Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 4
4 17. október 2004 SUNNUDAGUR Skólastjóri í hundaskóla Hundaræktarfélags Íslands: Auðvelt að klúðra uppeldi hunda HUNDAHALD Ekki eru allir á eitt sáttir að banna eigi innflutning á Doberman og Rottweiler-hundum, en hundar þessarar tegundar ollu ótta í Seljahverfinu fyrir rúmri viku þegar þeir rifu í sig kött og veltu barnavagni með barni í. Stefán Jón Hafsteinn borgar- fulltrúi sagðist vilja bregðast við þessu með banni á slíkum víga- hundum eins og hann kallar það en Albert Steingrímsson, skólastjóri Hundaræktarfélags Íslands, segir borgarfulltrúann augljóslega ekki vita hvað vígahundar eru því þeir eru nú þegar bannaðir á Íslandi. „Það er skýrt í reglugerð frá landbúnaðarráðuneytinu að slíkir hundar séu bannaðir hér á landi. Hinsvegar flokkast umræddir hundar ekki til vígahunda heldur varðhunda. Auðvelt er að klúðra uppeldi á þessum hundum og þarf að sinna vel eftirliti með eigendum þeirra,“ segir Albert. Hann segir að þegar ráðuneytið tók þá ákvörð- un að leyfa innflutning á Dober- man og Rottweiler hafi þeim verið bent á þá nauðsyn að herða eftirlit með eigendum hundanna en því hefur ekki verið sinnt. „Mér skilst að það hefði ítrekað verið búið að kvarta undan þessum hundum og fellur það í hlutverk hundaeftirlits- ins að bregðast samstundis við. Ef menn hefðu unnið vinnuna sína þar á bæ þá hefði ekki til þessa óhapps komið,“ segir Albert. - keþ Undanþága með fordæmisgildi Bæjarstjórn Kópavogs ákvað að greiða kennurum einhverfra barna full laun en ekki tímakaup svo þau gætu sótt skólann. Formaður bæjarráðs segir hagsmuni barnanna mikilvægari en fordæmi sem bærinn gefi. UNDANÞÁGUR Bæjarstjórn Kópa- vogs ákvað að greiða þrettán kennurum Digranesskóla laun samkvæmt ráðningarsamningi svo undanþága fengist til að kenna átta börnum með einhverfu. Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs segir Sam- band íslenskra sveitarfélaga hafa verið látið vita af áformum bæjar- ins. Ekki sé hægt að láta áhyggjur af hugsanlegu fordæmisgildi ganga gegn hagsmunum barn- anna. Hann segir mál annarra fatl- aðra barna í Kópavogi einnig verða skoðuð. Í frétt blaðsins í gær sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, að tíðkast hafi að borga kennurum fyrir þann tímafjölda sem þeir vinni í verkföllum en ekki full laun samkvæmt ráðn- ingasamningi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir það ástæðu kröfunnar um full laun þeirra sem fái undanþágu. Kenn- arar hafi lært af verkfallinu árið 1995 þar sem dæmi hafi verið um kennara á undanþágum sem fengu lægri laun en væru þeir á verk- fallsbótum. Án samningsins við Kópavogsbæ hefðu kennararnir ekki snúið til starfa. Gunnar segir það hafa verið að frumkvæði bæjarstjórnarinnar að leita til Kennarasambandsins til að leysa vanda fjölskyldna ein- hverfra barna í bænum: „Við hjá Kópavogsbæ horfum ekki í ein- hverjar krónur til að veita börn- um, sem þola ekki að vera lengi frá án umönnunar og kennslu, þá þjónustu sem þau þurfa.“ Helgi Halldórsson, skólastjóri í Digranesskóla, segir börnin höfð í fyrirrúmi. Niðurstaðan sé mjög ánægjuleg. „Kennarasambandið og mínir yfirmenn hafa unnið mjög faglega að málinu,“ segir Helgi og bætir við: „Ég veit að kennararnir mæta til vinnu með blöndnum huga og við bíðum spennt eftir að fá alla til kennslu, nemendur jafnt sem kennara.“ Um 470 nemendur og 70 kenn- arar eru í Digranesskóla. Átta nemendanna eru í sérdeild barna með einhverfu. Þeir snúa aftur í skólann á mánudag. Tuttugu starfsmenn skólans, utan þeirra þrettán sem fengu undanþágu, eru ekki í verkfalli. Skólastjóri og að- stoðarskólastjóri þar meðtaldir. gag@frettabladid.is Hörmungar í Darfur: 70 þúsund hafa látist SÚDAN, AP Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamanna- búðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabar- ro, aðgerðastjóri Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar á svæðinu. Nabarro sagði að hér væri að- eins um að ræða fjölda þeirra sem hefðu látist af völdum slæmra að- stæðna í flóttamannabúðum sem hefðu verið komið upp tímabundið. Hann sagði enga leið fyrir stofnun- ina að áætla fjölda þeirra sem hafa látist af völdum ofbeldisverka. ■ SÝNING Á GJÖRGÆSLU Gínum var stillt upp sem sjúklingum sem sýnir aðstæður gjörgæslu fyrr og nú á sýningu sem haldin var á Landspítalanum í tilefni 30 ára afmælis gjörgæslu við Hringbraut. Afmæli gjörgæslu við Hringbraut: Tækjakostur sýndur fólki AFMÆLI Í tilefni af 30 ára afmæli gjörgæslunnar við Hringbraut var boðið upp á opna dagskrá á Landspítalanum í gær. Sett var upp sýning þar sem gínum var stillt upp eins og sjúk- lingum í sjúkrarúmum til að sýna aðbúnað og tækjakost gjörgæsl- unnar þar sem varpað var ljósi á gamla tímann og nýja tímann. Einnig voru haldnir fyrirlestrar um gjörgæslu og voru veitingar í boði að þeim loknum. Aðsókn var góð og mikið var um að eldra starfsfólk og skjólstæðingar gjör- gæslunnar kæmu til að fagna deg- inum. - keþ Finnst þér í lagi að rússnesk her- skip fái að vera við æfingar við strendur landsins? Spurning dagsins í dag: Á að banna víghunda í borginni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 75% 25% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun ÚR VERKFALLSMIÐSTÖÐINNI Margir hafa lýst yfir stuðningi við kjarabar- áttu kennara. Hér fagna þeir tíu milljóna króna gjöf í verkfallssjóð þeirra frá SFR. 27. dagur verkfalls: Styðja kennara VERKFALL Heildarsamtök kennara á öllum skólastigum á Norðurlönd- um, NLS, hafa sent Kennarasam- bandi Íslands stuðningsyfirlýs- ingu. Í henni lýsa samtökin yfir eindregnum stuðningi við kjara- baráttu grunnskólakennara og skólastjórnenda í yfirstandandi verkfalli. Kennarafélag Kennara- háskóla Íslands lýsir einnig óskor- uðum stuðningi við grunnskóla- kennara í einarðri baráttu fyrir bættum kjörum. Það lýsir van- þóknun sinni á tómlæti sveitar- stjórna og ríkisvaldsins í þeirri illvígu kjaradeilu sem nú standi yfir. -gag DOBERMAN Hundur þessarar tegundar ásamt Rottweiler-hundi olli ótta í Seljahverfinu og hugmyndir hafa vaknað um að banna slíka hunda í borginni. VÍSINDI Fjögur af sjö staðsetninga- merkjum sem náðist að festa í bak hrefna, í vísindarannsóknum Haf- rannsóknastofnunarinnar á vetur- setu skíðishvala, hafa gefið frá sér upplýsingar. Gísli Víkingsson hvalasérfræð- ingur segir einn hvalanna hafa yfirgefið landhelgina. Hinir séu væntanlega enn við landið: „Einni hrefnu höfum við getað fylgt suð- vestur eftir Reykjaneshrygg. Hún stefndi að Flæmska hattinum þó allsendis óvíst sé hvort þar leynist vetrarstöðvarnar.“ Gísli segir að fyrir rannsóknina hafi brottfarar- tími einnar hrefnu þekkst. Hún hafi lagt af stað mánuði síðar en nú hafi sést. Gísli segir menn út um allan heim reyna fyrir sér við rann- sóknir á vetursetu hvala. „Þeir leita að réttu tækninni til að fylg- ja dýrunum eftir. Árangurinn af rannsóknunum nú er því vel yfir meðallagi á heimsvísu.“ Ekki verði fleiri merki sett út í ár. Rannsóknunum verði fram haldið á næsta ári. - gag Fjögur af sjö staðsetningarmerkjum hafa gefið upplýsingar: Fylgdu hrefnu í átt að Flæmska hattinum MERKIÐ Fjögur af sjö staðsetningarmerkjum í baki hvala hafa sent frá sér upplýsingar. Það er árangur yfir meðallagi á heimsvísu segir hvalasérfræðingur Hafró. FERÐALAG HREFNA Rauða línan sýnir leið hrefnu í ár. Bláa línan er leið hrefnu fyrir tveimur árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ALLAKEMA LAMARI Höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í Madríd í mars var alsírskur með tengsl við al-Kaída. Kennsl borin á höfuð- paur árásanna í Madríd: Nýsloppinn úr fangelsi SPÁNN Leiðtogi hryðjuverkahóps- ins sem sprengdi lestarnar í Ma- dríd 11. mars var dæmdur í fjórtán ára fangelsi á Spáni árið 1997 vegna tengsla sinna við alsírskan hryðjuverkahóp en látinn laus úr haldi fyrir tveimur árum þegar dómurinn var styttur. Maðurinn sprengdi sig í loft upp ásamt tveimur öðrum í íbúð í Lega- nes skömmu eftir hryðjuverkaárás- ina. Lögreglan hefur nú borið kennsl á lík hans. Hann var alsírsk- ur og hét Allekema Lamari. Hryðju- verkahópurinn sem hann var í for- svari fyrir er talinn tengjast al- Kaída hryðjuverkasamtökunum. Alls lést 191 í árásunum í Ma- dríd. Lögreglan hefur handtekið um 50 manns síðan árásirnar voru gerðar og eru sextán enn í haldi hennar. ■ EIRÍKUR JÓNSSON Segir aðgerðir Kennarasambandsins nauð- synlegar. Dæmi sýni að kennarar á undan- þágu í verkfallinu 1995 hefðu sumir fengið lægri laun en væru þeir á bótum úr Vinnu- deilusjóði sambandsins. GUNNAR I. BIRGISSON Formaður bæjarráðs Kópavogs og alþingis- maður segir Kópavogsbæ ekki hafa í hyg- gju að semja utan launanefndar sveitarfé- laganna um laun kennara. Hliðarskref þeirra hafi verið af mannúð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HALD LAGT Á FÍKNIEFNI OG LANDA Lagt var hald á tæpt hálft kíló af ýmsum fíkniefnum og eitt- hvað af landa í húsi í austurbæn- um í Kópavogi seinnipart föstu- dags. Tveir aðilar voru handtekn- ir og færðir til yfirheyrslu. Málið telst upplýst. BRUNI Á VÍDEÓLEIGU Eldur kom upp á vídeóleigu á Húsavík um tíuleytið á föstudagskvöld. Auð- velt var að ráða niðurlögum elds- ins en ekki er vitað hvað olli brunanum og er málið í rann- sókn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.