Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 1
Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. ● en hafið kallar Þórunn Hjartardóttir: ▲ SÍÐA 34 Af sjónum í leikskóla ● setti þrjú íslandsmet á hm Ragnheiður Ragnarsdóttir: ▲ SÍÐA 24 Stefnir á ólympíu- gull eftir fjögur ár ● á 10 ára útgáfuafmæli Maus: ▲ SÍÐA 28 Gefur út tvöfalda safnplötu í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KALT OG HVASST Snjókoma eða él við norður- og austurströndina. Bjart með köflum syðra. Hiti nálægt frostmarki. Sjá síðu 6 18. október 2004 – 285. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Byrjað upp á nýtt Ólafur Gunnar Guðlaugsson: SPÁIR AUKINNI VERÐBÓLGU Landsbankinn spáir hærri verðbólgu en fjármálaráðuneytið og telur að hún verði sex prósent árið 2007. Mikill hagvöxtur kall- ar á aðhaldssama hagstjórn. Sjá síðu 2 ÞRÝSTINGI LÉTT AF RÍKIS- STJÓRNINNI Viljayfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins, sem var undirrituð fyrir mánuði, var ekki borin undir stjórn sambandsins. Sjá síðu 4 ANNAN GAGNRÝNIR STRÍÐIÐ Í ÍRAK Stríð Bandaríkjamanna í Írak hefur ekki gert heiminn að öruggari stað, að sögn Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu Þjóðanna. Sjá síðu 4 SKERTUR LÍFEYRIR Tekjutengingar og aukin skattbyrði hafa skert lífeyri þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið. Stjórnvöld sögð hlunnfara þá lífeyrisþega sem minnst hafa. Sjá síðu 12 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 KENNARAVERKFALL Ekki er hægt að leysa verkfall kennara með því að ríkið setji fé í jöfnunarsjóð sveit- arfélaganna svo illa stæð sveitar- félög gætu mætt launakröfum kennara, segir Gunnar I. Birgis- son, formaður bæjarráðs Kópa- vogs og menntamálanefndar Al- þingis. Ástæðan sé samkomulag um fjármál milli sveitarfélaga og ríkisins. „Það liggur fyrir yfirlýsing milli félags- málaráðuneytis, fjármálaráðu- neytis og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um tekjuskipt- ingu sveitarfé- laganna og rík- isins,“ segir Gunnar. Hann treysti á að menn fylgi samkomulaginu eftir. Gunnar vill að verkfall kennara verði stöðvað með lagasetningu náist ekki samningur milli þeirra og sveitarfélaganna. Álitið sé hans og hafi ekki verið rætt innan Sjálf- stæðisflokksins. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að það hefði ör- uggar heimildir fyrir því að ríkis- stjórnin íhugi lagasetningu á verk- fall kennara öðru hvoru megin við mánaðamótin. - gag ÞJÓÐKIRKJAN Ágreiningur er á milli Þjóðkirkjunnar og ríkisins um eignarréttarstöðu prestssetra. Ríkið hefur boðist til að greiða kirkjunni 150 milljónir króna vegna prestssetra en kirkjan vill hins vegar fá þrjá milljarða í sinn hlut. Árið 1997 var samið um að kirkjujarðir yrðu eign ríkisins en prestssetur voru þar undanskilin. Fimm árum síðar gerði ríkið kirkjunni tilboð þess efnis að hún tæki setrin til eignar og fengi auk þess 150 milljónir króna. Á þetta vildu kirkjunnar menn hins vegar ekki fallast því ríkið skilgreindi prestssetur of þröngt. Björn Bjarnason kirkjumála- ráðherra gerði þennan ágreining að umtalsefni á kirkjuþingi í gær. Hann sagðist undrast þá gjá sem myndast hefði á milli ríkis og kirkju og benti á að 1997 hefði sátt verið um hvaða prestssetur flytt- ust til Prestssetrasjóðs. Karl Sigurbjörnsson biskup segir að kirkjan hafi lengi leitað eftir viðræðum. „Frá því að okkur var tjáð að forsætisráðherra hefði tekið við málinu höfum við engin skilaboð fengið nema að þessi ræða frá kirkjumálaráðherra sé vísbending um að það sé komið á hans borð,“ segir Karl og bætir því við að landbúnaðarráðuneytið hafi selt jarðir sem ágreiningur var um hvort tilheyrðu ríki eða kirkju. Hann leggur áherslu á að sjálf fjárhæðin sé ekki aðalatriðið í málinu heldur að þeir sem beri ábyrgð á málefnum kirkjunnar geti ekki látið slík verðmæti af hendi nema að löglega sé að því staðið. Karl segir jafnframt at- hyglisvert að þegar ríkið bauð kirkjunni 150 milljónir fyrir prestssetrin árið 2002 þá hafi sóknargjöld til trúfélaga verið lækkuð um 150 milljónir um svip- að leyti. Biskup segir að ráðherrar hafi gefið í skyn að vilji sé til að semja. „En það er mikið að gera á stóru heimili og kannski erum við ekki nógu hávær í þessu. Hins vegar er ekki hægt að útiloka málsókn ef allt um þrýtur,“ segir Karl Sigur- björnsson biskup. sveinng@frettabladid.is Kirkjan krefst þriggja milljarða af ríkinu Þjóðkirkjuna og ríkið greinir á um eignarréttarstöðu prestssetra. Kirkjumálaráðherra undrast að deilur séu um málið en biskup segist ekki útiloka málsókn ef í harðbakkann slær. HERMAÐUR LEITAR Í BÍL Bandarískur hermaður leitar að vopnum í bíl nærri Ramadi í Írak. Konunni virðist lítið gefið um að hermað- urinn sé að hnýsast í hanskahólfið. Það er daglegt brauð margra íraskra borgara að hermenn stöðvi bíla þeirra til að leita að vopnum eða eftirlýstum uppreisnarmönnum. Formaður menntamálanefndar Alþingis vill lög á verkfall kennara: Samningur hindrar að sveitarfélögin fái fé frá ríkinu Bandaríkjaher sækir fram: Falluja-borg umkringd ÍRAK, AP Bandarískir hersveitir eru búnar að umkringja borgina Fallu- ja og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á svæði uppreisn- armanna um helgina. Staðfest hef- ur verið að þrír borgarar hafi látist í átökunum í gær en óttast er að þeir hafi verið mun fleiri. Bandaríski herinn hefur gengið hart fram í Falluja síðan það slitn- aði upp úr friðarviðræðum íraskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á fimmtudaginn. Leiðtogar uppreisn- armanna neituðu þá að framselja útlenda hryðjuverkamenn til ír- askra stjórnvalda þar á meðal Jórdanann Abu Musab al-Zarqawi. Írösk Stjórnvöld telja að al- Zarqawi sé í Falluja en leiðtogar uppreisnarmanna þverneita því. Barist er víða í Írak og í gær lét- ust níu íraskir lögreglumenn sem voru nýkomnir úr æfingabúðum í Jórdaníu. ■ OLÍUAUÐLINDIR Í ATLANTSHAFI Málstofa um olíurétt og nýtingu olíuauð- linda í Norðaustur-Atlantshafi verður hald- in í Lögbergi í Háskóla Íslands og hefst klukkan 11. Ernst Nordtveit, prófessor í olíurétti við Háskólann í Björgvin, flytur meðal annars erindi. GUNNAR I. BIRGISSON M YN D A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.