Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 60
24 18. október 2004 MÁNUDAGUR SUND Ein skærasta stjarna sem fram hefur komið í íslensku sund- íþróttinni síðustu misseri er Ragnheiður Ragnarsdóttir en hún gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í heimsmeistara- keppninni í 25 metra laug sem fram fór í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Hefur árið verið við- burðaríkt fyrir stúlkuna, sem fyrir utan sundið nemur fatahönn- un við Fjölbrautaskólann í Garða- bæ. Hugur hennar liggur þó ekki í þá átt heldur langar hana helst að starfa við kvikmyndagerð í fram- tíðinni þegar sundferlinum lýkur. Ragnheiður er nýkomin heim ásamt Hirti Má Reynissyni en þau tvö tóku þátt í HM í sundi í 25 metra laug í Indianapolis í Banda- ríkjunum. „Mér leið vel allan tím- ann og það er stór ástæða fyrir því hversu vel mér gekk þar. Að því leyti má segja að ég hafi lært heilmikið af þáttöku minni á Ólympíuleikunum í Aþenu en þar náði ég ekki þeim árangri sem ég var að gæla við. Í Indianapolis náði ég að slaka vel á fyrir mínar greinar og það hafði jákvæð áhrif á mína frammistöðu. Að auki var allt miklu minna í sniðum en í Aþ- enu og mér fannst allir keppendur mun rólegri þarna.“ Lítið um peninga Merkilegt þykir að venjulega taka Íslendingar ekki þátt í móti þessu en ein höfuðástæða þess að þau fóru var stuðningur frá Gáma- þjónustunni sem styrkti þau tvö til fararinnar ásamt einum þjálf- ara. Var það að hluta til að undir- lagi föður Ragnheiðar, Ragnars Marteinssonar, en hann hefur alla tíð staðið þétt við bak dóttur sinn- ar. „Örn Arnarson tók þátt í þessu móti fyrir nokkrum árum og greiddi það að ég held úr eigin vasa. Eina ástæðan fyrir því að við fórum var að fyrirtæki var reiðubúið að styrkja okkur, ann- ars hefði þetta verið of dýrt. Auð- vitað væri gaman að Sundsam- bandið sendi fólk til þessa móts en það er lítið um peninga og ég get alveg skilið að sambandið vilji einbeita sér að öðrum mótum.“ Tilviljanir ráða ekki för hjá Ragnheiði. Hún hefur fastmótað- ar hugmyndir um framtíðina og segir sundið spila stóran hluta af sínum áætlunum. „Draumurinn er að sjálfsögðu að taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Stefnan er að reyna að ná gull- verðlaunum þar og ég tel mig geta það en þá þarf ég að leggja mig fram næstu árin. Eins og þetta lít- ur út núna mun ég útskrifast í vor úr skóla hér og ég hef fengið tals- vert af tilboðum um styrki og slíkt frá bandarískum háskólum. Þeir bjóða flestir upp á toppaðstöðu fyrir sundíþróttamenn og í slíkt þarf ég að komast. Sundið í fyrsta sæti Ég hef enga ákvörðun tekið ennþá en sundið er í fyrsta sæti hjá mér í dag og allt annað víkur á meðan ég er að bæta mig og finnst ennþá gaman að taka þátt. Ég tel ekkert útilokað að ég geti staðið mig vel að fjórum árum liðnum en stór lið- ur í því er að fá handleiðslu frá góðum þjálfurum og æfa við að- stæður eins og þær gerast bestar. Því miður er það svo að þrátt fyr- ir að aðstaðan hér heima sé með ágætum vantar aðeins upp á að þær séu eins og best gerist og því tel ég líklegt að næstu árum eyði ég erlendis í námi við skóla sem getur boðið það sem upp á vant- ar.“ albert@frettabladid.is RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Nokkrir bandarískir háskólar hafa haft samband við Ragnheiði og mun hún taka sér góðan tíma til að fara yfir þau tilboð sem henni berast. Fréttablaðið/Teitur Stefnir ótrauð á gull í Peking Sundstjarnan Ragnheiður Ragnarsdóttir er full bjartsýni eftir góðan árangur sinn á HM í sundi í Bandaríkjunum. Draumurinn er að landa gulli á Ólympíuleikunum í Kína eftir fjögur ár. Ég læt drepa þig! Sikileyingurinn stareygi Toto Schillaci var helsta stjarna Ítala á HM 1990, toppskorari í þeirri keppni og hvunn- dagshetja um stund. Salvatore enda draumur litla mannsins; óvænt hetja sem reis úr örbirgð þriðju deildar í faðm Fíatveldisins Juventus og þaðan í landsliðið á lokamínútu fyrir HM í heimalandi. Toto litla auðnaðist aldrei að endurtaka afrek sín sumarið níutíu, hvorki með Juve né Ítalíu, ennþá síður með Inter þangað sem hann var sendur í flóknum leikmannaskiptum. Í svartblá- um búningi Inter var eina afrek hans og það minnis- stæðasta að fá lengsta bann sem þekkst hafði á Ítalíu fyrir munn- söfnuð. Hann hótaði dómara sem var að spjalda hann fyrir grófan leik með orðunum: „Ég læt drepa þig.“ Dómarinn gat þess í leikskýrslu að hann teldi þetta alvarlega líflátshótun úr munni efnaðs Sikileyings; „Það getur hvaða bjáni sem er í fótboltabúningi hótað að drepa mann og maður veit að hann hefur ekki manndóm í sér til þess. En að stórstjarna úr hreiðri Mafíunnar beri fram slíka hótun verður að skoðast sem alvörumál.“, sagði dómarinn sem komst upp með þessa andsikileysku túlkun sína enda logaði Ítalía í hatri gegn Mafíunni á þessum tímum her- ferðarinnar „hreinna handa“ (mani puli- ti). Sikileyjarsókn Þar til í ár hafa sögurnar af Schillaci ver- ið eina innlegg Sikileyinga til orðræðu um toppbolta þar syðra. Lið eyjaskeggja hafa um ríflega þriggja áratuga skeið verið útlæg úr Serie A og dvalið í slíkum lægðum að maður hefur efast um áhrif áðurnefndar Mafíu – að hún hafi ekki haft dug til að múta liðinu allavegana í Serie B, eigi alræmd áhrif hennar sér stoð í raun. Í ár bregður svo við að tvö lið Sikiley- inga leika í deild hinna bestu. Lið helstu borga eyjarinnar, Palermo og Messina, leiddust hönd í hönd upp um deild í fyrravor. Palermo er stærsta borg Sikil- eyjar og má kalla hana hjartað í brog- uðum líkama þessarar fallegu en sorg- umsprottnu eyjar. Þrátt fyrir alræmda karlrembu þeirra sunnanmanna leika Palermómenn í bleikum treyjum og gangast við sama kenniheiti og leik- menn þeir sem leika í vængstöðum í vörn í knattspyrnu. Hafa gaman af að vera kallaðir hinir bleiku. Palermo var spáð heldur góðu gengi í ár, áberandi góðir í fyrra leiddir af topp- senternum Luca Toni sem brotist hefur í landsliðið með engilsaxneskum krafta- tilburðum sem skort hefur meðal fram- herja Ítala. Byrjunin hefur verið ágæt hjá hinum bleiku og liðið ósigrað þar til nú um helgina að það tapaði sínum fyrsta leik gegn Lecce. Ljóti andarunginn Messina er gáttin að Sikiley, eða flótta- leiðin uppá meginlandið, eftir því hvernig á það er litið. Dæmalaust ljót iðnaðarborg sundursprengd af Banda- mönnum í heimstyrjöldinni síðari og lít- ið lappað uppá hana síðan. Heimaborg áðurnefnds Schillaci en ekki fræg fyrir knattafrek önnur. Ekki eru nema fimm ár síðan Messina var í utandeild en klifraði hratt upp stigann og var í fyrra komið í Serie B. Akkúrat fyrir ári síðan hvíldi liðið á botni þeirrar deildar en þá kom til skjalanna þjálfarinn Bortolo Mutti sem þykir hafa unnið kraftaverk með liðið. Eigandinn Pietro Franza er strangtrúaður kaþólikki og heldur uppi ströngum aga meðal liðsmanna. Ein- ungis 35 ára að aldri og yngstur eig- anda liða í Serie A. Gamaldags í hugsun þó og vill skapa liðsanda, keypti ekki nema 3 leikmenn fyrir átökin í vetur og sagðist treysta mönnunum sem komu liðinu upp um deild í fyrra til að spjara sig í fremstu röð. Liðið hefur staðið sig feykilvel og var fyrir helgina í öðru sæti. Það var því óvæntur toppslagur þegar liðið heimsótti Juventus sem vermdi toppsætið. Töluverður getumunur var þó á þessum tveimur liðum eins og ís- lenskir knattaðdáendur gátu séð í sjón- varpsleik á Sýn, Messina-menn fastir fyrir en ekki framsæknir. Þeir sýndu þó í þessum leik að þeir eru líklegir til að halda sér í deildinni og hugsanlega munu Sikileyjarliðin tvö hafa lengri við- dvöl en veturinn í fremstu röð. EINAR LOGI VIGNISSON HVAÐ VAR ÉG AÐ HUGSA? Ragnheiði gekk ekki jafn vel á Ólympíuleikunum í Aþenu og hún vonaðist til og vonbrigðin voru mikil. Hún var þó fljót að setja það til hliðar og segist hafa lært heilmikið af þátt- töku á slíkum íþróttaviðburði. Fréttablaðið/Teitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.