Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 6
6 17. október 2004 SUNNUDAGUR Efasemdir um fyrirætlanir rússneskra stjórnvalda: Eignir seldar á undirverði MOSKVA, AP Fjárfestar í Moskvu óttast að yfirvöld hafi í hyggju að búta olíufyrirtækið Yukos niður og selja á útsöluverði til manna sem eru stjórnvöldum í Kreml þóknan- legir og Vladimír Pútín forseta vil- hallir. Yukos hefur greitt um þrjú hundruð milljarða króna í sektir vegna skattsvika árið 2000 en búist er við að félagið verði krafið um hundruð milljarða til viðbótar. Hlutabréf í Yukos féllu í verði í gær þegar fréttastofur í Rússlandi sögðu frá því að til stæði að selja eitt dótturfélag Yukos á verði sem er langt undir því sem óháðir matsmenn hafa talið eðlilegt. Þetta hefur ýtt undir orðróm um að Yu- kos verði í raun gert upptækt af ríkinu og selt í hendur aðilum sem ekki munu ógna stöðu Pútíns eins og Mikaíl Kodorkovskí, hinn fang- elsaði eigandi Yukos. Samkvæmt lögum hefur Yukos ekki heimild til þess að selja eigur sínar til að mæta skattskuldum og er félagið því í miklum erfiðleik- um þrátt fyrir að vera að öðru leyti skuldlaust og talið vera eitt best rekna ofíufyrirtæki í heimi. ■ Mikilvægast er að skipta máli í lífinu Starf í Hugarafli hefur skilað sér í bata hjá fjórum viðmælendum Fréttablaðsins. Þau segja að ít- rekaðar innlagnir á geðdeild skaði sjálfsmynd fólks. HEILBRIGÐISMÁL Eitt það mikilvæg- asta fyrir geðsjúkt fólk er að skip- ta máli í lífinu, hafa hlutverk í samfélaginu og finna að hlustað sé á það, segja fjórir geðsjúkir við- mælendur. Allir eru þeir nú þátt- takendur í samfélaginu, án inn- lagna, með stuðningi Hugarafls. Eitt það mikilvægasta í lífinu fyrir geðsjúkt fólk er að hafa hlut- verk í lífinu og finna að það skipti máli. Þetta segja fjórir viðmæl- endur Fréttablaðsins, þau Stefanía Margrét Arndal, Svava Ingþórs- dóttir, Bergþór Grétar Böðvars- son og Garðar Jónasson sem öll eru félagar í Hugarafli. Öll hafa þau kljáðst við geð- sjúkdóma. Sum þeirra hafa orðið mikið veik, þurft inn á geðdeildir, en önnur hafa sloppið betur. Nú eiga þau eitt sameiginlegt, þau starfa í Hugarafli og sú vinna hef- ur skilað sér í bata, eða eins og Garðar orðar það: „Ég hef verið „utan þjónustu- svæðis“ í á þriðja ár, þökk sé Hug- arafli.“ Hann rifjar lauslega upp tím- ann áður en hann gekk í Hugarafl: „Ég var á geðdeild. Ég tók ofsaleg reiðiköst. Enginn skildi mig, vildi né kunni að tala við mig.“ Nú eru þau fjögur hluti af stær- ri hóp í Hugarafli, sem unnið hef- ur verkefni inni á geðdeildum Landspítalans, sem halda á áfram að þróa í samvinnu við spítalann, þannig að úr verði bætt, þar sem fólki sem þar dvelur hefur þótt miður fara í meðferðinni. Fjór- menningarnir leggja ríka áherslu á að geðsjúkir þurfi að fá að taka þátt í meðferðinni, svo sem lyfja- notkun og fleiru. „Það er mikilvægt að vera með í stefnumótun og fá að þróa verk- efni,“ segja þau. „Það er til dæmis mjög sterkt að geta fengið að tjá sig og vita að það er hlustað á mann. Ítrekaðar innlagnir á geðdeild skaða sjálfsmynd fólks. Þar hafa menn ekki nóg fyrir stafni og allt iðjuleysi hefur afar slæm áhrif á geðið. Ef menn liggja mikið fyrir veikjast þeir bara meira, því lík- ami og sál spila saman. Það vantar því sárlega sjúkraþjálfara á deild- irnar, svo og að iðjuþjálfi væri staðsettur þar.“ Þau benda jafnframt á að fé- lagsráðgjafi þyrfti að koma fyrr inn í ferlið, þegar fólk er orðið svo veikt að það þarf að leggjast inn á geðdeild. Þegar svo sé komið, sé það oft komið með þunga byrði á bakið. Það geti verið bugað af fjár- málaáhyggjum. Það geti verið heimilislaust. Það sé kannski búið að slíta tengsl við vini og fjöl- skyldu. Alla þessa þætti þurfi að byggja upp samhliða, það er iðju- þjálfun, sjúkraþjálfun, sálfræði- ráðgjöf og félagsráðgjöf, til að fólk gangi ekki vegalaust og vonlaust út í samfélagið aftur eftir að hafa leg- ið á geðdeildum, til þess eins að leggjast þar inn aftur. Þá vanti al- gjörlega eftirfylgni eftir að fólk er komið út, til að það geti höndlað nauðsynlega hluti í daglegu lífi. jss@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Á TÆPUM 150 KÍLÓMETRA HRAÐA Lögreglan á Dalvík var við hraðamælingar á laugardag og mældist mikill hraðakstur og stöðvaði hún einn ökumann sem ók á 147 km hraða um Ólafsfjarð- arveg á leið til Akureyrar. BÍLVELTA UNDIR EYJAFJÖLLUM Bíll valt við bæinn Þorvaldseyri austur undir Eyjafjöllum snemma á laugardagsmorgun. Tveir útlendingar voru í bílnum sem var bílaleigubíll en bifreiðin valt út af veginum og hafnaði úti á túni. Mennirnir voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur en farþeginn var talsvert meira slasaður en ökumaður sem slapp með minniháttar meiðsli. Bifreið- in er ónýt. VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða bíll hefur verið valinn bíll árs-ins á Íslandi? 2Hvað heitir kjarnorkuknúna herskip-ið sem verið hefur við strendur Íslands undanfarna daga? 3Hvaða íþróttafélag á höfuðborgar-svæðinu fagnar nú 75 ára afmæli sínu? Svörin eru á bls. 30 TÓMLEGT SJÚKRAHÚS Sjúkrahús tæmdust að mestu meðan á verkfallinu stóð. Verkfalli lokið: Lífið aftur í samt horf NÍGERÍA, AP Börn mættu aftur í skóla og bensínstöðvar, bankar og margvísleg önnur fyrirtæki hófu starfsemi á nýjan leik í gær þegar fjögurra daga allsherjarverkfalli fjölmennustu verkalýðsfélaga Ní- geríu lauk. Forystumenn verkalýðsfélag- anna hótuðu þó að hefja verkfall- ið aftur eftir tvær vikur ef stjórn- völd koma ekki til móts við kröfur þeirra um lægra eldsneytisverð. Verkalýðsforkólfurinn Owei Lakemfa sagði verkfallið hafa skilað miklum árangri. „Milljónir Nígeríubúa sýndu að þær eru and- vígar efnahagsstefnu sem skemmir út frá sér, einkum tíðum hækkunum eldsneytisverðs.“ ■ HÖFUÐSTÖÐVAR YUKOS Meintar skattskuldir fyrirtækisins nema hundruðum milljarða og því er gert ókleift að selja eignir til að borga þær. M YN D A P FÓLK MEÐ HLUTVERK Stefanía Margrét Arndal, Svava Ingþórsdóttir, Garðar Jónasson og Bergþór Grétar Böðvarsson eiga það sameiginlegt að kljást við geðsjúkdóma. Þau vinna, ásamt félögum sínum í Hugarafli, að verkefni sem felur í sér að fólk á geðdeildum er virkara í ákvarðanatöku um eigin meðferð og verði á fleiri sviðum betur undirbúið og stutt til að ganga út í samfélagið á nýjan leik. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.