Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 2
2 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Bandaríkin loga í málaferlum Demókratar, repúblikanar og fjöldi óháðra samtaka hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með forsetakosningunum. Kosningabaráttan hefur logað í málaferlum sem ekkert lát virðist vera á. BANDARÍKIN Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi for- setakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosn- inganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjór- um árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þess- ara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblik- anar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjör- seðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er inn- anríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikön- um í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innan- ríkisráðherrann úr Repúblikana- flokknum hefur sakað ríkissak- sóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segj- ast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag. brynjolfur@frettabladid.is Knörr á Snæfellsnesi: 600 kindur brunnu inni ELDSVOÐI Útihús, hlaða og véla- geymsla brunnu í eldsvoða og miklu fárviðri á bænum Knörr í Breiðuvík á Snæfellsnesi í gærkvöld. Um 600 til 700 fjár voru í útihúsunum. Lögreglan í Ólafsvík taldi ógjörning að fénu yrði bjargað. Úti- húsin stóðu í björtu báli þegar Fréttablaðið fór í prentun. Slökkvi- lið Grundarfjarðar og Ólafsvíkur barðist við eldinn. Vindhraði var um 40 til 50 metrar á sekúndu. - gag ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÞEIR ERU BÚNIR AÐ VERA Í HONUM ÞANNIG AÐ ÉG HELD AÐ ÞEIR ÞURFI AÐ FARA EITTHVAÐ ANNAÐ. Kennarar og fulltrúar sveitarfélaganna hafa árang- urslaust reynt að semja í átta mánuði. Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, er áhugamaður um hnefaleika. SPURNING DAGSINS Á ekki að láta þá gera út um málið í hnefaleikahringnum? ÁFENGISMÁL Hækka þarf skatta á áfengi í því markmiði að draga úr neyslu þess. Þetta er sameig- inleg niðurstaða heilbrigðis- og félagsmálaráðherra á Norður- löndum eftir að hafa fjallað um áfengismál á sérstökum auka- fundi í Kaupmannahöfn. Fund- inum lauk í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra stýrði fundinum, sem boðað hafði verið til vegna tilmæla forsætisráðherra Norðurlandanna. „Við náðum sameiginlegri niðurstöðu, sem er mjög mikil- vægt,“ sagði heilbrigðisráð- herra í samtali við Fréttablaðið að loknum fundinum. „Ályktunin er sú að tala einni röddu á alþjóðavettvangi, hjá Evrópusambandinu og Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, um að áfengi sé ekki eins og hver önnur vara, heldur vara sem hafi áhrif á heilbrigði þjóða og félagslegar aðstæður í löndun- um. Þá þurfi að auka skattlagn- ingu á áfengi. Um það voru allir ráðherrarnir sammála sem almennt markmið. Menn nefndu hækkun um allt að helming, en engin ákvörðun var tekin um stærðir í þeim efnum.“ Heilbrigðisráðherra sagði að ráðherrar allra Norðurlandanna myndu skila skýrslum með sam- eiginlegum markmiðum fundar- ins til forsætisráðherra aðildar- landanna. Það væri síðan forsætisráðherranna að vinna áfram með tilmæli fundarins. - jss HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Heilbrigðisráðherrar náðu sameiginlegri niðurstöðu í stefnumótun í áfengismálum. Sameiginleg niðurstaða heilbrigðisráðherra Norðurlanda: Skattar á áfengi verði hækkaðir ÓVEÐUR Rýma þurfti nokkra vinnu- staði í Vestmannaeyjum um miðj- an dag í gær eftir að hluti þaks á einu af húsum Ísfélags Vest- mannaeyja hófst á loft og skall af miklum þunga á jörðina. Engan sakaði en nokkrir bílar löskuðust og er einn talinn ónýtur. Ekki þótti ráðlegt að leyfa umferð um svæð- ið þar sem hætta var á frekara foki. Snælduvitlaust veður var í Eyjum lungann úr gærdeginum og fór vindurinn nokkuð yfir 40 metra á sekúndu í verstu kviðun- um. Lögregla og björgunarsveit áttu í miklum önnum við að hemja fjúkandi hluti og fór mest fyrir þakplötunum eins og svo oft áður þegar vindur blæs af meira afli en vanalega. Eitt og annað smálegt barst með vindinum og klæðning- ar á húsum byrjuðu að losna en björgunarsveitarmenn brugðust skjótt við og forðuðu frekara tjóni. Þeim, frekar en öðrum, tókst þó ekki að kom í veg fyrir að skemmtibátur sykki í smábáta- höfninni. Útköll voru á annan tuginn og tilvikin stór og smá. - bþs ILLA LEIKIÐ ÞAKIÐ Vindurinn fór yfir 40 metra á sekúndu í verstu kviðunum í Eyjum í gær. Vitlaust veður í Vestmannaeyjum: Þak fauk og bátur sökk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N STUÐNINGSMENN TAKAST Á Mikill hiti er í mönnum vestan hafs vegna komandi forsetakosninga eins og sjá mátti á stuðningsmönnum þeirra í Houston í Texas. Þetta hefur líka birst í metfjölda málshöfðana og þeirri staðreynd að flokkarnir safna að sér lögmönnum til að verja hagsmuni sína í kosningunum. Georgía: Pyntingar rannsakaðar GEORGÍA, AP Yfirvöld í fyrrverandi Sovétlýðveldinu Georgíu kanna nú mál fjórtán lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa pyntað fjölda fanga á síðastliðn- um árum. Ríkissaksóknari lands- ins sagði að fleiri lögreglumenn væru grunaðir um pyntingar og væri þess skammt að bíða að frek- ari rannsókn hæfist á iðju þeirra. Aðgerðirnar eru liður í baráttu Mikhail Saakashvili forseta gegn spillingu og glæpum opinberra starfsmanna en slíkt einkenndi stjórnartíð forvera hans, Eduard Shevardnadze. ■ MIKHAIL SAAKASHVILI Forseti Georgíu hefur skorið upp herör gegn pyntingum. Breskir skólar: Samræmd próf burt LONDON, AP Umfangsmestu breyt- ingar á bresku skólakerfi í sextíu ár voru kynntar í gær. Samkvæmt þeim verður dregið mjög úr notk- un samræmdra prófa til að mæla árangur nemenda á menntaskóla- aldri. Markmið breytinganna er að bæta almenna kunnátta á öllum skólastigum í lestri, tjáningu og stærðfræði og auka tækifæri í verknámi. Breskt skólakerfi þykir of fábreytt að þessu leyti og er breytingunum nú ætlað að stemma stigu við gífurlegu brott- falli nemenda frá 16 ára aldri, en brottfallið á Bretlandi er hið mesta meðal iðnvæddra þjóða. ■ BREYTINGAR KYNNTAR Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti breytingar á bresku skólakerfi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÁTTA BÍLRÚÐUR BROTNA Þakplöt- ur losnuðu af íbúðarhúsi og bíl- skúr í Vík í Mýrdal og átta bíl- rúður hafa brotnað undan steinkasti í mestu vindhviðunum. Björgunarsveit byggðarlagsins var kölluð til. Lögreglan segir gríðarlega hvasst. Jeppi hennar sem var kyrrstæður færðist til í mikilli vindhviðu í víkinni. VARKÁRIR ÖKUMENN Ökuhraði á Akureyri var um 20 til 30 kíló- metrar á klukkustund í gær. Lögreglan segir hálku hafa hægt á umferðarhraðanum. Lítið sem ekkert hafi verið um árekstra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.