Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 36
20 17. október 2004 SUNNUDAGUR Við hrósum ... ... Heiðari Helgusyni sem skoraði tvö mörk fyrir Watford í ensku 1. deildinni í gær. Heiðar skoraði bæði mörkin á fyrstu 14 mínútum leiksins en þau dugðu þó ekki til sigurs því Derby jafnaði í seinni hálfleik. Fyrra mark Heiðars var skalli en það seinna viðstöðulaust þrumuskot. Vissir þú að ... ... Jimmy Floyd Hasselbaink sem yfirgaf Chelsea í sumar hefur skorað sex mörk í fyrstu níu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar eða aðeins 2 mörk- um minna en allt Chelsea-liðið. Síðan Rússinn Roman Abramovich kom til Chelsea hafa sóknarmenn verið keyptir fyrir 130 milljónir punda en þrátt fyrir það hafa framherjarnir aðeins skorað þrjú deildarmörk til þessa.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14 15 16 17 18 19 20 Sunnudagur OKTÓBER FÓTBOLTI Chelsea tapaði sínum fyrs- ta leik undir stjórn Portúgalans Jose Mourinho þegar Man. City vann leik liðanna 1–0 í gær. Manchester United tapaði einnig stigum í markalausu jafntefli í Birmingham og meðan bættu meistararnir úr Arsenal enn frekar stöðu sína á toppnum með 3–1 sigri á Aston Villa. „Við erum að verjast vel og spila nógu vel til að skapa okkur góð færi en það er ekki nóg. Eitt mark á leik er ekki nóg fyrir okkur til þess að vinna titilinn. Við verðum að fara að skora meira,“ sagði Jose Mourinho eftir leikinn en Chelsea hefur aðeins skorað 8 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni, 21 færra en topplið Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og fékk meðal annars mjög gott færi sem hann náði ekki að nýta. Eiður Smári skoraði í fyrsta leik tímabilsins en hefur síðan leikið tíu leiki í röð með Chelsea án þess að skora á sama tíma og hann hefur skorað 4 mörk í fimm landsleikjum. Þetta var ekki víti „Þetta var ekki víti. Dómarinn er ekki töframaður. Það kom löng sending og eina sem hann sá var í bakið á Paulo og því var ómögulegt fyrir hann að meta hvort um víti var að ræða enda í 50 metra fjarlægð,“ sagði Mour- inho um vítaspyrnuna sem Nicolas Anelka fiskaði og skoraði eina mark leiksins úr strax á 11. mínútu. „Við áttum meira skilið en leikurinn er búinn og við þurf- um að fara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn CSKA í meistaradeildinni,“ sagði Jose. Chelsea lét Jimmy Floyd Hasseilbaink fara frá sér fyrir tímabilið en hann skoraði þrennu í 4–0 sigri Middlesbrough á Blackburn í gær og hefur skorað sex mörk í fyrstu níu leikjunum aðeins tveimur mörkum minna en allt Chelsea-liðið til samans. Manchester United gerði sitt fimmta jafntefli í síðustu sjö leikjum þegar Birmingham náði markalausu jafntefli gegn þeim þrátt fyrir að vera án fimm lykil- manna sem voru meiddir. Það dugði ekki United að vera með þá Alan Smith, Ruud Van Nistelrooy, Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Luis Saha inn á á sama tíma í seinni hálfleik. „Það er rétt hjá mönnum að afskrifa okkur því við höfum dregist aftur úr en fótboltinn er nú einu sinni þannig íþrótt að hlutirnir geta breyst hratt. Við getum unnið deildina en þá þurf- um við að fara að komast í okkar besta form og ég hef áhyggjur af því að við höfum bara skorað níu mörk í níu leikjum,“ sagði Alex Ferguson eftir leikinn en United er 11 stigum á eftir toppliði Arsenal en liðin mætast einmitt á Old Trafford um næstu helgi. Patrick Viera meiddist Liverpool lenti 2–0 undir á úti- velli gegn Fulham en allt breyttist í seinni hálfleik þegar Rafael Benitez setti inn Xabi Alonso í seinni hálfleik. Liverpool skoraði fjögur mörk eftir hlé þar af tvö þeirra eftir að bakvörður liðsins, Josemi, fékk að líta sitt annað gula spjald. Liverpool hafði tapað fjórum útileikjum í röð fyrir heimsóknina á Craven Cottage. „Ef við værum í janúar og febrúar þá teldi ég víst að United gæti ekki náð okkur en svona snemma á tímabilinu er allt opið ennþá,“ sagði Arsene Wenger eftir 3–1 sigur á Aston Villa þar sem hann þurfti að horfa á eftir Patrick Viera haltra útaf. „Hann er stór og sterkur strákur, ég vonast eftir honum klárum fyrir næsta leik en það lítur út fyrir að hann missi af leiknum í meistaradeildinni í vikunni,“ sagði Wenger um meiðs- li Viera en landar þeirra Robert Pires (2) og Thierry Henry sáu um að skora mörkin en Arsenal lenti undir, fékk á sig mark strax á 3. mínútu. Everton vann fjórða 1–0 sig- urinn í síðustu fimm leikjum og er í þriðja sætinu. Sigurmarkið skor- aði Leon Osman tveimur mínútum fyrir leikslok. Bolton vann líka 1–0 og er ekkert að gefa eftir í baráttunni um Evrópusætin. SÚR Á SVIP Jose Mourinho þurfti að horfa upp á fyrsta tap Chelsea undir sinni stjórn í gær þökk sé vítinu sem Nicolas Anelka fiskaði, sjá til vinstri, og skoraði úr á 11. mínútu. AP Fyrsta tapið hjá Mourinho Arsenal náði fimm stiga forskoti á Chelsea og 11 stiga forskoti á Man. United eftir leiki gærdagsins. Liverpool lenti 2–0 undir en vann 2–4. ■ ■ LEIKIR  16.00 KA/Þór og Grótta/KR í KA- heimilinu í kvennahandbolta.  16.30 Haukar og Fram eigast við á Ásvöllum í kvennahandbolta.  19.15 Haukar og Tindastóll eigast við á Ásvöllum í Intersportdeild karla.  19.15 KFÍ og Fjölnir eigast við á Ísafirði í Intersportdeild karla.  19.15 KR og Skallagrímur eigast við í DHL-höllinni í Intersportdeild karla.  19.15 ÍR og Njarðvík leika í Seljaskóla í Intersportdeild karla.  19.15 Snæfell og Keflavík eigast við í Stykkishólmi í Intersportdeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  13.00 Spænski boltinn á Sýn. Leikur Espanyol og Barcelona.  14.40 X-Games á Sýn.  15.30 World Series of Poker á Sýn. Slyngustu fjárhættuspilarar veraldar mæta á HM í póker.  17.00 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  17.30 Einvígi á Spáni á Sýn. Greg Norman og Sergio Garcia.  18.20 UEFA Champions League á Sýn.  18.50 Spænski boltinn á Sýn. Beint frá leik Valencia og Sevilla.  20.55 Ameríski fótboltinn á Sýn. Beint frá leik Oakland Raiders og Denver Broncos í 6. umferð.  22.10 Helgarsportið á RÚV.  23.25 Ítalski boltinn á Sýn. Leikur Juventus og Messina. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Egilsstaðir KR - KFÍ DHL – Höllin 17. október kl. 19:15 Önnur umferð 1. deildar kvenna í körfubolta lauk í gær: Sigurgangan hjá Stúd- ínum heldur áfram KÖRFUBOLTI ÍS hélt áfram sigur- göngu sinni í kvennakörfunni með 25 stiga sigri á KR, 43–68, í lokaleik annarrar umferðar 1. deildar kvenna í körfubolta í gær. ÍS hefur unnið báða deildarleiki sína eins og lið Keflavíkur og Grindavíkur en á þriðjudaginn tekur ÍS á móti Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í toppleik deildarinnar. Signý Hermannsdóttir skoraði 19 stig, tók 10 fráköst, stal 5 bol- tum og gaf 4 stoðsendingar hjá Stúdínum. Alda Leif Jónsdóttir var með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Lovísa Guðmunds- dóttir skoraði 10 stig og Þórunn Bjarnadóttir var með 8 stig, 5 fráköst, 5 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Helga Þorvaldsdóttir sýndi gamla takta með KR-liðinu og skoraði 12 stig, tók 8 fráköst og stal 5 boltum og þær Sigrún Skarphéðinsdóttir og Eva María Grétarsdóttir komu henni næst með 7 stig. Katie Wolfe lék ekki með KR- liðinu í gær og munaði um minna en hún fer í skoðun á morgun vegna hnémeiðsla. ENSKA ÚRVALSDEILDIN: Birmingham- Man. Utd. 0-0 Arsenal-Aston Villa 3-1 0-1 Hendrie (3.), 1-1 Pires, víti (19.), 2-1 Henry (45.), 3-1 Pires (72.). Blackburn-Middlesbrough 0-4 0-1 Hasselbaink (46.), 0-2 Boateng (50.), 0- 3 Hasselbaink (57.), 0-4 Hasselbaink (90.). Bolton-Crystal Palace 1-0 1-0 Davies (45.). Everton-Southampton 1-0 1-0 Osman (88.). Fulham-Liverpool 2-4 1-0 Boa Morte (24.), 2-0 Boa Morte (30.), 2-1 sjálfsmark (50.), 2-2 Baros (71.), 2-3 Alonso (79.), 2-4 Biscan (90.). West Bromwich-Norwich 0-0 Man.City-Chelsea 1-0 1-0 Anelka, víti (11.). Staða efstu liða: Arsenal 9 8 1 0 29–8 25 Chelsea 9 6 2 1 8–2 20 Everton 9 6 1 2 10–7 19 Bolton 9 4 3 2 14–11 15 Middlesbr. 9 4 2 3 16–12 14 Man. Utd. 9 3 5 1 9–7 14 Liverpool 8 4 1 3 14–8 13 Tottenham 8 3 4 1 5–3 13 ÍTALSKA A-DEILDIN: Livorno-Roma 0-2 0-1 Totti (30.), 0-2 Montella (69.) Juventus-Messina 2-1 1-0 Zalayeta (26.), 2-0, Nedved SPÆNSKA ÚRVALSDEILDIN Deportivo-Getafe 2-1 1-0 Sergio (16.), 2-0 Victor (70.), 2-1 Cot- elo (90.) Real Betis-Real Madrid 1-1 1-0 Oliveria (30.), 1-1 Ronaldo (65.) ÞÝSKA BUNDESLIGAN Bayern Munchen-Schalke 0-1 0-1 Asamoah (76.) Bochum-Hansa Rostock 0-1 0-1 Prica (75.) FSV Mainz 05-Werder Bremen 2-1 0-1 Charisteas (56.), 1-1 Weiland (83.), 2-1 Auer (90.) Hamburg-Arminia Bielefeld 0-2 0-1 Owomomyela (57.), 0-2 Buckley (65.) Hertha Berlin-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Gilberto (40.), 2-0 Marx (53.), 2-1 Schneider (55.), 3-1 Marcelinho (79.) Nurnberg-Freiburg 3-0 1-0 Mintal (26.), 2-0 Vittek (49.), 3-0 Schroth (56.) Stuttgart-Dortmund 2-0 1-0 Hinkel (52.), 2-0 Cacau (67.) Staða efstu liða: Stuttgart 8 6 2 0 17–5 20 Wolfsburg 7 6 0 1 13–6 18 FSV Mainz 8 4 3 1 13–10 15 B. Munchen 8 4 2 2 12–10 14 W. Bremen 8 4 0 4 16–10 12 Schalke 04 8 4 0 4 9–12 12 [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] EVRÓPUKNATTSPYRNAN 17 STIG Í FYRSTA LEIK Hildur Sigurðar- dóttir lék vel með Jämtland Basket í gær. Sænska kvennakarfan: Hildur allt í öllu í sigri KÖRFUBOLTI Hildur Sigurðardóttir var allt í öllu í 85–72 sigri Jämtland Basket á Växjö Queens í fyrstu umferð sænsku úrvals- deildarinnar í körfubolta en þessi 23 ára gamli bakvörður hefur byrjað mjög vel í Svíþjóð. Jämtland Basket byrjaði leikinn þó ekki vel og var sem dæmi átta stigum undir eftir fyrsta leik- hluta, 16-24. Hildur og félagar tóku síðan öll völd og unnu tvo næstu leikhluta 46-23 og unnu að lokum 13 stiga sigur. Hildur lék allan leikinn, skoraði 17 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 2 boltum sem er ekki slæm byrjun í þessar- ri sterku deild. MÆTT Á NÝ Signý Hermannsdóttir er með 44 stig, 19 fráköst og 8 varin skot í fyrstu tveimur deildarleikjum ÍS.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.