Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 2
2 18. október 2004 MÁNUDAGUR Sveitarfélög athuga hvort fylgt verður ráðum Kópavogsbæjar: Skoða lausn á náms- málum fatlaðra barna UNDANÞÁGUR Borgarstjórn Reykja- víkur og bæjarstjórn Akureyrar ætla að skoða hvort grundvöllur sé til að leysa vanda hjá fjölskyldum fatlaðra barna. Það er í kjölfar frétta um samn- inga Kópavogs við Kennarasam- band Íslands sem leiddi til undan- þágu fyrir 13 kennara einhverfra barna í Digranesskóla. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir að farið verði yfir stöðuna í verkfalli kennara í heild sinni á fundi nú í upphafi vikunnar. Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, for- maður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann hafi ekki áður heyrt að und- anþágur hafi strandað á launa- greiðslum: „Sé slíkur flötur kom- inn upp þá verður það skoðað.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir skilyrðis- laust verða að skoða hvað sé á bak við samningana: „Ég geri ráð fyrir að skóladeildin hjá okkur fari yfir málið. Þessi veruleiki hefur því miður ekki verið uppi á borðum hingað til.“ -gag Landsbanki spáir aukinni verðbólgu Landsbankinn spáir hærri verðbólgu en fjármálaráðuneytið. Hún verði hæst í upphafi árs 2007. Mikill hagvöxtur kallar á aðhaldssama hagstjórn. Hins vegar séu líkur á því að fjármálastefna hins opinbera standist ekki. EFNAHAGSMÁL Verðbólga verður rúm sex prósent í upphafi árs 2007 samkvæmt hagspá Lands- bankans fyrir árin 2004 til 2010. Í spám fjármálaráðuneytisins er hins vegar gert ráð fyrir að verð- bólga haldist á bilinu 3 til 3,5 pró- sent fram til ársins 2007, en þá muni hún lækka í tvö prósent. Fram kemur í spánni að á næstu árum sé fyrirsjáanleg mik- il uppsveifla í efnahagslífinu sem muni að öllum líkindum reyna mjög á þol hagkerfisins og leiða til ójafnvægis sem síðan leiði til stormasamrar aðlögunar í efna- hagslífinu. Nú sé viðskiptahallinn þegar kominn vel yfir það sem al- mennt samrýmist efnahagslegum stöðugleika þrátt fyrir að stór- iðjuframkvæmdir séu rétt að byrja. Þá sé verðbólgan einnig þegar komin töluvert fram úr verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans. Býst Landsbankinn við að verðbólgan hækki áfram og nái hámarki í upphafi árs 2007 en lækki síðan aftur samfara styrk- ingu krónunnar. Áhrif viðamikilla breytinga og aukinnar samkeppni á fasteigna- lánamarkaði eru talin hafa gjör- breytt þróuninni á fasteignamark- aði og leitt til lækkunar langtíma- vaxta sem muni án efa auka enn frekar á innlenda eftirspurn, bæði neyslu og íbúðafjárfestingar. Því til viðbótar muni fyrirhugaðar skattalækkanir auka kaupmátt ráðstöfunartekna, sérstaklega um það bil sem uppsveifla fjarar út að stóriðjuframkvæmdum loknum. Edda Rós Karlsdóttir, hjá greiningardeild Landsbankans, segir að sá mikli hagvöxtur sem sé fyrirsjáanlegur á næstu árum kalli á aðhaldssama hagstjórn. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs ætli ríkisstjórnin að skila afgangi sem nemi rúmu pró- senti af landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Hins vegar séu lík- ur á því að þessi áform gangi ekki eftir og fjármálastefna hins opin- bera verði ekki eins aðhaldssöm og að sé stefnt. ■ MÓTMÆLI Hryðjuverkamenn í Jihad segjast vera hluti af al-Kaída. Twahid og Jihad: Hluti af al-Kaída BAGDAD, AP Twahid og Jihad eru hluti af al-Kaída segir leiðtogi samtakanna, Abu Musa al- Zargawi, á íslamskri vefsíðu í gær. Í yfirlýsingunni segist Zargawi hafa verið í sambandi við Osama bin Laden fyrir átta mánuðum og skipst á skoðunum við hann. „Guð hefur blessað okkur með endur- nýjuðum samskiptum og okkar virðingarverðu bræður í al-Kaída skilja hernaðartækni Tawhid og Ji- had,“ segir Zargawi. Zargawi er grunaður um að hafa stjórnað fjölda árása í Írak, meðal annars sprenguárás á höf- uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad. Á vefnum segir Zargawi að Tawid, sem þýðir eingyðistrú, og Jihad, sem þýðir heilagt stríð, muni hlýðnast hverri skipun Osama bin Laden án umhugsunar. ■ Í mér býr milt gæludýr. Hundar af Rottweiler- og Doberman-tegund hafa farið mikinn í Reykjavík að undanförnu, Stefáni Jóni Hafstein borgarfulltrúa til talsverðrar ar- mæðu. Hann er raunar hundfúll yfir hamagangin- um og vill helst að vígahundarnir, sem hann kallar svo, verði gerðir útlægir úr höfuðborginni. SPURNING DAGSINS Stefán, er einhver hundur í þér? ÍRAN Mánaðarlega finnst mikið magn af eitur- lyfjum í Íran. Lögreglan í Íran: Fundu 3,4 tonn af dópi TEHERAN, AP Lögregluyfirvöld í Íran hafa lagt hald á 3,4 tonn af eitur- lyfjum í austurhluta Írans síðast- liðinn mánuð, segja yfirvöld. Ópíum, morfín og hass hafa fundist, segir í íslömskum fréttum og ekki var farið nánar út í smáat- riði. Í Íran er fjölfarin leið til að smygla eiturlyfjum frá Afganistan til Evrópu og er því algengt að mik- ið magn af eiturlyfjum finnist þar. Í júní voru brennd meira en 50 tonn af eiturlyfjum í Íran. ■ ÞJÓÐKIRKJAN Kirkjuþing hófst í gær í Grensáskirkju en þingið stendur fram á föstudag. Biskup kom víða við í setningarræðu sinni og vék meðal annars að verkfalli grunnskólakennara. Karl Sigurbjörnsson biskup gerði velferð barna að umtalsefni í ræðu sinni í gær. „Það að kennarar skuli enn og aftur finna sig knúna til að beita verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni er óþolandi vegna þess að það bitnar á þeim sem síst skyldi, skólabörnunum,“ sagði Karl og ítrekaði að kennarar og viðsemjendur sínir yrðu að leysa deiluna hið snarasta. „Enn og aftur erum við minnt á að börnin hafa verið afgangsstærð í íslensku samfélagi, allt of oft afskipt og af- rækt,“ bætti biskup við. Biskup ræddi jafnframt um af- stöðu Þjóðkirkjunnar til samkyn- hneigðra og kallaði eftir áfram- haldandi umræðu um málið. Auk þess hvatti hann til vitundarvakn- ingar um umhverfismál líkt og breskar kirkjur hafa beitt sér fyr- ir. „Hér mættum við Íslendingar leggja við hlustir og gefa gaum að og spyrja okkur hvort við séum ekki á helvegi með gegndarlausri eldsneytissóun okkar.“ Fjármál kirkjunnar eru á með- al þess sem rætt verður á þinginu í dag. - shg KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP Karl telur að marka verði opinbera heildarstefnu í málefnum barna og vinna beri að víð- tækri þjóðarvakningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Biskup á kirkjuþingi: Kennaraverkfall óþolandi ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Segir að rætt verði á fundi hvort grundvöllur sé til að leysa vanda hjá fjölskyldum fatlaðra barna í borginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ LÖGREGLUFRÉTTIR STÚTUR Á STAUR Bíl var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld. Öku- maður var einn í bílnum. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og síðan á Landspítala - há- skólasjúkrahús. Hann er ekki tal- inn alvarlega slasaður, samkvæmt lögreglunni í Keflavík. Maðurinn er grunaður um ölvun. Bíllinn er mikið skemmdur. BÍLVELTA Á SUÐURNESJUM Maður hlaut höfuðáverka, ekki alvar- lega, þegar bíll hans valt heila veltu á Garðskagavegi um hálf tíu að kvöldi laugardags. Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús eftir skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bíllinn var fjarlægð- ur með dráttarbíl að sögn lögregl- unnar í Keflavík. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LÍKAMSÁRÁS Í KEFLAVÍK Þrír menn réðust á einn í Keflavík á laugardagsnótt. Árásin hefur ekki verið kærð til lögreglu sem kom á staðinn. Atvik málsins eru ókunn. ÖLVUNARAKSTUR Tveir voru teknir grunaðir um ölvunarakst- ur í Hafnarfirði í gærnótt og tveir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Segir líkur á því að fjármálastefna hins op- inbera verði ekki eins aðhaldssöm og að sé stefnt. VIÐ KÁRAHNJÚKA Að mati Landsbankans er viðskiptahallinn þegar kominn vel yfir það sem almennt sam- rýmist efnahagslegum stöðugleika þrátt fyrir að stóriðjuframkvæmdir séu rétt að byrja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.