Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 8
É g var þrettán ára þegar égsá blökkumann í fyrstaskipti í návígi. Það var í kirkjutröppunum á Akureyri. Hann var á uppleið, ég á niðurleið. Ég man hvað ég horfði lengi á eft- ir honum upp að guðshúsinu; mik- ið afskaplega fannst mér þetta vera skrýtinn litur á manni. Þrjátíu árum síðar stendur dökkbrún kona fyrir framan mig í röðinni í kjörbúðinni. Svart hárið er þykkt og mikið. Og hún er svo smávaxin að gulu inn- kaupapokarnir strjúkast eftir gólfinu á leið út í bíl. Hún heitir Svanhvít og býr í næstu götu við mig; afi hennar hét Heni Faizal, sjó- maður frá Súrabaya. Blessunarlega er íslensk þjóð að blandast. Hún hefur gott af því. Í margar aldir réri ís- lenska þjóðin fram í gráðið í illa lekum vistarverum sem lyktuðu af fúkka og myglu. Langt fram á síð- ustu öld var það ráð manna að stöðva lekann úr loftinu með því að breiða betur yfir sig. Og lungann úr sömu öld var það sömu þjóðinni nokkurnveginn of- viða að leggja vegi og reisa hús. Íslensk saga er ekkert sérstaklega merkileg. Stærstur kafli Íslandssög- unnar er merktur stöðnun og afturför. Einhver mesta framþróun sem varð á at- vinnuháttum Íslendinga á síðustu öld var innflutning- ur á stígvélum. Fram að því var þjóðin blaut í fæturna. Og loppinni þjóð fer lítið fram. Íslendingar þekkja stöðnun og eru svolítið hrifnir af henni. Stærstu samfélagsbreytingar síð- ustu áratuga hafa verið litnar hornauga. Þjóðflutningarnir úr sveitum í þéttbýli hafa löngum þótt svo varhugaverðir að mikill hluti stjórnmálabaráttunnar hef- ur farið í það að berjast gegn þeim. Önnur stórfelld breyting á samfélaginu; atvinnuþátttaka kvenna, hefur enn ekki verið sam- þykkt, svo sem sjá má í launa- umslögunum. Og viðhorfin til út- lendinga hafa jafnan verið þau að þeim fylgi erfiðleikar. Samt þykir sömu þjóð einhver merkasti part- ur sögu sinnar vera ólæti bænda. Það er nefnilega það. En Íslendingar eru útlending- ar. Að upplagi eru þeir aðkomu- menn sem flúðu afarkjör í heima- landi sínu og grófu sig í jörð uppi á afskekktri eyju. Margra alda einangrun gerði þá fremur aftur- haldssama og ómannblendna. Það var helst að erlendir sjómenn sunnan úr höfum lífguðu upp á mannlífið – og fyrir vikið er óvenjulega mikið af svarthærðu fólki um allar strendur aust- urundan og vestra. Goðsögnin um hreinu þjóðina er gölluð. Íslensk þjóð er miklu blandaðri en hún þorir að viður- kenna. Einangrun fyrri alda var reglulega rofin með nýju blóði; ensku, þýsku, hollensku, frönsku og portúgölsku. Og af því þjóðinni var einatt kalt, ekki síst kvenfólk- inu, var ekki ónýtt að ylja sér und- ir voð með sigldum sjarma. Síðar sömdum við lag um þetta; það blanda allir landa upp til stranda. Eða var merkingin einfaldari? Má vera. Goðsögnin um hreinu þjóðina er þar að auki inntakslaus. Hvað í ósköpunum er fengið með því að hreinsa þjóð? Hver er eiginlega ávinningur einsleitninnar? Engin þjóð í heiminum er blandaðri en Bandaríkjamenn. Hvergi hefur röskun verið jafn áberandi í fari þjóðar og vestur á sléttum nýja heimsins. Í Kaliforn- íu, fimmta stærsta hagkerfi heims, er pottur samfélaganna svo litríkur að erfitt er að greina einkennislitinn. Það besta úr evr- ópskri, afrískri, latneskri og asískri arfleifð – og auðvitað það versta líka - hefur hrært svo mjög upp í sólríku samfélaginu að það iðar af kæti og þrótti. Lengi vel var ein sýsla Kaliforníuríkis, Or- ange-county, öftust á hagvaxtar- merinni. Eftir því var tekið, en þar bjuggu aðeins fátækir hvítir ávaxtabændur. Eftir að kínversk- ir innflytjendur settust þar að í flokkum hefur orðið sú breyting að hvergi í þessu fimmta stærsta hagkerfi heims hefur efnahagurinn vaxið hraðar á síðustu árum. Hvernig væru hrein Bandaríki? Í Alþýðubókinni skrifaði Kiljan um mikilvægi þess að íslenska þjóðin þrifi sig. Auðvitað móðguðust lands- menn. Og hafa sumir hverjir ekki ennþá náð sér í innstu afdölum. Víst er mikilvægt að þrífa sig. Einsleitni þjóðar er hins- vegar ekkert þjóðþrifaverk. Það er ávísun á stöðnun, for- heimsku og afturhald sem getur af sér afturför. Mikill fjöldi útlendinga hefur á undanförnum árum flutt til Íslands hvaðanæva að af jarðarkringlunni og fest hér rætur. Nágranni minn, Svanhvít, flúði eyjuna sína í sunnanverðu Kyrra- hafi og kom hingað allslaus. Það tók hana tvö ár að vinna fyrir farmiðanum, en vinnan suðrí höfum var stopul; framtíðin fólgin í ömurlegu húsnæði og engum menntun- armöguleikum. Þremur árum eft- ir flutninginn hafði hún önglað saman fyrir flugferð barna sinna til Íslands. Svo kom pabbinn ári seinna. Þau bjuggu fyrst í kjall- araholu, síðar á sérhæð og keyptu sér nýverið snotra íbúð í parhúsi. Gamla Ladan heitir nú Toyota Corolla. Trygg vinna, trygg menntun, trygg heilbrigðisþjón- usta – tryggt líf. Og traustir nágrannar. Íslendingum finnst sjálfgefið að vera aufúsugestir hvar sem þeir koma í heiminum. Þeir ganga öruggir að atvinnu og menntun víða í Evrópu og móðgast heiftar- lega ef þeir fá ekki græna kortið á leið til Vesturheims. Að sjálfsögðu hljóta þeir að taka á móti öðrum eins og þeim finnst að aðrir eigi að taka á móti sér. ■ F yrsta spurningin í síðustu kappræðum Bush og Kerryáður en kosið er til forseta Bandaríkjanna var á þá leiðhvort Bandaríkin yrðu einhvern tímann jafn örugg fyr- ir börn landsins í dag og þegar spyrjandinn var sjálfur barn. Þessi spurning var nokkuð skrítin, í ljósi kjarnorkuváar kalda stríðsins og þeim vopnuðu deilum sem Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í og hermenn þeirra hafa fallið í, í öllum heimsálf- um. Kosningabaráttan virðist að miklu leyti hafa snúist um þennan ótta, sem báðir vilja stjórna. Við hér á Íslandi og í Evrópu munum seint geta skilið þenn- an ótta því það er ekki verið að ala hann upp í okkur með því að stjórna lífinu með litum; gulum, appelsínugulum, rauðum. Viðvörun um þó nokkra hættu á hryðjuverkaárás er orðið normið. Ástandið hefur ekki verið grænt, hvað þá blátt, um langt skeið. Með því að viðhalda hættuástandinu og óttanum hefur verið hægt að færa til línuna á milli þess að tryggja ör- yggi og mannréttindi; það er meira gert til að tryggja öryggi, á kostnað mannréttinda. Þetta í sjálfu sér skapar hættuástand, ekki bara fyrir íbúa Bandaríkjanna, heldur einnig okkur hin. Þegar er komið í ljós að ferðamenn til Bandaríkjanna þurfa að gefa upp meiri per- sónuupplýsingar heldur en áður hefur þurft. Ef grunur liggur á að ferðamenn tengist hryðjuverkum geta þeir verið sendir í fangelsi án þess að njóta sömu réttinda og aðrir glæpamenn. Bandaríkin hafa verið „heimili hinna frjálsu“ en ef voldug- asta ríki heims stígur skref aftur á bak í réttindamálum gefur það slæmt fordæmi fyrir aðrar ríkisstjórnir sem eru sumar hverjar þegar farnar að endurnefna vandamál sín hryðjuverk til að þurfa ekki að taka á þeim neinum vettlingatökum. Viðvarandi gult ástand í Bandaríkjunum er líka hættulegt fyrir sjálft ríkið. Ekkert ríki þolir til lengdar að íbúarnir búi við slíkt ástand. Framhaldið verður líklega á annan hvorn eft- irfarandi veg, þótt margir aðrir séu hugsanlegir. Bandaríkja- menn geta orðið samdauna ástandinu, hætt að hlusta á enda- lausar viðvaranir um að eitthvað slæmt gæti mögulega gerst á næstu vikum, mánuðum, árum og fari að endurheimta þau mannréttindi sem tekin hafa verið frá þeim. Slíkur möguleiki virkar fjarlægur á meðan krafa Bandaríkjamanna virðist vera aukið öryggi. Hinn möguleikinn er sá að krafan um öryggi verði svo kröftug að Bandaríkjamenn teygja sig of langt í hernaðaraðgerðum erlendis til að tryggja öryggi heima fyrir og skerði enn mannréttindi eigin borgara, og útkoman verði upplausn að innan. Bandaríkjamenn virðast vera að sýna það að þeir kunna ekki að bregðast við ógninni heima fyrir og á meðan verið er að karpa um hvor verði betri forseti, Bush eða Kerry, erum við hugsanlega að horfa á upphaf endaloka stór- veldis. ■ 17. október 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ SVANBORG SIGMARSDÓTTIR Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum geta skipt um mann í brúnni en skipta varla um stefnu. Að viðhalda óttanum FRÁ DEGI TIL DAGS Viðvarandi gult ástand í Bandaríkjunum er líka hættulegt fyrir sjálft ríkið. Ekkert ríki þolir til lengdar að íbúarnir búi við slíkt ástand. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Íslendingar eru útlendingar Leitað nýrra leiða Ýmsum þykir einkennilegt að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, skuli nú um helgina hafa gagnrýnt sjálfstæðismenn fyrir að notfæra sér kennaradeiluna til að reka áróður fyrir einkarekstri grunn- skóla. Látum liggja mili hluta hvort ásökunin er rétt. En hafa ber í huga að ekki stofnaði Sjálfstæðisflokkur- inn til verkfallsins heldur Kennarasambandið. Get- ur það talist óeðlilegt að stjórnmálamenn freisti þess að finna nýja fleti á erfiðum úrlausnarefnum? Ætti ekki Össur frekar að hrósa sjálfstæðismönnum fyrir að leita nýrra leiða? Að minnsta kosti hrósuðu þeir honum þegar hann á síðasta landsfundi Samfylkingar- innar hvatti til þess að ráðist yrði að rótum rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins með því að prófa leiðir einkarekstrar. Ef Samfylkingunni finnst einka- væðing í lagi í heilbrigð- iskerfinu af hverju er hún þá bannorð í grunnskólakerfinu? Erfiður rekstur Annars blæs ekki byrlega fyrir hug- myndinni um grunnskóla í einka- rekstri. Íslensku menntasamtökin, sem ráku Áslands- skóla í Hafnarfirði, voru tekin til gjald- þrotaskipta í vikunni. Ísaksskóli í Reykjavík er sagður riða á barmi gjald- þrots. Og skólastjóri Tjarnarskóla talar um rekstrarvanda skólans í fjölmiðlum. Miðskólinn, sem starfaði um skeið fyrir nokkrum árum, fór á hausinn. Líklega má finna sértækar og ólíkar skýringar á vanda hvers skóla um sig. En ekki er hægt að horfa fram hjá því að ýmsir áhrifamiklir stjórnmálamenn hafa verið á móti þessum skólum. Og svo má velta því fyrir sér hvort það vanti meiri þekkingu á rekstri til að tilraunir af þessu tagi gangi upp. Í því sambandi er athyglisvert til samanburðar að einkareknir sérskólar og einkaskólar á háskólastigi blómstra. gm@frettabladid.is TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.