Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 18
18 18. október 2004 MÁNUDAGUR Íslenski dansflokkurinn sýnir Screensaver í Borgarleikhúsinu Í Borgarleikhúsinu mun Íslenski dansflokkurinn bjóða upp á sex sýn- ingar á hinu annálaða verki Ramis Be'er, Screensaver. Sýningarnar verða á stóra sviðinu 22. 28. og 31. október og 7. 12. og 21. nóvember. Screensaver er kröftugt heils- kvöldsverk eftir Rami Beíer þar sem fléttað er saman undurfallegum dansi og ótrúlegu sjónarspili í tón- list, myndum og ljósum. Nútíma- samfélagið með öllu sínu áreiti er yrkisefni Rami. Áreitið leiðir til þess að við sýnum ekki okkar rétta andlit, heldur búum til skjöld, brynjum okkur gagnvart raunveruleikanum, „sköpum okkar eigin screensaver“, Notkun sjö myndvarpa sem varpa upp texta og tölum á sviðið, bæði á veggi og á dansara er eins og byssukúlur sem smjúga í gegn- um dansarana og áhorfandann. Rami Beíer er stjórnandi hins þekkta dansflokks Kibbutz í Ísra- el. Hann hefur verið kallaður „töframaður sviðslistanna“. Dansarar eru Guðmundur Elí- as Knudsen, Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, Peter Ander- son, Philip Bergmann, Steve Lor- enz, Unnur E. Gunnarsdóttir, Val- gerður Rúnarsdóttir, Nadia Bani- ne, Jóhann F. Björgvinsson, Emil- ía Benedikta Gísladóttir, Guðrún Óskarsdóttir og María Lovísa Ámundadóttir. ■ Kl. 20.20 Sjónvarpið: Konungsfjölskyldan, danskur heimildarmyndaflokkur um afkomendur Kristjáns IX konungs Danmerkur sem var stundum kallaður tengdapabbi Evrópu. Í þættinum í kvöld segir frá hjónabandi Al- exöndru, elstu dóttur Kristjáns IX og Lovísu drottingar, og enska ríkisarfans, Ját- varðs VII. Þau giftu sig árið 1863 en Ját- varður hafði á sér orð fyrir að vera ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. menning@frettabladid.is Nútíminn með öllu sínu áreiti Barðist Egill Skallagrímsson með Aðalsteini Englands- konungi í Liverpool? Þegar Aðalsteinn, hinn ungi kon- ungur í Englandi, barðist við Ólaf rauða, konung Skota um Norðimbraland setti hann þá bræður Egil Skallagrímsson og Þórólf höfðingja yfir það lið er víkingar höfðu safnað saman. Bardaginn var háður á Vínheiði árið 937 og er talinn sá blóðugasti sem háður hefur verið á gervöll- um Bretlandseyjum. Engu að síð- ur hefur nákvæm staðsetning hans verið mönnum ráðgáta allt fram á þennan dag. Í Egilssögu er því lýst hvernig staðurinn var valinn: „Þurfti þann stað að vanda, að hann væri slétt- ur, er miklum her skyldi fylkja. Var þar og svo er orrustustaður- inn skyldi vera að þar var heiður slétt en annan veg frá féll á ein en á annan veg frá var skógur mik- ill.“ Einu heimildirnar í Bretlandi sem varðveist hafa um bardag- ann eru í fornu kvæði, The Battle of Brunanburgh, og þar koma að- eins fram tvö staðarnöfn, Brun- anburgh og Dingsmere. Í grein sem ber heitið „Revisitin Dings- mere,“ og birtist í Tímariti Breska örnefnafélagsins í sein- ustu viku, komast þrír fræðimenn við háskólann í Nottingham, Paul Cavill, Stephen Harding og Judith Jesch, að þeirri niðurstöðu að „ding“ í dingsmere sé sótt í ís- lenska orðið þing, sbr. Þingvellir, og „mere“ bendi til vatnasvæðis. Ástæðuna fyrir því að staðurinn heitir einfaldlega ekki Þingvellir, telja þau vera þá að enskumæl- andi einstaklingur hafi haft það eftir öðrum sem mælti á gelísku. Ennfremur véfengja fræðimenn- irnir fyrri tilgátur fræðimanna um að „dinges“ hafi verið ljóðræn vísun í þau írsku höf sem aðskilja England og Írland, heldur hafi „dingsmere“ átt við tiltekinn stað, skammt frá vígvellinum og segja: „Heiti staðarins var þekkt og not- að til þess að undirstrika örvænt- ingu flóttamannanna“ – að sjálf- sögðu úr her Ólafs rauða – „sem þurftu að hafa sig á brott með hraði yfir óheppilegt landsvæði sem einkenndist af votlendi og mýri, áður en þeir komust heilu og höldnu yfir hin dýpri vötn til Dublin.“ Fræðimennirnir benda á að þingstaður víkinga á þessum tíma hafi verið í Wirral, nánar tiltekið á Cross Hill, og hafi þjónað skandinavískum íbúum þar frá árinu 902. Eftir að hafa skoðað landslagslýsingar í Egilssögu og hinu forna ljóði, The Battle of Brunanburgh, og kafað niður í heimildir um búsetu ýmissa þjóða og þjóðarbrota á 10. og 11. öld, komast fræðimennirnir að niður- stöðu um að bardaginn á Vínheiði þar sem Þórólfur, bróðir Egils Skallagrímssonar féll, en Egill sjálfur bjargaði enska konungs- dæminu nánast einn og sjálfur, hafi átt sér stað á því landsvæði sem nú er Liverpool. ■ Gátan um bardagann á Vínheiði ráðin? ! Hverfafundir borgarstjóra eru nauðsynlegur vettvangur milliliðalausrar samræðu milli borgaryfirvalda og íbúa. Þeir eru árviss málþing um hagsmunamál íbúa og ég vona að þú sjáir þér fært að koma og ræða málin á fundi í þínu hverfi. Hittumst heil, Þórólfur Árnason M IX A • fít • 0 3 0 1 4 Þjónustan í borginni Næstu hverfafundir: Háaleiti – miðvikudaginn 20. október kl. 20 í Álftamýrarskóla. Grafarvogur – fimmtudaginn 21. október kl. 20 í Víkurskóla. hverfafundir borgarstjóra 2004 nánari upplýsingar á www.reykjavik.is Laugardalur – Fen, Heimar, Laugarás, Lækir, Sund, Teigar, Tún, Vogar – Laugalækjarskóla í kvöld kl. 20 Hjá Sölku er komin út bókin Læknum með höndunum - Nútíma þrýsti-meðferð eftir Birgittu Jónsdóttur Klasen. Þrýstipunktameðferð er viðurkennd aðferð til að lina þrautir og lækna sjúk- dóma. Á ákveðnum punktum, þrýstipunktum, er sérstakt orkuástand til staðar og með ákveðnum handtökum er hægt að virkja sjálfsheilunarkraft lík- amans. Birgitta hefur sérhæft sig á sviði náttúrulækninga og stundað þrýstipunktameðferð árum saman með góðum árangri. Í bókinni kennir hún hvernig leikmenn geta beitt þessari að- ferð, bætt heilsu sína og aukið vellíðan. Á Eyrarbakka hefur Eggjaskúr- inn verið endurbyggður á sínum upprunalega sökkli, í nær óbreyttri mynd og vígður nútím- anum. Upprunalegi skúrinn stóð á þessum stað frá síðari hluta 19. aldar til haustsins 1926 og var þar aðstaða Peters Nielsen fakt- ors við Eyrarbakkaverslun til náttúrurannsókna frá 1887 til 1910. Peter Nielsen verslunarstjóri varð þekktur fyrir náttúru- fræðiiðkun sína og söfnun nátt- úrugripa innanlands sem utan, auk verslunarstjórastarfsins sem hann gegndi við góðan orðstír. Hann stundaði fuglaat- huganir og styðjast fugla- fræðingar enn þann dag í dag við athuganir hans. Hann safnaði fuglshöm- um og eggjum íslenskra fugla og varð safn hans stórt í sniðum. Fékk Niel- sen bændur til að safna fyrir sig eggjum gegn greiðslu og rak umfangsmikla verslun með egg og fuglshami og seldi erlendum söfnum. Aðstöðu til rannsókna sinna hafði hann í Eggjaskúrnum og má nafngiftina rekja til mikils fjölda útblásinna eggja og upp- stoppaðra fugla sem hann safn- aði eins og áður segir. Guðmundur Daníelsson gerði Eggjaskúrinn frægan í skáld- sögunni „Húsið.“ Í Eggjaskúrnum verða fasta- sýningar settar upp af Byggða- safni Árnesinga í takt við fyrra hlutverk skúrsins. Þar verður sýnt fugla- og eggjasafn, sagt frá rannsóknum Peters Nielsen og Fuglavernarfélag Íslands fær jafnframt aðstöðu til að kynna Fuglafriðlandið í Flóa. ■ Endurreistur eggjaskúr AF VÍKINGUM Egill Skallagrímsson og Þórólfur bróðir hans voru höfðingjar yfir þeim víkingum sem tóku þátt í blóðugasta bardaga sem háður hefur verið á Bretlandseyjum. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.