Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 35
um. Er ekki hætta á því að borgar- fulltrúar einangrist inni í svo stór- um nefndum og missi tengslin við fólkið í borginni? Það eru tvær leiðir til að nálgast þetta. Annars vegar geta kjörnir fulltrúar haft það náðugt í litlum nefndum þar sem þeir eru með puttana í einu og öllu. Hins vegar geta nefndirnar verið stórar, starf- samar og með öfluga stjórnsýslu sér við hlið. Þá er miklu betra svig- rúm til að opna nefndirnar fyrir íbúum, félagasamtökum og hags- munasamtökum. Þannig er fleirum veittur aðgangur að stefnumótun en þeim sem eru kjörnir fulltrúar. Mín skoðun er sú að kjörnir fulltrú- ar eigi ekki að vera í smáatriða- stjórnun. Þeir eiga að leggja hinar stóru línur í virku samráði við fólk- ið í borginni. Er eitthvað nýtt í þessum tillög- um varðandi þátttöku almennings í ákvarðanatöku? Nei, það verður þriðja vers. Við erum búin að fara í gegnum fyrsta umbótafasann sem voru umbætur á þjónustunni og erum búin að samþykkja að byggja á þjónustu- miðstöðum í hverfum, símaveri með einu upplýsinganúmeri og öfl- ugum Reykjavíkurborgarvef. Núna erum við að gera umbætur á stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Þriðji fasinn verður svo að hleypa borgarbúum að ákvarðanatökunni sjálfri. Liggur eitthvað fyrir í þeim efnum? Tillögurnar eru enn á undirbún- ings- og umræðustigi. Hugsunin er þó sú að fagráðin vinna í auknum mæli fyrir opnum tjöldum með borgarbúum. Opnum fundum fjölgi og nefndirnar sendi mál oftar út til umsagnar á undirbúningsstigi. Hingað til hafa borgarbúar of oft þurft að hafa frumkvæði að því sjálfir. Það er líka ætlunin að beita ný- stárlegum aðferðum eins og stefnu- þingum. Til dæmis með listamönn- um á menningarsviðinu, með um- ræðutorgum á vefnum um einstök verkefni. Við viljum líka skoða leið- ir til þess að láta notendur tiltekinn- ar þjónustu, til dæmis börn í skól- um og foreldra þeirra, hafa bein áhrif á skólastarfið. Tillögur um þetta verða lagðar fram í vetur. Í þeim getur einnig verið að við tökum upp spennandi nýjungar sem innleiddar hafa verið undan- farið í nágrannalöndunum. Til dæmis varðandi rétt íbúa til að setja mál á dagskrá í borgarstjórn. Það getur verið allt frá því að krefj- ast borgarafunda, krefjast at- kvæðagreiðslu um einstök mál eða jafnvel fá að leggja fram tillögur í nefndum og ráðum. Það er róttæk- asta leiðin sem hefur verið farin í þessum efnum. Þú talar mikið um lýðræði í borginni. Hvað segirðu um gagnrýn- israddir sem heyrast innan Reykja- víkurlistans um að félagsmenn í flokkunum sem að honum standa hafi ekki tækifæri til að koma að stefnumörkun og ákvörðunum? Ég held þvert á móti að Reykja- víkurlistinn sé fjölbreyttasta stjórnmálaafl landsins. Það hefur alltaf verið hans styrkur. Stjórn- málin eru hins vegar að breytast. Félagsstarfið, sem áður var hrygg- lengjan í pólitísku starfi, hefur lát- ið undan síga. Það er erfitt að fá fólk til að verja frítíma sínum til þess að sitja félagsfundi. Þá tel ég erfitt að rökstyðja það hvers vegna kvöldfundir þeirra sem hafa tök á sækja þá eigi að vera rétthærri öll- um öðrum. Mér finnst blasa við að það hef- ur skapast þörf fyrir að opna stjórnmálin. Ekki bara fyrir flokks- fólki heldur íbúum almennt. Reykjavíkurlistinn hefur samt alltaf ræktað þann hóp sem situr í nefndum og ráðum með því að hitt- ast reglulega í svonefndum hund- raðmannahópi. Svo geta menn haft skoðanir á því hvort þeir séu of fáir eða margir. Við ætlum í vetur að gera átak í því að funda reglulega með þessu fólki. Þú tekur þá ekki undir með þeim sem telja að nú fjari hratt undan Reykjavíkurlistanum? Nei. Þessar umbætur sem við stöndum fyrir núna endurspegla það að Reykjavíkurlistinn er enn róttækt umbótaafl. Reykjavíkur- listinn er líka að endurnýjast. Borg- arfulltrúahópurinn er til vitnis um það. Þrátt fyrir að það hafi reynst erfitt að fá fólk á fundi á vegum listans höfum við verið dugleg við að fá annað fólk úr samfélaginu til verka með okkur. Meðal annars með því að virkja fólk og hug- myndastrauma úr viðskiptalífinu, fyrirtækjunum, félagasamtökum og menningunni. Umræðan um framtíð Reykja- víkurlistans sprettur hins vegar alltaf upp um þetta leyti kjörtíma- bilsins og á sér rætur í því að það styttist í uppstillingu fyrir næstu kosningar. Í aðdraganda þess vilja allir flokkar hafa góða samninga- stöðu. ■ SUNNUDAGUR 17. október 2004 es.xud.www Málstofa um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda í Norðaustur-Atlantshafi Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, mánudaginn 18. október 2004 kl. 11.00-14.00 Dagskrá: 11.00 Setning: Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Íslands. 11.05 Ernst Nordtveit, prófessor í olíurétti við Háskólann í Björgvin. 11.35 Rory Boyd, aðstoðarskrifstofustjóri olíumálaskrifstofu samgöngu- og auðlindaráðuneytis Írlands. 12.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Sigurð í Jakupsstovu, yfirmaður Olíustofnunar Færeyja. 12.50 Hans Kristian Schönvandt, yfirmaður auðlindaskrifstofu heimastjórnar Grænlands. 13.10 Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur á Orkustofnun. 13.30 Umræður. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Ti lb oð g ild ir út o kt ób er 2 00 4 +FYRIR ÁSKRIFENDUR Glaðningur fyrir áskrifendur DV Tryggir áskrifendur gerast sjálfkrafa meðlimir í DV+ og fá ný tilboð mánaðarlega. Sértilbo ð aðein s fyrir á skrifend ur DV gegn fra mvísun miðans 15% afsláttu r af öllu m vöru m full búð af nýjum og glæsile gum húsgögnu m og gja favöru. Verslun in Unika , Fákafen 9, 108 R eykjavík sími 568 6700, fa x 56867 01, netf ang unik a@unika .is Menntamálasvið: Fræðsluráð og leikskólaráð sameinuð. Erindi sem varða fræðslu- og mennta- mál verða ekki falin annarri nefnd. Menningar- og ferðamálaráð: Menningarmálanefnd og stjórn Höfuð- borgarstofu sameinast. Fer með menningarmál og markaðsmál. Velferðarráð: Fer með félagsmál, húsnæðismál, öldrunarmál, félagsþjónustuna og barnavernd. Mun taka við velferðar- málum frá ríkinu sem kunna að verða falin sveitarfélögunum. Íþrótta- og tómstundaráð: Fer með íþrótta-, frístunda- og útivist- armál, gæsluvelli, frístundaheimili og frístundamiðstöðvar. Skipulagsráð: Fer með skipulags- og byggingarmál. Umhverfisráð: Fer með umhverfis- og náttúruvernd- armál. Þar á meðal græn svæði, stefnumótun í samgöngumálum, sorp- hirðu og heilbrigðiseftirlit. Framkvæmdaráð: Ber ábyrgð á undirbúningi, hönnun og framkvæmdum borgarinnar. Nefndin tekur við stjórn Fasteignastofu og hluta þeirra verkefna sem samgöngu- nefnd hefur farið með. SJÖ FAGSVIÐ Í BORGARKERF- INU SAMKVÆMT TILLÖGUM REYKJAVÍKURLISTANS. DAGUR B. EGGERTSSON Hefur sem formaður stjórn- kerfisnefndar Reykjavíkur lagt fram róttækar tillögur að stjórnkerfisbreytingum. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.