Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 9
Má stofna skóla ef hann er ekki skóli? Órannsakanlegir eru vegir mennta- málaráðuneytisins. Iðulega hef ég orð- ið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veður- fræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslensku- kennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og mál- fræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þess- um skóla og sendir vaska sveit kon- tórista til að rannsaka málið. Niður- staða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hug- ans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu við- burði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý ég til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjár- málaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyf- is svo fremi hann sé ekki banki að lög- um Það má líka hugsa sér minna um- stang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kem- ur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lög- unum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkr- ir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kell- ingarnar gera þar. Og svo þegar ein- hver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðu- neyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? ■ 9SUNNUDAGUR 17. október 2004 Sjónarsviptir af Davíð Það er von mín að þau þáttaskil sem nú hafa orðið í landsstjórninni séu fyrst og fremst þau að nýr maður er tekinn við í brúnni, en að ekki verði horfið frá þeir- ri stefnu sem hér hefur verið rekin und- anfarin ár. Ljóst er að sjónarsviptir verð- ur að Davíð úr stóli forsætisráðherra. Þó Halldór Ásgrímsson sé reyndur og fjölhæfur stjórnmálamaður er ljóst er að hans bíður erfitt verkefni, að fylla skarð Davíðs Oddssonar í forsætisráðu- neytinu. Þorsteinn Magnússon á ihald.is Stórsókn Ísraelshers Þann 28. september hóf Ísraelsher stór- sókn í Jabaliya og Beit Lahiya á Gaza- ströndinni. Réttum fjórum árum eftir að önnur uppreisn, eða intifada, Palestínu- manna gegn hernáminu hófst. Í skjóli Apache-orrustuþyrlna hófu skriðdrekar og jarðýtur Ísraelshers stórsókn í hern- aðaraðgerð sem hlotið hefur heitið „dagar iðrunar“. Væntanlega vísar heitið til þess að Palestínumenn skuli iðrast uppreisnar sinnar gegn hernáminu en hvernig sem því er farið er hernaðarheiti árásarinnar jafn ógeðfellt og kúgun Ísra- elstjórnar á hernumdu svæðunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir á althingi.is/tsv Vinstristefna og forsjárhyggja Oft er vinstristefnu í stjórnmálum og for- sjárhyggju spyrt saman. Menn virðast líta svo á að þeir sem leggja höfuðá- herslu á öflugt velferðar- og mennta- kerfi á vegum ríkis og sveitarfélaga vilji um leið stjórna þjóðfélagsþegnunum og hafa vit fyrir þeim. Vissulega er það svo að þetta fer oft saman. Til eru ýms- ir vinstrimenn sem vilja banna reykingar á börum, hindra aðgengi að áfengi, leg- gja ofurskatta á óhollan mat o.s.frv. Vegna neysluhátta nútímasamfélags eru þessi viðhorf á margan hátt skiljanleg. Það er auðvitað ekkert gaman að horfa upp á samferðamenn sína hlaupa í spik, veslast upp úr neyslutengdum sjúk- dómum eða eyða öllu haldbæru fé í „áfengi og kellingar“. Þórður Sveinsson á mir.is Konur skortir sjálfstraust Greinarhöfundur gerði örlitla könnun meðal kvenna um málefnið. Kom skýrt fram meðal þeirra að ástæður þess að þær héldu sig frá stjórnmálastarfi væri ekki áhugaleysi eða þekkingarleysi. Hins vegar skorti þær sjálfstraust til að ræða skoðanir sínar á almennum vettvangi, tjá sig í hópi fólks og báru margar við hræðslu við að trana sér fram. Liggur því ljóst fyrir að um alvarlegt vandamal er að ræða meðal kvenna sem leysa þarf úr hið fyrsta. Helga Kristín Auðunsdóttir á frelsi.is AF NETINU UMRÆÐAN EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON KENNARI SKRIFAR UM REKSTUR SKÓLA SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. sí_ný Nýdönsk og Sinfóníuhljómsveit Íslands á stórtónleikum í Háskólabíói. Nýdönsk ::: gömul og ný lög Maurice Ravel ::: Bolero Aram Katsjatúrjan ::: Maskerade svíta Aram Katsjatúrjan ::: Spartakus Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Ein ástsælasta popphljómsveit landsins undanfarin ár býður upp á skemmtilegan bræðing með Sinfóníunni. Leiknir verða vinsælustu smellir sveitarinnar í bland við nýtt efni. Til aðstoðar við útsetningar laganna eru fagmennirnir Kjartan Valdimarsson og Samúel Jón Samúelsson. Rúsínan í pylsuendanum eru svo öndvegisverk Ravels og Katsjatúrjan. MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500 E‹A Á WWW.SINFONIA.IS Miðaverð 3.800 kr. í sætaraðir 1–20 I 3.500 kr. í sætaraðir 21–28 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VISA KREDITKORTHAFAR GETA KEYPT MIÐA MEÐ 15% AFSLÆTTI TIL 26. OKTÓBER. FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 19.30 OG LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19.30. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / L JÓ S M Y N D : G R ÍM U R B JA R N A S O N Ráðuneytið gerir sem sagt ekki at- hugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögun- um. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.