Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 12
12 18. október 2004 MÁNUDAGUR 26 ÁR SEM PÁFI Jóhannes Páll páfi annar hélt upp á 26 ára starfsafmæli sitt um helgina. AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistan, hefur fengið tæplega 64 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið síðan þingkosningar fóru fram 9. október. Andstæðingar Karzai eru hins vegar ekki búnir að gefa upp alla von því aðeins er búið að telja um sjö prósent atkvæða. Stjórn- málaskýrendur telja hins vegar víst að Karzai verði kjörinn for- seti. Yunus Qanooni, helsti and- stæðingur Karzai, hefur grun- semdir um að Karzai hafi svindl- að í kosningunum og bíður þess að sjálfstæð nefnd sérfræðinga sem athugar framkvæmd kosn- inganna skilar niðurstöðum. „Ef eitthvað vafasamt leiðir í ljós að Karzai sé ekki réttkjörinn forseti – þá er þetta valdarán,“ segir Qanooni, sem hefur fengið tæplega 17 prósent greiddra at- kvæða. Búist er við að talningu at- kvæða ljúki í lok mánaðarins en sérfræðingar segja að niðurstað- an liggi nokkurn veginn ljós fyr- ir þegar búið verður að telja 20 prósent atkvæða. ■ Skattbyrðin eykst á meðan lífeyririnn skerðist Tekjutengingar og aukin skattbyrði hafa skert lífeyri þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið. Formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld hlunnfara þá lífeyrisþega sem minnst hafa á milli handanna en forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að þar með sé aðeins hálf sagan sögð. Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað af- komu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almanna- tryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóð- irnir hafi aldrei greitt lífeyris- þegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sann- girnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almanna- tryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum líf- eyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. „Á hinn bóginn voru almanna- tryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur trygginga- stofnun til að tryggja öllum til- teknar tekjur. Nú eru þær í aukn- um mæli fátækraframfærslu- stofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar.“ Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, er ósammála Benedikt. „Al- mannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa ein- hverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eft- ir sitja og hafa aflað sér lítilla líf- eyrissjóðsréttinda,“ segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. „Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatrygg- ingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?“ Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðsl- ur almannatrygginga þróun lág- markslauna í landinu en síðan skor- ið var á þessa tengingu hafa bóta- greiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkamanna þeg- ar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 að- eins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreikn- aðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðar- legar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir út- reikningar geti vel staðist. „Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa – hefur þú séð DV í dag? Hótað öllu illu fyrir dópsalalista Björn í Breiðholtinu óttast ekki dauðann SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING AFKOMA ELDRI BORGARA TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON „Lífeyrissjóðirnir á almenna markaðinum eru stöðugt að greiða meira út og því hefur hag- ur eldri borgara vænkast.“ ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD? Fólkið á myndinni tengist umfjölluninni ekki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T NAUTGRIPIR SÝKJAST Á SPÁNI Úflutningur nautakjöts hefur verið bannað- ur frá Andalúsíu um sinn. Veirusýking á Spáni: Nautgripir bólusettir MADRÍD, AP Í dag verður hafist handa við bólusetningu á milljón nautgripum á Spáni vegna veiru- sýkingar sem gengur undir nafn- inu Bláa tungan. Veiran, sem talin er berast með moskítóflugum, leggst ekki á menn en veldur hita og niðurgangi í dýrum og því að tungan í þeim verður blá. Þá stendur til að eitra fyrir moskítóflugunum en vonir standa til að þær drepist sjálfkrafa því spáð er kólnandi verði. Samtök bænda segja að veikin hafi áhrif á afkomu 25.000 bú- jarða. Evrópusambandið hefur gefið milljón skammta af bóluefni og jafnframt bannað útflutning nautakjöts frá Andalúsíu þar til hættunni er aflýst. ■ ANDSTÆÐINGUR KARZAI Yunus Qanooni neitar að viður- kenna ósigur í kosningunum. Hann telur að Karzai hafi svindlað. Kosningarnar í Afganistan: Stefnir í yfirburðasigur Hamid Karzai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.