Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið Sendu SMS ske ytið BTC CRF á núm erið 1900 og þú gæt ir unnið. SMS leikur R obbie W illiam s G reatest H its Lendir 18//10//04 Eftirbáturinn BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR Áður var Ísland um aldaraðir ein- angrað land. Þar bjó fátæk, kúguð útkjálkaþjóð, en hún var samt með dálítið sérstöku sniði og nokkuð ákveðið lífsviðhorf. Núna er þjóðin það sem hægt væri að kalla í nýein- angrun og með því móti erum við að verða eftirbátur annarra þjóða. En við erum sjálfsánægður eftirbátur, að minnsta kosti enn sem komið er, og siglum í kjölfar annarra. Höggið og vakningin sem þjóðin hlaut með bandaríska hernáminu er löngu hætt að virka. Frjósama efna- hags- og menningarhöggið varð að ófrjóum bakslag. Það endaði á fylgi- spekt við ráðandi engilsaxnesk áhrif, án þess að reynt hafi verið að gæða þau sérstökum eða þjóðlegum eigin- leikum. Það sem einu sinni var fram- sækið og frjótt er hallærislegt þótt það þykist baða sig í ljóma. Innan skamms, ef fram heldur sem horfir, verða engir íslenskir atvinnuvegir til lengur nema fiskveiðar. Búið verður að ganga af landbúnaði dauð- um og bændur fá í mesta lagi, til þess eins að tóra, að búa um rúm og hella úr koppum erlendra ferða- manna. Auðvitað munu halda áfram að koma í boði landbúnaðarráðherra bandarískir kokkar sem hrósa lambakjötinu í fjölmiðlum, en árang- urinn af heimsókninni nær ekki einu sinni nálægt nösunum á kaupendum. Þegar öll stór fyrirtæki í landinu, eins og áliðnaður, verða í höndum út- lendinga hætta Íslendingar að hafa trú á sér sem þjóð. Eitt af einkenn- um þjóðernis, andlegs jafnvægis og varanleika, er það að maður finni ýmislegt sameiginlegt með sér og starfi sínu tengdu loftslagi og lands- lagi ættlandsins. Í augum rokkara kann að vera hlægilegt að finna sig í því að vera bóndi og sjómaður og eltast við rollur eða þrauka við þors- ka, en grátlegt er að reyna að róa á miðin í New York og langa að eltast þar við frægð, þótt rímur létti undir. Raulið verður alltaf með ófrumlegri hætti en þegar eðlilegt var að karlar og kerlingar þuldu rímur brostnum rómi, svipað og gert er í upprunaleg- um djassi, fadosöng og flamenco. Munurinn á alþýðusöng er ekki mik- ill. Hann er hvarvetna dálítið brost- inn og djúpur, algerlega eðlilegur, þjóðlegur og alþjóðlegur, laus við rembing og löngun til að sigra. Eftirbátar eru aftur á móti sigur- vissir, þótt þeir séu að nálgast botninn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.