Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 12
AFMÆLI Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuð- ur er 41 árs. Broddi Broddason útvarpsmaður er 52 ára. „Í fyrstu hafði ég ekki tíma til að skrifa skáldsögu og hélt mig því við smásögur, en úr varð að ég féll fyrir forminu,“ segir Ágúst Borg- þór Sverrisson rithöfundur sem gefur út sína fimmtu bók í vik- unni. Hún inniheldur smásögur og nefnist Tvisvar á ævinni og er gefin út af Skruddu. „Smásögur hafa því miður ekki notið eins mikillar virðingar hérlendis og skáldsagan, hinsvegar lít ég á þær sem eitt form skáldsögunnar og eru þær oft mun flóknari en fólk heldur. Flestir rithöfundar byrja í smásögum en færa sig svo yfir í skáldsöguna þar sem þeir full- komna stíl sinn en ég hef leitast við að þroskast sem höfundur í gegnum smásögur,“ segir Ágúst. Hann segir að á síðustu árum hafi sögurnar hans þó lengst talsvert og orðið flóknari og hann leggi talsvert mikið upp úr persónu- sköpun. „Ég er sjaldan með sögu sem fjallar um eitt atvik á einum degi heldur teygjast sögur mínar yfir lengri tíma og leitast ég við að láta þær tengjast í viðfangsefn- inu,“ segir Ágúst en viðfangsefnið hans að þessu sinni eru endur- tekningarnar í lífi hvers manns og hvernig sömu hlutir geta gerst á aftur á ólíkum stað á ólíkum tíma. „Fortíð fólks er oft fléttuð inn í samtíma þess og þannig rekst það jafnan á eitthvað úr æskunni eða eitthvað sem gerst hefur áður,“ segir Ágúst. Sjálfur segist hann lesa mest af smásögum og á sér nokkra eftirlætishöfunda sem hann lítur til í verkum sínum. „Ég var fyrir skömmu þess heiðurs að- njótandi að vera líkt við eina fyrir- mynd mína, Raymond Carwell sem dó árið 1988 og er sennilega einn þekktasti smásagnahöfundur heims,“ segir Ágúst og nefnir ein- nig kanadíska smásagnahöfund- inn Alice Munroe sem eina af sín- um fyrirmyndum. „Ég hef lært af henni að gera sögurnar flóknari og gefa þeim meiri dýpt,“ segir Ágúst. Til stendur að fagna útgáfu bókarinnar í byrjun næsta mánað- ar á Kaffi Reykjavík. „Útgáfuteiti verður 3. nóvember og mun ég fá einhvern skemmtilegan til að spila á píanó, veita drykki og lesa upp úr bókinni og að sjálfsögðu veiti ég áritanir,“ segir Ágúst. kristineva@frettabladid.is 12 17. október 2004 SUNNUDAGUR RITA HAYWORTH Leikkonan og þokkagyðjan fæddist á þessum degi árið 1918. Smásaga er viss skáldsaga ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON: GEFUR ÚT SITT FIMMTA SMÁSAGNASAFN „Allir karlmenn sem ég kynntist fóru í rúm- ið með Gildu... og vöknuðu hjá mér.“ - Rita Hayworth átti í mesta basli með að brjótast út úr þekktasta hlutverki sínu. timamot@frettabladid.is ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON Gefur út sitt fimmta smásagnasafn í þessari viku sem nefnist Tvisvar á ævinni „Lífið endurtekur sig oft í breyttri mynd sem er eitt meginviðfangsefni bókarinar.“ Al Capone var stungið í fangelsi á þessum degi árið 1931 og þar með var bundinn endi á langan feril hans sem konungur undir- heima Chicago-borgar. Capone byggði veldi sitt á sprútt- sölu, fjárhættuspilum, vændi og annarri starfsemi sem þolir illa dagsljósið. Það var skatturinn sem varð honum loks að falli en allar tilraunir yfirvalda til að koma lögum yfir mafíósann höfðu verið árangurslausar þar til sönnuðust á hann skattsvik. Þetta þóttu vitaskuld frekar létt- vægar sakir fyrir mann sem hafði stýrt veldi sínu með harðri hendi, látið drepa miskunnarlaust samkeppnisaðila, múta embættismönnum og lög- reglu og kúga vitni, en fruntalegar aðferðir hans bitu ekki á skattinn, sem kom honum á bak við lás og slá í 11 ár. Glæpirnir höfðu borgað sig vel og lengi hjá Capone en árið 1927 var hann búinn að hala inn svartar tekjur upp á 100 milljónir dollara. Auk fangelsisdómsins var honum gert að greiða 1.000 dollara sekt og máls- kostnað. 17. OKTÓBER 1931 Glæpaforinginn Al Capone var settur í fangelsi fyrir skatt- svik. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1888 Fyrsta tölublað tímaritsins National Geographic kem- ur út. 1933 Tímaritið News-Week kem- ur fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn. Nafni þess var síðar breytt í Newsweek. 1933 Dr. Albert Einstein flytur til Princeton í New Jersey eftir að hafa yfirgefið Þýskaland. 1945 Juan Peron verður einræð- isherra í Argentínu eftir valdarán í Buenos Aires. 1979 Móðir Teresa hlýtur friðar- verðlaun Nóbels. 1997 Jarðneskar leifar byltingar- mannsins Ernesto „Che“ Guevara eru lagðar til hin- stu hvílu á Kúbu, 30 árum eftir að hann var tekinn af lífi í Bólivíu. 2000 Madame Tussaud’s vax- myndasafnið er opnað í New York. Vika er liðin frá frumsýningu Nemenda- leikhússins á Draumnum og þar fer hinn ungi Orri Huginn Ágústsson á kostum ásamt félögum sínum í leiklistardeild listaháskólans. Vikan framundan er þétt- setin af sýningum á Draumnum en á dag- inn er hann í útvarpinu að taka upp nýtt íslenskt útvarpsleikrit sem nefnist Brans- inn og er eftir Jón Atla Jónasson. „Vinnan í kringum upptökurnar er mjög spennandi. Annarsvegar er það allt tekið upp í stúdíói og hinsvegar úti við eins og í bílum og undir berum himni. Ætlum við okkur svo að bera þessar tvær upptökur saman sem er mjög spennandi,“ segir Orri Huginn. Hann telur upptökurnar á daginn og svið- leikinn á kvöldin bjóða upp á skemmti- legar andstæður sem gaman sé að takast á við. „Í útvarpi reiðum við okkur alger- lega á röddina og er stærsti þröskuldurinn að láta allt komast yfir í röddina í útvarp- ið, þannig að hlustandinn heyri hver mað- ur er og í hvernig fötum maður er,“ segir Orri Hugginn og bætir við að þótt þau hafi ekki farið í gegnum ferlið að búa til búninga eða setja upp leikmynd þá hafi hann gert sér skýra mynd af karakternum í hausnum. „Þetta þarf allt saman að koma yfir til hlustandans og stundum erum við raunverulega að gera eitthvað til að fá ákveðið hljóð í skrokkinn eins og til dæmis sama hljóð þegar maður situr við borð eða einhvers staðar á göngu. Það er allt annars eðlis en þegar maður er á sviði og þess vegna er svo skemmtilegt að fara í þetta þegar maður er búinn að vera að vinna við Drauminn þar sem maður er að vinna mikið með skrokkinn sjálfan,“ segir Orri Huginn. ■ VIKAN SEM VERÐUR ORRI HUGINN ÁGÚSTSSON NOTAR SKROKKKINN MIKIÐ Í VIKUNNI Fá hljóð í skrokkinn Skatturinn nappar Capone Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að ORRI HUGINN ÁGÚSTSSON Mun lifa og hrærast í leiklistinni í vikunni sem verð- ur bæði í útvarpi og á sviði. Ástkær amma okkar, tengdaamma og langamma, Sigríður S. Jakobsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Álftahólum 8, Reykjavík, Sigurjón Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þráinn Steinsson, Eyþóra Geirsdóttir og barnabarnabörn. sem lést fimmtudaginn 7. október, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 19. október kl. 13.30. ANDLÁT Jóhann Ottó Guðbjörnsson, Skessugili 14, Akureyri, lést 10. október. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Huldugili 56, Akureyri, lést 13. október. Kristín Stefánsdóttir, Hamrabergi 12, lést 14. október. Árni Magnússon lést 14. október. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.