Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 41
25SUNNUDAGUR 17. október 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14 15 16 17 18 19 20 Sunnudagur OKTÓBER ■ TÓNLIST 1.999 KOMIN Á DVD íslensku Nú tala Pétur Pan og félagar Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Færeyjar Björn Thoroddsen gítarleikari gefur 1. nóvember út plötuna Lúther og djass. Þar flytur hann sálmalög eftir Martin Lúther í djassbúningi. „Ég var búinn að starfa með séra Sigurjóni Árna Eyjólfssyni sem er doktor í Lúther og góður vinur minn,“ segir Björn um til- urð plötunnar. „Hann var leynt og ljóst að ýta þessu að mér og fannst vera kominn tími til að djassleikari tæki tónlist Lúthers og gerði eitthvað úr henni. Fyrir rúmu einu og hálfu ári braut ég á mér höndina og þá hafði ég tíma og fór út í þetta. Presturinn hefur alltaf kallað að það væri Guðs gjöf þetta handarbrot.“ Björn viðaði að sér nótum með níu sálmum sem Lúther skrifaði á fyrri hluta 16. aldar og naut þar aðstoðar og leið- sagnar séra Sigurjóns. Björn segir verkið hafa verið mjög skemmtilegt þó svo að það hafi verið tímafrekt. „Það eru dæmi um að Lúther hafi tekið sálm, sem talið er að hafi verið saminn um árið 1000, endurgert hann og gert að sínum. Ég notaði sömu aðferðir og Lúther gerði fyrir 500 árum þ.e. endurskrifaði eitthvað af verkum hans, upp- færði þau fyrir okkar tíma og gerði sum þeirra að mínum.“ Björn segist vera mjög ánægð- ur með útkomuna. „Þetta er öðru- vísi en aðrir hafa gert, án þess að ég hafi verið að leita eftir því. Þetta átti bara að gerast.“ ■ Sálmar í djassbúningi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BJÖRN THORODDSEN Þann 1. nóvem- ber kemur út platan Lúther og djass þar sem Björn flytur sálmalög Lúthers í djass- búningi. B.B. KING Þessi konungur blústónlistar- innar kemur mjög við sögu á hvíldardags- kvöldinu á Grand Rokk. Hvíldardagsblús Á hvíldardagskvöldum fjölmenn- ingarbarsins Grandrokks og Laugarásvídeós er þessar vikurn- ar haldið upp á fimmtugsafmæli rokktónlistarinnar með sýningum á heimildarmyndum og leiknum bíómyndum þar sem helstu frum- kvöðlar rokksins koma við sögu. Í kvöld verður haldið áfram að kafa ofan í ræturnar á rokktón- listinni, sem liggja að drjúgum hluta í blústónlist. Meðal annars verður sýnd heimildarmynd eftir þýska leik- stjórann Wim Wenders og ein- stæðar sjónvarpsupptökur af tón- leikum fjölmargra blúsara á ferð þeirra um Evrópu á sjöunda ára- tug síðustu aldar. ■ ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Tónlistarkvikmyndir með blús- tónlistarmönnum verða sýndar á Hvíldardagskvöldi á Grand Rokk. ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Hörður Torfason verður með tónleika í kaffihúsinu Sogn á Dalvík.  22.00 Indigo spilar á Sirkus ásamt Viking Giant. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Böndin á milli okkar, nýtt leikrit eftir Kristján Þórð Hrafns- son, verður frumsýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Haldið verður í sunnudags- göngu á vegum Ferðafélags Íslands í nágrenni höfuðborgarinnar. Þátt- takendur hittast í Mörkinni 6, taka veðrið og sammælast um hvert skuli haldið. hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.