fimmleytið í gær frá karlmanni sem var týndur ásamt sex ára syni sínum á Esjunni og báðu þeir um hjálp. Þeir höfðu verið við hefðbundna göngu á fjallinu þegar þoka skall á sem varð til þess að þeir villtust af leið. Björgunarmenn frá Lands- björg hófu samstundis skipulagða leit og fundu feðgana fljótlega heila á húfi en dálítið kalda. - keþ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Fylgstu með á heimasíðu okkar www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Tæland, Bali, Kúba, Egyptaland, Indland, Sri Lanka, Kína, Kenýa, Mexíkó og víðar Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Jomtien/Pattaya, Tælandi 2 vikur í desember Verð á mann í tvíbýli frá: 92.850 kr. með öllum sköttum! Bali 2 vikur í nóv.-des. Verð á mann í tvíbýli frá: 115.800 kr. með öllum sköttum! Kúba 2 vikur í nóvember Havana 5 d./Varadero 9 d. Verð á mann í tvíbýli frá: 130.550 kr. með öllum sköttum! Vetrarsól Tryggðu þér vetrarfrí hið fyrsta HERSKIP Landhelgisgæslan ályktar að rússnesku herskipin sem hafa verið við æfingar við strendur landsins séu farin en flogið var yfir svæðið í gærmorgun þar sem þau höfðu haldið sig og sást ekki lengur til skipanna. Skipin höfðu haldið sig við strendur Íslands án þess að gera boð á undan sér frá 29. september síðastliðnum en íslensk stjörnvöld kröfðust skýringa á veru þeirra 11.október og fengu þau svör frá rússneskum stjórnvöldum að um æfingar væri að ræða, og var það ítrekað í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst síðastliðinn föstudag. Í bréfinu er tilkynnt að æfingum herskipanna sé lokið og að skipin séu á förum af svæðinu. Jafnframt segir í bréfinu að æf- ingin hafi varðað samhæfingu skipa og flugvéla og fullyrt að skipulag hennar hafi ekki átt að ógna öryggishagsmunum ríkja á þeim slóðum þar sem hún fór fram. keþ HERSKIPIN FARIN Ekki sást til rússnesku herskipanna þegar flogið var yfir svæðið þar sem þau hafa haldið sig. Æfingum herskipanna við strendur Íslands lokið: Rússnesku herskipin farin ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI Var með þeim fyrstu sem fékk undanþágu til kennslu í verkfalli kennara. Fulltrúi kennara í undanþágunefnd neitar leyfi til hlutastarfa: Krefst fullra launa vegna undanþága FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Verkfall notað til að flýta einkavæðingu Formaður Samfylkingarinnar sakar sjálfstæðismenn um nýta sér verkfallið til að ýta undir einkavæðingu skólakerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einkavæðingu skólakerfisins á stefnuskrá margra sjálfstæðismanna. STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einka- væðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagn- rýndi Össur ríkisstjórnina harka- lega vegna aðgerðaleysis í kenn- araverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæð- ingu þráaðist Sjálfstæðisflokkur- inn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. „Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerf- isins. Það er markmið Sjálfstæðis- flokksins,“ sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að flokkur- inn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hug- myndir um einkavæðingu skóla- kerfisins. „Það er engin spurning að verk- fall mun leiða til þess að almenn- ingur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennslufor- rit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu – líka í skóla- kerfinu.“ Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. „Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samn- ingana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerf- inu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæm- ri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna.“ Össur gagnrýndi einnig fram- sóknarmenn. „Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokks- ins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfis- ins.“ Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðar- maður Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra, sagði við Frétta- blaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar. trausti@frettabladid.is Vinstri grænir: Verkfallinu skuli ljúka YFIRLÝSING „Því ófremdarástandi sem fólgið er í verkfalli og launa- leysi 4.500 kennara og langvarandi röskun á skólagöngu 45 þúsund grunnskólabarna verður að linna,“ segir í yfirlýsingu þátttakenda á sveitarstjórnarráðstefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð. Fundurinn sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær bendir á nýlagt frumvarp flokksins um að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og gera þeim þar með auðveldara að greiða starfsmönnum sínum laun. - gag ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Á SANDVÍKURHEIÐI Bíl- velta var á föstudagskvöld á Sandvíkurheiði við Vopnafjörð og var ökumaður fluttur talsvert slasaður með flugi á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Bíllinn er gerónýtur en vegfarendur sáu manninn þegar hann kom skríð- andi upp á veginn og tilkynntu lögreglu um slysið. SLYS Á TORFÆRUHJÓLUM Tvö slys urðu á torfæruhjólum með skömmu millibili á laugar- dag á mótokross-brautinni við Sólbrekku við Grindavík. Í fyrra skiptið féll ökumaður af hjóli sínu og kjálkabrotnaði en í seinna skiptið féll ökumaður af hjóli sínu og fótbrotnaði. Báðir voru mennirnir fluttir á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi í Reykjavík. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.