Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 6
6 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Rússaskipin: Stjórnin gagnrýnd fyrir andvaraleysi STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna gagn- rýndi íslensk stjórnvöld fyrir and- varaleysi í umræðum um heræfing- ar rússneska flotans hér við land á Alþingi í gær. Taldi hann vítavert að hálfur mánuður hefði liðið frá því að rússneskra skipa varð vart hér við land þar til íslensk stjórnvöld hafi leitað skýringa hjá Rússum. Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra varð til andsvara og sagði að íslensk lög veittu Landhelgisgæsl- unni ekki heimild til afskipta af her- skipum. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagði að afskiptaleysi stjórnvalda stappaði nærri gáleysi. Renndi málið stoðum undir málflutning flokksins um að mengunarslys væri ein mesta hættan sem steðjaði að þjóðum í norðurhöfum. Vitnaði hann og fleiri þingmenn til ummæla rússnesks flotaforingja um að skipið gæti „hvenær sem er sprungið í loft upp“. Birgir Ármannsson Sjálfstæð- isflokki sagði málflutninginn óá- byrgan enda hefði flotaforinginn dregið ummæli sín til baka“. - - ás Skiptar skoðanir um loftvarnir Hugmyndir Samfylkingarinnar um nýskipan varnarmála eru gagn- rýndar frá hægri og vinstri. Sjálfstæðismenn segja herstöðvaandstæð- inga í Samfylkingunni komna út úr skápnum . STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, varaformaður Samfylk- ingarinnar, kynnti nýjar hug- myndir framtíðarhóps á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að „umræðuplagg“ hópsins í varnar- málum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvallar, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst póli- tískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafa- sama enda virðist hún af pólitísk- um en ekki hernaðarlegum toga. „Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði her- laust á friðartímum. Það er óum- deilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norður- höfum. Framtíðarhópurinn telur að mestu hættuna stafi af um- hverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverka- árás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum.“ Árni Gunnarsson, fyrrver- andi alþingismaður Alþýðu- flokksins sem sat flokksstjórnar- fundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. „Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO.“ Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnar- samningnum né aðild Íslands að NATO. „Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna segir hugmyndirnar „óttalega fram- sóknarlegar“ enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmynd- um frá herstöðvaandstæðingun- um Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. a.snaevarr@frettabladid.is Rafmagnsleysi á Höfn: Dimmt og kalsalegt RAFMAGNSLEYSI Rafmagn fór af Höfn í Hornafirði um miðjan dag í gær og voru bæjarbúar án rafmagns fram undir kvöld. Bilun varð í báðum línunum sem bera rafmagnið inn í bæinn en orsakir þeirra eru ókunnar. Varaaflsstöðvar voru ræstar og rafmagni veitt til heimila og nauðsynlegustu staða. Atvinnulíf lá að mestu niðri í bænum og kalt varð í húsum því víða er kynnt með rafmagns- ofnum. Síðast bjuggu Hafnar- búar við allsherjarrafmagns- leysi árið 1986. - bþs Vesturbæingur: Strauk úr fangelsi LÖGREGLA 19 ára gamall fangi strauk úr fangelsinu á Skóla- vörðustíg 9 um hádegisbil í gær. Lögreglan í Reykjavík segir unga manninn, sem heitir Arnþór Jökull Þorsteinsson, ekki vera talinn hættulegan en hvetur þá sem upplýsingar kunna að hafa um ferðir hans til að hafa sam- band við lögreglu annað hvort í síma Neyðarlínunnar 112 eða í upplýsingasíma lögreglunnar í Reykjavík 444-1100. Þegar Arnþór Jökull strauk var hann klæddur í dökkan jakka, en hann er sjálfur dökk- hærður, um 180 sentímetrar á hæð og um 75 kíló að þyngd. Hann er skráður til heimilis í vesturbæ Reykjavíkur. Arnþórs Jökuls var enn leitað þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. - óká VEISTU SVARIÐ? 1Hvað vill kirkjan fá mikið frá ríkinufyrir kirkjujarðir? 2Hvað heitir formaður bifreiðastjóra-félagsins Sleipnis? 3Hver er Alexander Lukashenko? Svörin eru á bls. 38 STROKUFANGI Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Arnþóri Jökli Þorsteinssyni, sem strauk úr fangels- inu við Skólavörðustíg um hádegisbil í gær. BJÖRN BJARNASON Sagði í svörum við fyrirspurn Steingríms J. að samkvæmt íslenskum lögum hefði Landhelgisgæslan ekki heimild til afskipta af herskipum eins og við æfingar Rússa við landið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KOMST SJÁLFUR HEIM Bónda í Berufirði var saknað um skeið í gær og voru björgunarsveitir kall- aðar út til leitar. Skilaði hann sér sjálfur heim, heill á húfi, áður en leit hófst af þunga. Maðurinn fór að líta eftir fé snemma í gær og skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma. FRAMTÍÐARHÓPUR SAMFYLKINGARINNAR Telur að Íslendingar eigi að taka að sér rekstur flugvallarins, dregið verði úr viðbúnaði þar en varnarsamningurinn verði í gildi og Ísland áfram í NATO. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R PÉTUR MIKLI Kjarnorkuknúna beitiskipið Pétur mikli var í hópi rússnesku herskipanna. Herskip: Rússar tjá sig um æfingu UTANRÍKISMÁL Í svari rússneska ut- anríkisráðuneytisins til íslenskra stjórnvalda kemur fram að æf- ingu rússneskra herskipa sem héldu sig skammt norðaustur af Íslandi hafi lokið síðasta föstudag og að í framhaldinu hafi skipin haldið á braut. Utanríkisráðuneytið óskaði eftir skýringum sendiráðs Rúss- lands í Reykjavík á æfingum rússnesku herskipanna. Í bréfi rússneska utanríkisráðuneytisins segir jafnframt að æfingin hafi meðal annars varðað samhæfingu skipa og flugvéla og fullyrt að skipulag hennar hafi ekki átt að ógna öryggishagsmunum ríkja á þeim slóðum þar sem hún fór fram. - óká Utanríkisráðuneyti: Peningar í hjálparstarf UTANRÍKISMÁL Í nýjustu Stiklum utanríkisráðuneytisins kemur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita 5 milljónum króna til mannúðar- og uppbyggingarstarfs í ríkjunum sem verst hafa orðið úti af völdum fellibylja í Karíba- hafinu. Upphæðinni hefur verið skipt milli hjálparstarfs Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi (UNICEF) og Rauða kross Íslands. - óká

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.