Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 38
Við hjá PBS International höfum þjónustað söluaðila í Danmörku í yfir 20 ár. Við stundum færsluhirðingu á stærstu alþjóðlegu greiðslukortunum í Danmörku og fyrir söluaðila um alla Evrópu og nú einnig á Íslandi, í samstarfi við Kortaþjónustuna ehf. Sveigjanlegar lausnir Við bjóðum söluaðilum öruggar og traustar lausnir í greiðslukortauppgjörum, hvort sem greitt er í gegnum POSa eða Internet. Við bjóðum alþjóðlegan kortasamning með örum greiðslum og á samkeppnishæfum kjörum. Einn samningur er allt sem þarf Söluaðili gerir aðeins einn samning til að geta tekið við greiðslum með Eurocard/MasterCard, Visa, Visa Electron og JCB kortum. Fáðu frekari upplýsingar um móttöku og uppgjör alþjóðlegra greiðslukorta hjá samstarfsaðila okkar Kortaþjónustunni í síma 5588000 eða á www.korta.is Einn samningur um kortin www.pbs-payments.com PB S In te rn at io na l A /S , C V R -n r. 41 13 61 11 / Lo w e ‘Kortaþjónustan er vi∂urkenndur fulltrúi fyrir PBS International A/S’ 22 17. október 2004 SUNNUDAGUR HANDBOLTI KVENNA Stjarnan vann ÍBV á heimavelli í kvennahandboltanum: Fyrsta tap meistarannaStjarnan–ÍBV 34–24Víkingur–FH 22–26STAÐAN: 1. ÍBV 6 5 0 1 178–154 10 2. Haukar 4 4 0 0 122–86 8 3. FH 6 3 2 1 175–173 8 4. Stjarnan 5 3 1 1 153–125 7 5. Valur 5 3 0 2 121–113 6 6. Fram 5 1 1 3 114–133 3 7. Víkingur 5 1 0 4 117–135 2 8. Grótta/KR 4 0 0 4 89–105 0 9. KA/Þór 4 0 0 4 84–129 0 SUÐURRIÐILL KARLA Grótta/KR–ÍR 27–36 STAÐAN: 1. ÍR 5 5 0 0 178–141 10 2. Víkingur 5 4 0 1 138–120 8 3. Valur 5 3 0 2 143–124 6 4. ÍBV 6 3 0 3 179–167 6 5. Grótta/KR 5 2 0 3 115–120 4 6. Selfoss 5 1 0 4 139–162 2 7. Stjarnan 5 0 0 5 110–168 0 N‡jar og nota›ar vinnuvélar SNÆFELLSVÖRNIN Hlynur Bæringsson og félagar hans í Snæfelli fá tækifæri í kvöld til að hefna fyrir tapið gegn Keflavík í lokaúrslitunum í vor. Það er ljóst að vörn liðsins er öflug og Grindvíkingurinn Darrel Lewis fær hér að kynnast. Mynd/Víkurfréttir Hefna Hólmarar? Intersportdeildin er í fullum gangi og verður mikið um dýrðir í 2. umferð. Snæfell tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi. KÖRFUBOLTI Intersportdeildin í körfuknattleik er nú komin á fullt skrið. Íþróttin hefur verið á mikilli siglingu undanfarið ár og vinsæld- ir þess aukist til muna. Önnur um- ferð Intersportdeildarinnar fer fram í kvöld og okkrar áhugaverð- ar viðureignir munu líta dagsins ljós. Fréttablaðið sló á þráðinn til Friðriks Inga Rúnarssonar, fyrrum þjálfara, sem spáði í spilin. Haukar - Tindastóll „Ég held að Haukarnir vinni þann leik. Nýlega bárust slæmar fréttir úr herbúðum Tindastóls, þær að Bandaríkjamennirnir sem þeir voru búnir að semja við, koma ekki. Tindastóll er því komið aftur á byrjunarreit, sem er náttúru- lega skelfileg staðreynd. Þetta eru keppnismenn fyrir norðan, og meðan þessi mál eru í vinnslu munu ungir og óreyndir leikmenn fá sína eldskírn. En það er þó ekki mikill tími til stefnu því þeir verða að ná í einn og einn sig- ur, ætli þeir sér að halda sér í deildinni.“ KFÍ - Fjölnir „Þetta er einn af þeim leikjum sem KFÍ verður að vinna, ætli það sér að halda sér í deildinni. Þetta er líka talsverð eldskírn fyrir ný- liða Fjölnis en þeir eru ansi vel mannaðir og ég myndi tippa á sig- ur þeirra. Ef Ísfirðingar fylla hús- ið þá gæti samt komið einhver skjálfti í hina ungu leikmenn Fjölnis. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef KFÍ færi með sig- ur af hólmi.“ KR - Skallagrímur „Þessi lið gætu orðið á svipuðu róli í deildinni í vetur. KR-ingarn- ir eru kannski með örlítið meiri hefð sín megin, eru á heimavelli og oftar en ekki verið með ágætis- leiki þar. KR hefur byrjað haustið nokkuð vel miðað við breyting- arnar. Ég hallast frekar að því að KR vinni en myndi svo sem ekki detta af stólnum ef Skallagrímur tækist að vinna.“ ÍR - Njarðvík „ÍR-ingar hafa oft leikið undir getu og ekki náð að vera á þeim stað sem að mannskapurinn segir til um. Þeir ná stundum að stríða þessum Suðurnesjaliðum og unnu m.a. Keflavík í fyrra. Í sögulegu samhengi þá eiga þeir séns í þess- um leik. Njarðvíkingar eru þó það vel mannaðir í dag, mikil breidd í hverri stöðu, að ég spái þeim sigri í þessum leik.“ Snæfell - Keflavík „Þetta verður án efa leikur um- ferðarinnar. Frábær leikur og ég myndi glaður vilja vera í Hólmin- um og sjá þennan leik. Þetta eru náttúrulega liðin sem kepptu til úrslita síðastliðið vor. Ég veit ekki hvort hinn nýi leikmaður Keflvík- inga verður kominn til landsins. Auðvitað getur það líka brugðið til beggja vona, hvort hann falli strax inn í liðið eða muni hægt og rólega finna sig með liðinu. Ég ætla að tippa á heimasigur í þess- um leik og að Snæfell muni halda velli og vinna þennan leik og ná að kvitta aðeins fyrir tapið í Grinda- vík í fyrstu umferðinni.“ Hamar/Selfoss - Grindavík „Ég held að það sé hreint og klárt að Grindavík vinnur þann leik án teljandi erfiðleika. Þeir eru mjög vel mannaðir og Darrel Lewis virðist vera í fantaformi í ár. Hann er léttari en hann var í fyrra og hefur greinilega ekki lyft jafn- mikið og hann gerði um sumarið í fyrra. Grindvíkingar eru líka komnir með meiri ógn inni í teig og það var það sem vantaði þá. Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir Hamar/Selfoss og Grindavík á að vinna nokkuð auðveldan sig- ur. En ef menn vanmeta þá getur þetta orðið erfiðara og tölurnar jafnari.“ smari@frettabladid.is HANDBOLTI Stjörnustúlkur urðu fyrstar til að vinna Íslands og bik- armeistara ÍBV á þessu tímabili þegar þær unnu stórsigur, 34-24, í leik liðanna í Garðabæ en í hálf- leik munaði sjö mörkum á liðun- um, 18-11. Stjarnan náði mest tólf marka mun í seinni hálfleik og í lokn skildu tíu mörk. Kristín Guðmundsdóttir hefur byrjað vel með Garðabæjarliðinu en hún skoraði 9 mörk í gær og hefur þar með skorað 44 mörk í fyrstu fimm umferðunum eða 8,8 mörk að meðaltali. Fyrirliðinn Anna Bryndís Blöndal kom næst Kristínu með 6 mörk en eins varði Jelena Jovanovic frábærlega í markinu. Sofia Paztor var marka- hæst Eyjastúlkna með 8 mörk en ÍBV hafði unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu auk þess sem þær unnu lið Hauka í Meistara- keppni HSÍ í upphafi móts. Stjarn- an er enn í 4. sæti eftir 26-22 sig- ur FH í Víkinni í seinni leik gær- dagsins. Þá fór einn leikur fram í karla- handboltanum þar sem ÍR komust á topp suðurriðils með níu marka sigri á Gróttu/KR, 27-36. Ingi- mundur Ingimundarson skoraði 10 mörk fyrir ÍR og Bjarni Fritz- son skoraði sjö en hjá Gróttu/KR skoraði Þorvarður Björnsson mest átta mörk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.