Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 17
Sagt er að kötturinn hafi níu líf. Eitt fyrir hvern dag vikunar og tvö til vara. Eitt undarlegasta fyirbæri ís- lenskra stjórnmála, Framsóknar- flokkurinn, er enn lífseigari. Hann gæti þess vegna haft tólf. Eitt fyrir hvern mánuð ársins. Það sem hann hefur líka umfram gæludýrið, er að lífin hans endurnýjast sífellt. Með öðrum orðum, hann er ódauðlegur, eins og svo margt frá liðnum öldum sem við vildum að aldrei hefði verið til. Flokkurinn hefur margsannað með þessari endalausu tilvist sinni, að það lifir lengst sem lýðum er leið- ast. Allir vita að líf sitt á flokkurinn undir áframhaldandi mismunun gagnvart kjósendum við kjörkass- anna og örfáum auðtrúa sálum. Bæta má þeim við sem fæddust inn í flokkinn og álíta hann höfuðból sitt. Ekki má gleyma sígildum áhangend- um allra flokka, tækifærissinnun- um, en í þeim efnum býr Framsókn langt umfram aðra. Ein skærasta stjarnan í þingliði Framsóknar, er ung kona sem rekst svo vel í flokkn- um, að fá eða engin dæmi eru um svo auðsveipan og annars hugar fulltrúa þjóðarinnar. Fyrir formann flokksins er hún hrein gersemi sem hann hugsar fyrir. Fyrsta yfirlýsing hennar eftir kosningar var sérlega fjandsamleg náttúru landsins og auðvitað í anda foringjana. Þar var hún að þjóna hagsmunum skotvísfé- laga, áhrifamanna í flokknum. Það gefur auga leið að hún fylgdi forust- unni gegn kynsystrum sínum í einu kyndugasta stríði sem foringi stjór- málaflokks hefur háð sjálfum sér til vegsauka. Sagt er að Gengis Khan hafi látið menn sína gera lifandi út- sýnispall sem hann brölti svo upp á til að sjá hvernig landið lægi. Nú er öldin önnur og ósvífnir herforingjar og pólitíkusar nota sér fólkið frekar sem peð á borði stjórnmálanna. Þar er því skákað til og frá eftir gangi leiksins. Langt er síðan þjóðin vissi að heitasta ósk formanns Framsókn- ar, var að verða forsætisráðherra. Þá ósk lofaði formaður Sjálfstæðis- flokksins að uppfylla, en með ströngum skilyrðum. Þau voru kosn- ingabandalag og afsal ráðuneytis. Formaður Framsóknar gleypti agnið og þá hlógu sjálfstæðismenn. Í loft- inu lágu tapaðar kosningar og aug- ljóst að nú dyggði ekki að biðja Guð að hjálpa sér. Þá var bara að fletta í loforðabókinni og láta vaða í sama knérunn. Nú varð að lofa hinu og þessu og afsaka hitt og þetta. Slag- orðin, fólk í fyrirrúmi, var gatslitið og stórhættulegt að minnast á vegna nauðsynlegra vanefnda. Þá varð síð- asta hálmstráið að breyta útliti for- manns Framsóknar í bland við há- stemmda loforðasúpu. Armæðusvip- urinn var látinn víkja fyrir brosi sem skipti sköpum í kosningunum. Svo áhrifamikilla brosa gætir ekki í íslenskri sögu. Á söguöld brosti Snorri goði reyndar þegar honum var skemmt, en Grettir og Skarp- héðinn glottu þegar bardaga var von. Nokkrir landar mínir urðu svo hvumsa við brosleg loforð for- mannsins, að þeir gleymdu að hugsa og kusu hann. Þú tryggir ekki eftirá, segja tryggingafélögin. Örfáar sálir lögðu það helsi á þjóðina að hafa yfir sér forsætisráðherra sem hún vildi síst af öllum. Hann er fyrsti forsæt- isráðherrann sem ekki er kosin af þjóðinni. Hann var vélaður inn á hana. Nú þarf hann ekki að brosa næstu árin, frekar en hann vill. ■ Þá hlógu sjálfstæðismenn 17MÁNUDAGUR 18. október 2004 Vill íslenskan her. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir [...] vill stof- na íslenskan her! Og hefur þar með gengið í lið með öðrum stjórnmála- manni. Senda Bandaríkjamenn heim og láta hermenn sína taka við. Bækistöðvar þeirra eiga að vera í einhverri stofnun þar sem íslenskir hermenn sitja og skil- greina hugsanlega hættu af mengun og öryggisleysi. Að öðru leyti verður lítil starfssemi á Keflavíkurflugvelli önnur en almennt flug. Þetta eru skýr skilaboð til Bandaríkjamanna nú þegar viðræður um varnarsamstarfið standa yfir. Þetta eru líka skýr skilaboð til annarra. Stefna Samfylkingarinnar í varnarmálum er orðin skýr. Fælingarmáttur hennar virð- ist svo öflugur að Rússarnir sáu sér ekki vært lengur fyrir austan og sigldu heima sama dag og ISG kynnti hina nýju stefnu Samfylkingarinnar. Hjálmar Árnason á althingi.is/hjal- mara Getur ekki svarað fyrir sig Jón Steinar Gunnlaugsson settist í hæstarétt sem dómari 15. október. Hinn sama dag birtist furðuleg grein um hann í Morgunblaðinu eftir séra Pétur Þorsteinsson, prest óhaða safnaðarins í Reykjavík. Hafi greinin átt að vera fynd- in, hlýtur það að hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá fleirum en mér, helst virtist hún illkvittin og skrifuð í þeirri vissu, að Jón Steinar gæti ekki svarað fyrir sig, eftir að hann hefði tekið við stöðu dómara. Björn Bjarnason á bjorn.is Ástin gleymdist Með nýlegum breytingum á Útlendinga- lögunum var ákveðið að Ríkið mundi héðan í frá „meta“ hjónabönd ákveð- inna útlendinga til að ganga úr skugga um að um alvöruhjónabönd væri að ræða en ekki eitthvað plat. Í öllum skil- yrðunum sem talin eru upp sem eitt- hvað sem heilbrigður, blómstrandi hjú- skapur eigi að uppfylla (þekking á at- burðum úr í lífi hvor annars, tungumála- kunnátta o.fl.) vantar þó eitt skilyrði, skilyrði sem höfundarnir virðast samt hafa bak við eyrað. Hér er átt við kröf- una um ást. Pawel Bartoszek á deiglan.com Fólkið gleymist Eru sumir stjórnmálamenn alveg hættir að tala um fólk þegar skattar eru annars vegar? Skipta skattgreiðendur ekki leng- ur máli í umræðum um skattamál? Eru einstaklingarnir, sem á endanum greiða alla skatta, ekki mannlegir lengur held- ur bara „tekjustofn“? Svona eins og hver annar nytjastofn eða kálgarður? Skatt- greiðendur eru ekki nefndir lengur þeg- ar vissir stjórnmálamenn leggja til skattahækkanir. Þeir tala bara um að nýta tekjustofnana betur. Vefþjóðviljinná andriki.is ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUR UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.