Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 1
Síðasta plata Rabba: Fjarstýrðir bensínbílar verð frá 39.999. Startpakkinn fylgir öllum bílum. Úrval varahluta og aukahluta. Kringlunni 568-8190 Smáralind 522-8322 ● er markahæstur í haukaliðinu Handbolti karla: ▲ Síða 28 Frábær byrjun hjá Andra Stefan ● ófaglærður dansari Hafdís Kristjánsdóttir: ▲ SÍÐA 39 Vann magadans- keppni í Tyrklandi ● hljóðveri bítlanna ▲ SÍÐA 34 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM SVALT OG HVASST Él og síðar slydda norðan og austan til. Talsverð úrkoma allra austast. Stöku slydduél eða skúrir sunnan og vestan. Sjá síðu 6 19. október 2004 – 286. tölublað – 4. árgangur ● heilsa Syndir í sjónum Benedikt Lafleur: MÁLAFERLI Demókratar, repúblikanar og fjöldi óháðra samtaka hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með forsetakosningunum. Sjá síðu 2 FÖTLUÐ BÖRN Í GRUNNSKÓLA Börn innan almennra grunnskóla geta átt við alvarlegri fötlun að stríða en börn í sér- skólum. Sjá síðu 4 LÍKFUNDARMÁLIÐ Réttarmeinafræð- ingur segir mjög líklegt að Vaidas Jucevicius hefði getað skilað fíkniefnunum út úr líkama sínum hefði hann ekki verið með samgrón- inga í mjógirni. Sjá síðu 8 MUNAÐARLAUSIR BRÆÐUR Hlut- fall eyðnismitaðra er hátt í Úganda og mörg börn eru munaðarlaus. Sjá síðu 16 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 24 Myndlist 24 Íþróttir 28 Sjónvarp 36 UTANRÍKISMÁL Bandaríkjastjórn vildi taka til athugunar að segja upp varnarsamningnum við Ísland og draga herlið sitt frá landinu í þorskastríðinu 1975 til 1976. Var það mat embættis- manna í Washington að Íslending- ar væru svo ótraustir og kröfu- harðir bandamenn að vera kynni að Bandaríkin sættu sig ekki við fórnarkostnaðinn sem því fylgdi að halda þeim góðum. Því væri ill- skárra að hverfa á braut, jafnvel þótt hernaðarmikilvægi landsins á kaldastríðsár- unum væri ótví- rætt. Þetta kemur fram í gögnum úr skjalasafni Geralds Ford Bandaríkjafor- seta sem gerð hafa verið opin- ber. Guðni Th. J ó h a n n e s s o n sagnfræðingur hefur rannsakað skjalasafnið og fjallar um efnið í opnum fyrirlestri Sagnfræðinga- félagsins í Norræna húsinu í há- deginu í dag. Í erindinu verður rætt um að Ísland hafi búið yfir valdi hinna veiku í kalda stríðinu. Meðal þess sem í gögnunum sést er að í maí árið 1976 lét Gerald Ford rannsaka hvort Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið gætu haldið uppi vörnum og eftirliti á Norður-Atlantshafi án liðveislu Íslendinga. - óká Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar Skjöl í Bandaríkjunum: Við þóttum ótraustir og kröfuharðir bandamenn FRÆÐIST UM KOSNINGAR Einn virtasti stjórnmálafræðingur í Bandaríkjun- um, David W. Rhode prófessor, fjallar í opnum fyrirlestri um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn er í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, og hefst klukkan 12.15. Rhode tekur meðal annars fyrir herfræði frambjóðenda og val kjós- enda, auk þess að velta fyrir sér mögu- legum úrslitum og áhrifum þeirra. GUÐNI TH. JÓHANNESSON BÚFERLAFLUTNINGAR Fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs en leita þarf langt aftur til að finna sambærilega þróun. Stefán Ólafs- son prófessor segir að meira at- vinnuleysi á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni sé líklegasta skýringin á þessari þróun. Hagstofa Íslands birti á dögun- um tölur um búferlaflutninga á landinu frá júlí til september. Aðeins tvö landsvæði voru með fleira aðkomufólk en brottflutta: Austurland og Suðurland. Mesta athygli vekur að fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess, eða 88 manns. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir þetta mjög óvenjulegt í ljósi þróunarinnar síðustu tuttugu árin en á hitt beri að líta að aðeins er um einn ársfjórðung að ræða. „Athyglisverðasta spurningin hlýtur að vera sú hvort þetta megi rekja til vaxandi atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú þannig að undanfarin misseri hef- ur atvinnuleysið verið umtalsvert meira í höfuðborginni en úti á landi. Ég held að það geti vel verið að áhrifin af því séu að koma í ljós, þótt þau séu ekki enn mjög mikil,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 3,1 prósent íbúa höfuðborg- arsvæðisins atvinnulaus í septem- ber á meðan 1,9 prósent lands- byggðarfólks voru án vinnu. Virkjanaframkvæmdir á Aust- urlandi geta haft sitt að segja. Enda þótt útlendingar séu stærsti hluti þeirra sem vinna við Kára- hnjúkavirkjun telur Stefán að framkvæmdirnar dragi úr brott- flutningi fólks úr landsfjórðungn- um. Stefán segir að tengsl milli afkomu og búsetu séu gamalkunn. „Það er nú þannig með búferla- flutninga að þeir eru mjög næmir á lífskjör fólks og afkomu, hvort sem um er að ræða flutninga á milli landa eða innanlands,“ segir hann og útilokar ekki að áfram- hald verði á þessari þróun jafnist ekki atvinnuleysi á milli höfuð- borgar og landsbyggðar. sveinng@frettabladid.is Höfuðborgarbúar flýja atvinnuleysið Síðustu mánuði hafa fleiri íbúar flutt frá höfuðborgarsvæðinu en til þess. Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir þessa þróun afar óvenjulega og telur hann að betra atvinnu- ástand á landsbyggðinni en í höfuðborginni sé líklegasta skýringin á fækkun í Reykjavík. VETURINN KOMINN Snjó kyngdi niður víða um land í gær. Landsmenn brugðust misjafnlega við þessari óumflýjanlegu staðreynd. Börn skelltu sér í hlýju fötin og hófu snjókast af miklum móð. Myndin er tekin í Neskaupstað um miðjan dag í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR Árstíðaskipti í gær: Vetrarkoma með hvelli VEÐUR Vindur blés hressilega víða um land í gær og sums staðar var dágóð snjókoma. Nokkurt tjón hlaust af þegar hluti þaks feyktist af mjölgeymslu í Vestmannaeyj- um, rafmagn fór af á Höfn í Hornafirði og snjóþyngsli öftruðu færð á Austfjörðum. Loka þurfti veginum um Oddsskarð. Margir skiptu um dekk á bílum sínum en aðrir létu það ógert og héldu sína leið á rennisléttum sumardekkjunum. Umferðar- óhöpp urðu nokkur og var hálkunni ávallt kennt um. Víða urðu umferðaróhöpp sem flest eru rakin til hálku eða vind- hviða. Í nokkrum tilvikum skemmdust bílar en ekki urðu slys. Áfram má búast við vetrar- veðrum. - bþs Tekin upp í Abbey Road

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.