Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 4
4 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Skólafulltrúi segir óljósar kröfur kennara hafa dregið lausn vandans: Einhverf börn á leið í skólann UNDANÞÁGUR Reykjavíkurborg hef- ur látið undirbúa nýjar umsóknir fyrir um tíu einhverf grunnskóla- börn í borginni. Stefán Jón Haf- stein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir að farið verði að kröfum kennara. Allir þeir 20 til 30 sem komi að kennslu barnanna verði kallaðir út og fái laun sam- kvæmt ráðningarsamningi. Gunnar Gíslason, skólafulltrúi Akureyrar, segir þá ekki sitja eftir. Vandi fjölskyldna fatlaðra sé gífur- legur. Hann spyr af hverju Kenn- arasambandið hafi ekki fyrr gefið út hvernig standa ætti að umsókn- um undanþága. „Þá væri löngu búið að leysa mál fatlaðra barna,“ segir Gunnar og bætir við: „Við þurfum að vita hve mikið við get- um látið kennarana starfa í verk- fallinu því þeir kenna sumum nem- endum ekki meira en tvo tíma í viku.“ Það verði skoðað og lausn fundin með hagsmuni barnanna í huga. Stefán segir að fyrst og fremst hafi verið einblínt á að leysa mál einhverfra barna. Línurnar fyrir aðra fatlaða nemendur hafi ekki verið lagðar. ■ Fatlaðir verst settir í almenna kerfinu Börn innan almennra grunnskóla geta átt við alvarlegri fötlun að stríða en börn í sérskóla. Þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágu allra kennara hreyfihamlaðs drengs hefur henni verið hafnað. KENNARAVERKFALL Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Hall- dór Gunnarsson formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar. „Ég hvet foreldra og skóla- stjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana,“ segir Halldór eftir að borg- aryfirvöld ákváðu að fara að kröf- um Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aft- ur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir, móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfi- hamlaðs drengs sem stundar nám í Ölduselsskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara son- ar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgar- yfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. „Ég finn fyrir aukinni vöðva- spennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar til- breytingarleysið er svona mikið,“ segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkj- um grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á hög- um barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskiljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börn- um fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. „Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heima við. Þó að fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa þá dugar það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess,“ seg- ir Ingibjörg. Mæður hreyfihaml- aðra barna séu ekki öflugur þrýsti- hópur en voni að málin leysist brátt: „Við eigum nóg með að kom- ast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir.“ gag@frettabladid.is Einhverf börn: Óvissa um undanþágur UNDANÞÁGUNEFND Um 20 undan- þágubeiðnir liggja fyrir undan- þágunefnd kennara og sveitarfé- laganna sem fundar klukkan ellefu. Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Kennarasambands Íslands, lofar ekki að Reykjavíkurborg fái und- anþágur vegna einhverfra barna í borginni: „Ég hef ekki séð þær undanþágur og get ekki svarað því fyrr en ég hef kynnt mér málin.“ Sigurður Óli Kolbeinsson, full- trúi sveitarfélaganna, segir ekki standa á sér að veita þeim sem skólastjórar telji brýnt að sinna undanþágur.■ ■ 29. DAGUR VERKFALLS HÆTTA BARNAGÆSLU Landsbank- inn hefur hætt dagvistun barna starfsmanna í verkfalli kennara. Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, segir að í byrj- un verkfalls þegar staða foreldra var könnuð hafi verið talið að um 40 til 50 börn þyrftu gæslu. Í ljós hafi komið að þau væru einungis 20 til 30: „Foreldrar leituðu ann- arra leiða. Ég veit til dæmis til þess að börn starfsmanna hafi verið send í sveit.“ Ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við foreldrafélag bankans. VERKFALLSBROT Lítið hefur verið um verkfallsbrot, segir Svava Pétursdóttir, formaður Verkfalls- nefndar kennara. „Þetta hefur verið núningur hér og þar sem hefur verið leystur í gegnum síma.“ Svava segir að helst sé um að ræða notkun á skólahúsnæði og skólastofum á þeim tíma sem kennsla hefði átt að fara fram. STUÐNINGUR SLÖKKVILIÐS Stjórn og fulltrúaráð Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara. „Mikil- vægt er að samningar takist hið allra fyrsta því langvinnt verk- fall getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla hlutaðeig- andi,“ segir í yfirlýsingu Lands- sambandsins sem sendir baráttu- kveðjur til KÍ. TREYSTIR LAUNANEFNDINNI Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga lýsir yfir miklum áhyggjum vegna verkfalls kenn- ara. Í yfirlýsingu frá fundi henn- ar á föstudag segir: „Stjórn sam- bandsins lýsir yfir fullu trausti á störf samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaga og telur að í sínu vandasama starfi hafi hún sýnt ríkan samningsvilja um leið og hún hefur viljað standa vörð um öflugt skólastarf sem byggir á núgildandi kjarasamningi.“ Ferðu reglulega í messu? Spurning dagsins í dag: Er rétt að auka álögur á áfengi í heilsuvarnarskyni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 93% 7% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun. BEÐIÐ EFTIR BÓLUEFNI Maggie Webb og Helen V. Cornish voru meðal þeirra sem fóru snemma á fætur til að fá bóluefni í Salisbury í Maryland. Heilbrigðiskerfið: Bóluefni í vinning BANDARÍKIN, AP Vegna mikils skorts á bóluefni gegn inflúensu hafa bæjaryfirvöld í Bloomfield í New Jersey ákveðið að efna til happ- drættis til að ákvarða hvaða íbúar fá bóluefni. Bærinn hafði pantað þúsund skammta af bóluefni en fékk aðeins 300 skammta. Það er of lítið fyrir alla þá sem eru í áhættuhópum, svo sem aldraða, ófrískar konur, heilbrigðisstarfs- menn og langveikt fólk. Því verð- ur hverjum og einum úthlutað númeri. Síðan verða dregin út þrjú hundruð númer og handhafar þeirra fá bóluefni. ■ Kerlingarfjöll: Hermönnum bjargað BJÖRGUN Fimm varnarliðsmönnum í skemmtiferð var bjargað skammt frá Kerlingarfjöllum skömmu fyrir klukkan hálfsjö í gær þar sem þeir höfðu fest Ford 450 pickup-jeppabifreið sína í krapapytti. Björgunarsveitirnar Ingunn úr Bláskógabyggð og Biskup úr Biskupstungnahreppi sóttu menn- ina, en ekkert amaði að þeim þar sem þeir höfðust við í öðrum bif- reiðum. Einn mannanna fékk far niður að Gullfossi og kallaði eftir aðstöð björgunarsveita. Ingunn var að koma úr útkalli þar sem bíll hafði bilað við Hlöðufell þegar aðstoðarbeiðnin frá Kerlingar- fjöllum barst. - óká ■ BANDARÍKIN CLINTON ÞOLINMÓÐUR „Hann hefur verið mun þolinmóðari sjúk- lingur en ég hefði getað ímyndað mér,“ sagði Hillary Clinton um eiginmann sinn Bill Clinton fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna. Hún segir Clinton braggast vel og sýna framfarir dag frá degi eftir hjartaskurðaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun síðasta mánaðar. FLUGVÉL RÝMD Öllum farþegum um borð í flugvél sem var að leggja af stað frá Minneapolis var fyrirskipað að yfirgefa hana eftir að tveir farþegar sögðust hafa heyrt annan farþega tala um sprengjur í farsíma. Þeir gátu ekki bent á manninn og enginn gaf sig fram. Árangurslaus leit var gerð í vélinni og haldið af stað eftir hálfs fimmta tíma seinkun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs Reykjavíkur segir nýjar umsóknir undirbúnar svo einhverfir nemendur geti sótt skólann. KJARABARÁTTA „Ekki er í bígerð að setja lög á verkfall kennara,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands: „Lagasetn- ing er út úr myndinni. Ég treysti þeim heimildum sem ég hef.“ Eiríkur segir lagasetningu eyði- leggja fyrir öllu skólastarfi. „Menn eru ekki dæmdir í nauðungarvinnu inni í skólunum. Starf kennara er öðruvísi en það.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður Launanefndar sveitarfélag- anna, segir kappsmál samninga- nefndanna að leysa málin án laga- setningar. Þær hafi þó ekki ótak- markaðan tíma. „Það er vaxandi þungi í kröfunni að við hröðum störfum okkar. Það er ekki þar með sagt að lagasetning eigi rétt á sér.“ Efnisleg umræða á fundi sátta- semjara í gær var ekki ýkja mikil að sögn Birgis Björns. Ákveðið hafi verið að tveir nefndarmenn skóla- stjóra, grunnskólakennara og Launanefndar hittist klukkan eitt. Fleiri týnist til fundarins seinni part dags: „Aðalfréttin eftir fund dagsins er að menn eru aftur farn- ir að ræða saman.“ - gag EIRÍKUR UTANDYRA FYRIR FUNDINN Nokkur hundruð kennara stóðu við Karphúsið við upphaf samningafundar. Báðar samninganefndirnar á móti lagasetningu: Eiríkur útilokar lagasetningu INGIBJÖRG OG ÓSKAR ÓLI Á FUNDI EIRÍKS Hittu formann Kennarasambands Íslands á föstudag ásamt mæðrum fatlaðra drengja með CP-hreyfihömlun. Ingibjörg segir að þær mæður ætli einnig að heyra í borgar- fulltrúum og útskýra neyðarástand sitt í verkfalli kennara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.